allt í lagi, nú er ég ekki sátt....3 dauðir, allt eins..!

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

allt í lagi, nú er ég ekki sátt....3 dauðir, allt eins..!

Post by Rúsína »

fyrir um það vil viku keypti ég mér mínu fyrstu gúbbýfiska, ein kall og 2 kellur, daginn eftir dó ein kellan og hún var fremur slímug og með 2 furðulega bletti á maganum sem líktust frekar ''brunasárum''...daginn eftir það dó kallinn og var eins. Um leið og fyrsta kellan dó setti ég hina kelluna í sér búr vegna þess að ég var hrædd um að hún mindi deyja. hún lifði góðu lífi í nokkra daga þangað til að í morgun fann eg hana dauða...alveg eins og hina fiskana, með blett á maganum...
nú veit ég ekki hvort ég eigi að hafa samband við gæludýrabúðina og kvarta eða hvað...ég fór í aðra gæludýrabúð um daginn og var að skoða gúbbýkellurnar hjá þeim og sá svo í kallabúrinu 4 dauða kall og strákurinn í búðinni vissi að þetta væri bakteríusýking og ætlaði að selja mér veika fiska ef ég hefði ekki séð þetta!!....

þetta svo 2 verslanir í sömu keðju, ég segi engin nöfn..

en gæti þetta verið einhver leiðindarsýking í búrunum hjá þeim sem þau segja ekkert frá??
User avatar
immis
Posts: 5
Joined: 08 Feb 2008, 18:41

Post by immis »

ég sá líka þessa dauðu kalla. ég spurði útí þetta og mér var sagt að þetta væri sýking og að það væri ekki verið að selja úr þessu búri og búðunum við hliðiná...

man ekki hvort þeir voru með bletti þessir kallar. en það er um að gera að kvarta, sérstaklega afþví að það leið svona stuttur tími. bara að heimta endurgreiðslu eða nýja fiska!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta hljómar eins og svæsin bakteríu sýking.
Ef það eru engir fiskar þá búrinu núna þá mundi ég þrífa það vel áður en þú setur fiska í það aftur.

Ég held að engin verslun selji viljandi sýkta fiska, stundum kemur sýkingin ekki ljós strax og sumsstaðar er afgreiðslufólk ekki nógu fljótt að átta sig á veikindum.
Góð regla er að skoða fiskana vel í búðinni, ef dauðir fiskar eru í fiskarnir synda eða haga sér undarlega er best að fara bara eitthvað annað.
Ef starfsfólkið veit að sýking kom upp í búrinu þá færðu örugglega nýja fiska í staðinn fyrir hina eða inneign.
Post Reply