Jæja
Black Belt eru frekar rólegar, bara eins og Veja síkliður eru. Þær eru með sitt pláss í búrinu og passa það og geta vel varið sig.
Ég er bara með þessa einu dælu en hún á að duga fyrir 1200 lítra búr og dælir 1700l. Það er svaka kraftur í henni og hún er með 2 inntök, þannig að hún tekur inn vatn báðum megin í búrinu. Það mælist ekkert ammonia eða nitrit en ég hef reyndar aldrei mælt nitrAt, en það getur ekki verið mikið því að þörungur sést ekki í búrinu, er reyndar með 7 stk Ancistrus og plegga sem halda honum niðri líka. Ég skipti um vatn vikulega (20 - 30%). Búrið er alltaf skínandi tært en það gæti verið að ég bæti seinna við minni backup dælu til að fá meiri mechanic hreinsun. Það er alveg yfirdrifið af biofilter í dælunni en það er smávegis af drasli fljótandi í vatninu og þá er fínt að fá aukafilter til að sía það út....t.d. keramikhringi eða bara svampa. Það er nú engin smá læti þegar matartími er.....ég meina 4 stk Óskar!!!!
Walking Catfish - Clarias batrachus
Ég er ekkert sérstaklega hræddur um að þessir catfiskar borði þessa minni. Ef þeir fá nóg að borða þá láta þeir þá í friði, annars eru síkliðurnar það stórar að þeir eiga ekkert við þær, en þeir gætu svo sem alveg komið Bótíunum upp í sig, en þeir hafa látið þær í friði hingað til. Þeir eru alveg ótrúlega gráðugir, borða ALLT. Maginn á þeim er alltaf útþaninn, mjög gott þegar þeir hreinsa upp eftir síkliðurnar. Þessir fiskar geta orðið um 40cm, þannig að þeir eiga eftir að stækka aðeins meira.
Það merkilegasta við þennan fisk er að hann getur "labbað" á landi eins og nafnið gefur til kynna. Hann á það til í náttúrunni að flytja sig á milli vatnasvæða ef honum líkar ekki vistin þar sem hann er. Þeir geta víst lifað umtalsvert lengi á landi þvi þeir hafa einhverskonar lungu til að anda með en þeir meiga hinsvegar ekki þorna, þá deyja þeir. Þeir borða líka eitthvað smávægilegt sem þeir finna á landi, svo sem skordýr eða lítil nagdýr, en þá þurfa þeir að vera orðnir illa haldnir því þeir lifa aðallega á fiski. í fiskabúrum geta þeir auðveldlega komist uppúr búrinu ef lokið er ekki nógu öruggt. Ég prófaði einusinni að setja annan fiskinn á gólfið, og viti menn hann kjagaði þvert yfir íbúðina á uggunum.....ótrúlegt að sjá.
