Þorskhrogn

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Þorskhrogn

Post by Bruni »

Soðin þorskhrogn eru að margra mati herramannsmatur, en eru líka fyrirtaksfæða fyrir fiska, bæði fullorðna og seyði. Nú er um að gera að koma við hjá fisksalanum, skella sér á nætursaltað og taka hrogn með og gefa hreistruðum vinum okkar smávegis. Hrognin er einnig hægt að frysta til seinni tíma brúkunar. Klikkar ekki. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frábært! Ég held einmitt að það sé afgangur í ísskápnum af hrognum sem kallinn var að éta í gær. Ég prófa að skella í á eftir.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég gaf hrogn í búrin áðan og var því tekið fagnandi.
Frontosuseiðin drógu kviðinn eftir botninum og minni Tanganyikasíklipurnar átu þetta líka vel.
Stóru fronturnar hins vegar sóðuð bara út svo ég gef þeim ekki meir af þessu.

Kílóverðið af hrognunum er svipað og 50 - 100 grömm af frosnu fóðri svo það er ekki spurning um að sjóða eina brók og frysta í litlum kubbum.
Post Reply