núna í 2 daga er eins og búrið sé tómt en samt veit ég að það eru fiskar þarna. það er ekki liðin vika frá síðustu vatna skiptum og ekki er ég að gefa mikið fóður.
getur verið að ég þurfi að skola java mosan og eða að taka um 50% af vatninu aftur.
þegar ég kem við búrglerið þá er það frekar kalt svo það er spurning um að hækka hitann.
af hverju ættiru að skola javamosa eða gera vatnsskipti ef búrið virðist tómt? sé ekki samhengið þarna á milli.
Hvað meinaru með því að það virðist tómt ?
Ertu þá að meina að fiskarnir séu allir í felum?
Er það ekki bara hitinn sem að gerir það að þeir halda
sér niðri við og eru lítið á hreyfingu... Er hitarinn í lagi?
Hvert er hitastigið í búrinu?
Þetta er nú kannski ekkert óeðlileg hegðun hjá þessum fiskum nema hvað að tetrurnar ættu að vera meira á ferðinni.
Mér dettur í hug að það geti verið þörf á vatnsskiptum.