Ég er með Lótus.
Fékk hann frekar stóran og hann fór allur í klessu. Hann er að koma til núna og er með fullt af nýjum blöðum.
Það var til hellingur af honum í Dýraríkinu.
Það á að vera tiltölulega auðvelt að fá lótus til að blómstra í fiskabúrum. Ég hef heyrt að lótusinn blómstri ef maður klippir ekki blöðin sem fljóta á yfirborðinu. Plantan skyggir þá væntalega mjög mikið á aðrar plöntur.
Ég var með eina í 250 ltr búri og hún blómstraði reglulega
gerði ekkert fyrir hana var með eina fluor peru og setti aldrei neina næringu í búrið
það sem mér fannst verst var hversu stutt blómin lifa
ég á víst tvær Lotusplöntur mér að óvörum
fékk gefins nokkra "lauka" fyrir nokkru og er farið að vaxa upp úr tveimur þeirra. Þegar ég fór að skoða blöðin kannaðist ég nú heldur betur við þau.
Ég get ekki betur séð en að þetta séu blöð Lotus plöntunnar:
Var með Lótus 1nu sinni í 850 L og var með mó undir henni hún blóstraði non stop í 6-8 mán 1 knúbbur á yfirborði annar í miðjubúri og 1 að koma uppúr lauknum og blöðin voru 1nsog kökudiskar, algerlega geggjuð planta, en tekur mikið til sín
Þetta vex svo hratt, ég hef aldrei séð annað eins!
Eitt blaðið er komið upp við yfirborðið en hefur ekki náð að koma sér fyrir, líklega vegna of mikillar hreyfingar á vatninu.
Hún er farin að yfirgnæfa plöntuna við hliðiná og stærsta blaðið er álíka stórt og geisladiskur.
Ég segji nú bara hvað er í vatninu hjá þér ??
Vildi að plönturnar hjá mér gætu drullast til að vera svona glæsilegar.
Er greinilega ekki með græna fingur
ætli það séu ekki ljósin bara
verð að fá mér betri perur bara.
En ég ætla að sjá hvort hinn lotusinn dafni eitthvað í litla búrinu með ikea ljósið, efast um það en það væri gaman