búrið virðist vera tómt

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

búrið virðist vera tómt

Post by naggur »

núna í 2 daga er eins og búrið sé tómt en samt veit ég að það eru fiskar þarna. það er ekki liðin vika frá síðustu vatna skiptum og ekki er ég að gefa mikið fóður.

getur verið að ég þurfi að skola java mosan og eða að taka um 50% af vatninu aftur.

þegar ég kem við búrglerið þá er það frekar kalt svo það er spurning um að hækka hitann.

hvað skal gera?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Spurning um að fjölga fiskum :-)

Hvað er búrið stórt og hvað ertu með marga fiska? Liggja þeir einhversstaðar eða híma í hornum?
Ertu með hitamæli í búrinu?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

af hverju ættiru að skola javamosa eða gera vatnsskipti ef búrið virðist tómt? sé ekki samhengið þarna á milli.
Hvað meinaru með því að það virðist tómt ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ertu þá að meina að fiskarnir séu allir í felum?
Er það ekki bara hitinn sem að gerir það að þeir halda
sér niðri við og eru lítið á hreyfingu... Er hitarinn í lagi?
Hvert er hitastigið í búrinu?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þetta eru nú bara 75l. og íbúar eru 3 draugatetrur, pesrlugurami og fig 8. hitastigið er ca hland volgt eða kaldara
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

ok stofuhiti sumsé. Það mætti vera 2-3 gráðum heitara en þetta á að vera í lagi, ég skil bara ekki enn spurninguna þína; búrið tómt?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

sorry hvað þetta er ruglingslegt, en tetrurnar hanga við hitarann, pufferinn inn í kókoshnetunni og guraminn fyrir aftan rótina,

þannig að allt sundsvæðið er tómt og engin hreifing
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

bætti hitann upp um 3° eða úr 25° í 28°, káraði gróursetningu.
það eina sem er eftir er að taka umþað bil 25% af vatninu um helgina og vona það besta
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Kannski eru fiskarnir bara þunglyndir :?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

take 1 to know 1, er það líka sjálfur þess vegna fékk ég mér fiska
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er nú kannski ekkert óeðlileg hegðun hjá þessum fiskum nema hvað að tetrurnar ættu að vera meira á ferðinni.
Mér dettur í hug að það geti verið þörf á vatnsskiptum.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

eftir að ég hækkaði hitann þá komu tetrurnar í ljós, gutti er út um allt eins og hann á að vera og tyson er bara eins og hann er

vatna skipti á morgun það er 25% burt og hreinsa dæluna (ná henni upp í 700l/klst, er núna með um 250l/klst)
Post Reply