Hvað er sæmilegt magn af gúbbí í 85 lítra búr??

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Hvað er sæmilegt magn af gúbbí í 85 lítra búr??

Post by Rúsína »

Okei, ég er með 85 lítla búr og ætla að taka þetta með pró núna og setja búrið upp flott og sona, en upprunalega var ég að hugsa að fá mér bara 3 gúbbí, kall og 2 kellur, en þá fór ég að hugsa...verður það ekki frekar tómlegt? Mér vantar ábeningar um fjölda fiska, jafnvel aðra tegundir sem sóma sér vel við hlið gúbbía:)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú gætir bætt við 2 sverðdragapörum :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Færri fiskar þýða bara minna vesen og þá eru líka betri líkur á að seiðin fái að vera í friði.
Platy eða sverðdragarar ganga með þessu og ýmsir minni fiskar.

Ég mundi reyndar ekki ráðleggja neinum að vera með tvö sverðdragarapör, það er líklegt að stríð verði á milli karlanna, betra er að vera með bara einn kk eða þrjá eða fleiri til að dreyf álaginu.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það var ekki þannig hjá mér þessi 4 ár sem að ég var með sverðdraga :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Varstu með 2 pör í 4 ár ?
Ég hef séð þetta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar... sterkari kk leggur hinn í einelti.
Það má svo sem vel vera að einhverjum einstaklingum lyndi saman en tegundin er þekkt fyrir þetta.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ég seldi öll seiði :D
einnig var ég með gúbba í búrinu sem er 96 lítra :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

eg var að hugsa um að bæta í nokkrum Neon Tertum, þar sem þær eru svo fallega margar saman. Er það kannski ekkert sniðugt?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jú fínt með gúbbí :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

æði:D ég er svo spennt að klára að setja upp búrið og fá mér fallega gúbbí:D og tetrur!, set svo inn myndir þegar ég hef loks sett þetta allt upp:D
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

ifga.org

þar er allt um guppy
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Rúsína wrote:eg var að hugsa um að bæta í nokkrum Neon Tertum, þar sem þær eru svo fallega margar saman. Er það kannski ekkert sniðugt?
Já það er sko rosalega sniðugt ;) ,,, ég er sjálf með 15 neon tetrur með gúbbunum mínum og þeim kemur alveg rosalega vel saman :wink:
veit að að sé búið að segja þér þetta en langaði bara að segja þér :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
Post Reply