Hvítir flekkir !

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

Hæhæ,ég er með 54 l búr, ég er með 7 fiska og 2 ryksugur, og einn gullfiskurinn er með eitthverja hvíta flekki á sér, og flest allir fiskarnir eru alltaf alveg á botninum. Ég er með 4 styttur í búrinu og gróður. Hvað gætu þessir hvítu flekkir verið ?

Það væri mjög gott ef ég gæti fengið svar sem fyrst. :D

Kv.Fanney

Ps.Hérna á að vera mynd af gullfisknum með hvítu flekkina !

http://www.fishfiles.net/up/0802/4m2tpd1m_P2280888.JPG[/img]
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Image


Svona, gleymdir smá [img] ;)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

takk æðislega :D

kv:fanney :P
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lítur út eins og einhverskonar sveppasýking - skiptirðu reglulega um vatn í búrinu þínu? (hve oft og hve mikið?)

Ef þú skiptir ágætlega um vatn, t.d. 50% og saltar vatnið, 1msk á 10 lítra þá ætti þetta að fara á nokkrum dögum. Ef þú sérð ekki bata eftir 1-2 daga, þá borgar sig líklega að fá lyf við þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

ég skipti alveg reglulega um vatn, en þá ekki alltaf alveg 50%, það er bara misjafnt.

Kv.Fanney
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

er þetta bara venjulegt salt sem á að salta með (t.d. salt sem maður setur á popp eða e'h) og já eitt í viðbót er í lagi að salta þótt við skiptum ekki um vatn ?

´kv.Fanney
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

upp !
Last edited by fannsa on 28 Feb 2008, 18:58, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

engin ástæða til að "uppa" eftir nokkrar mínútur, umræðan var ekki farin neitt niður :!:

en nei ekki salta með hvaða salti sem er, það verður að vera Joðlaust, t.d. gróft kötlu salt geturu notað.
-Andri
695-4495

Image
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

okey, erum að skipta núna um 50% af vatni og setjum svo bara kötlu salt í það !
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Settu 2 matskeiðar í það og svo aðrar 2 á morgun. Það er ekki mælt mð að setja mikið salt í nýtt vatn einhverra hluta vegna.
Hvernig dæla er í búrinu ? Getur verið að þessi slappleiki í fiskunum sé vegna súrefnisleysis ?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þessir hvítu flekkir eru vegna þess að það vantar einhverra hluta vegna hreystrið, ekki að sjá að það sé sýking í þessu(ennþá?) er einhver sem er að bögga hann eða var einhverskonar panic í gangi?, er mögulegt að hann hafi synt utan í eitthvað, en rétt að salta samt sem áður og fylgjast vel með framvindu mála.
Ace Ventura Islandicus
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

æjæj, í gær eða í fyrradag þá tókum við 50% af vatninu og settum 5 og hálfa matskeið (það var sagt að ég ætti að gera það) En er það ekki í lagi ?

svo var ég að pæla hvort þetta væri of lítið búr (54 l) fyrir 2 gullfiska, 2 skala, 2 svarttetrur, 2 ryksugur og 1 hákarl ?

Ég held að það sé ekkert ráðist á hann þar sem hann er stæðsti fiskurinn í búrinu. ! og svo er hann ný búin að borða dáinn hákarl (ef þetta gæti hafa komið eftir það)


Kv.Fanney
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er frekar í minni kantinum fyrir þessa fiska, skalarnir þurfa helst stærri búr og balahákarlinn verður líka of stór.
-Andri
695-4495

Image
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

já reyndar, en við ætlum að fá okkur kannski 180-200 L búr seinna, og hafa þá stóru fiskana þar og litlu fiskana í 54 l búrinu.

En flestir fiskarnir eru mjög óhressir. Og hvítu flekkirnir eru ekkert að skána, ætti ég bara að fá lyf við þessu ?
Kv.Fanney
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvítu flekirnir eru sennilega bara hreisturleysi eins og animal segir. Saltið kemur í veg fyrir að fungus komi ef sár er þar sem hreisturflögurnar voru þannig lyf gerir ekkert gagn nema síður sé, þar sem flest lyf fara illa í fiskana.
fannsa
Posts: 39
Joined: 17 Jan 2008, 21:52

Hvítir flekkir !

Post by fannsa »

okey. Ætti þetta þá að lagast eftir nokkra daga ef það er búið að setja salt í ?

KvFanney
Post Reply