Discusar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Frændi minn var að tæma búrið sitt þannig að ég er með þá í pössun í óákveðinn tíma - vonandi sem lengst ;)

Helvíti fallegir, tóku smá mat hjá mér áðan þótt að þeir hafi eytt 2-3klst í fötu í dag... 8 feitir discusar í einni 10 lítra fötu... Þetta eru ekki alveg blúndurnar sem margur vill meina.


Er pínu að pæla núna hvort það sé algengt að þessi kvikindi stökkvi uppúr búrum? Yfirborðið í búrinu sem þeir eru í eins og er er 3-5cm frá brúninni og það er ekkert lok þannig að ég er að pæla hvort maður eigi eitthvað að stressa þig á því?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef ekki heyrt að þeir séu mikið í því að stökkva enda ekki lipurlega vaxnir.. en maður veit aldrei.
Getur þú ekki strengt plastfilmu (VitaWrap) yfir búrin til að vera viss?
Það væri hundfúlt að finna þá á gólfinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég var bara að pæla í þessu vegna þess að þeir voru svo andskoti hressir þegar ég veiddi þá uppúr búrinu sem þeir voru í fyrir... Bleyta all over the place :)

Enginn á gólfinu núna - redda mér einhverjum planka eða filmu ofaná búrið í dag.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Yfirleitt stökkva þeir nú ekki uppúr en ég hef upplifað það með seiði undan þeim ef þau verða ægilega stressuð.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fékk mér 2 nýja unglinga í gær:

Image


Svolítið hrifinn af þessum og tefe doppunum hans...
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Tignrlegir eru þeir.
Hvað ertu með marga núna?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Tignrlegir eru þeir.
Hvað ertu með marga núna?
Held að þeir séu 16 :)

10 litlir og 6 í stærri kantinum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

*smá öfund*

Ég var að tala við Tjörva í dag og hann talaði um að hann væri að fara að flytja inn lifandi fóður, það gæti verið spennandi að gefa það.
Ég er ekki alveg með á hreinu hvað það er(þ.e. hvaða tegundir), ég fylgist spennt með.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Líklega lifandi moskítólirfur allavega... Amk ef hann var að tala um fiskafóður.

Getur ekki verið að hann hafi verið að tala um eitthvað fyrir fugla líka, og þá er það væntanlega engisprettur, mjölormar og kribbur... kannski einhverjar flugur líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hann talaði nú ekkert um fuglafóður við mig enda veit hann að það er eins og að tala við vegg... ég þarf að kanna þetta betur áður en ég fer að ljúga einhverju.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Hann talaði nú ekkert um fuglafóður við mig enda veit hann að það er eins og að tala við vegg... ég þarf að kanna þetta betur áður en ég fer að ljúga einhverju.
Já, heyrðu í honum - ég er alveg til í að kaupa eitthvað svona gums. Veistu hvenær hann var að hugsa um að taka þetta inn?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er bara núna í mars, minnir að hann hafi talað um 2 vikur.
Ég hringi í hann eftir helgi og spyr.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá flottir unglingarnir :D
Ég öfunda þig í botn :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
flóki
Posts: 6
Joined: 11 Feb 2008, 15:06

Post by flóki »

Jæja, Keli myndir af hrigningunni. Eða minnsta kosti af parinu.
flóki
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já eins og flóki skúbbaði hérna, þá eru diskusarnir búnir að hrygna hjá mér...

Hörmulegar myndir þar sem ég vildi ekki vera að bögga parið of mikið, en læt þetta duga í bili.


Það sést þarna ógreinilega í hrognin ofaná þörungasköfunni...
Image


Verst að ég þarf að líklega aðeins að bögga parið þar sem að það eru 2stk aðrir discusar með þeim og ein lítil ankistra sem ég gæti vel trúað til að éta hrognin... Sé til hvort ég angri þau í kvöld eða hvað.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þægileg staðsetning. :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Þægileg staðsetning. :-)
Já, aðeins betra en í filternum á dælu :)

(Mínir discusar eru gáfaðri en þínir! ) :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha ha, mínir hafa bara ekki aðgang að svona segulsköfu þannig valið stóð um dæluna eða hitarann.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Er búrið svona skítugt hjá þér Keli :shock:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pípó wrote:Er búrið svona skítugt hjá þér Keli :shock:
Skítugt? Ekkert sérstaklega, smá brúnþörungur því ég hef ekki verið með neina þörungaætu þarna, en annars er þetta frekar hreint, og vatnsgæðin eru mjög góð, ammónía og nítrít 0 og nítrat undir 10.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ok við verðum þá bara að redda þörungaætum er það ekki :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pípó wrote:Ok við verðum þá bara að redda þörungaætum er það ekki :D
Jú, mig grunar það :)

Eina bara hvort það sé hægt að hætta á það með hrognunum, hvort ankistrur myndu ekki éta þau bara í skjóli nætur?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er með þessa stærð af ancistrum í búrinu hjá skölunum og þær létu hrognin vera hjá þeim svo ég held að það ætti að vera í lagi.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er bara mjög eðlinlegt að eldisbúr séu með þörung þar sem það er ekkert sniðugt að vera trufla parið með hreingerningar látum á skaðlausum þörung, hvað þá að vera bæta fiskum í búrið sem geta étið eggin frá parinu

Myndi bara láta parið vera eitt í búrinu, engin þörf á CUC (Clean Up Crew)

p.s. síðan á þörungur ekkert að vera myndast í eldisbúri nema of gjöf sé til staðar eða ljós beint yfir búrinu sem er engin þörf á, parið verður mun öruggara ef minni birta er í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jæja, fullt af hrognum eftir eftir nóttina. Þeir létu það greinilega ekkert á sig fá þótt ég fór að veiða hjá þeim í gærkvöldi og færði 2 aðra discusa sem voru með þeim, með tilheyrandi hamagangi og látum :)

Hrognin virðast vera frjó, þannig að ég bíð spenntur eftir hvernig þetta verður eftir 3 daga :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hvaða hitastig er á vatninu hjá discusunum Keli?
Þarf hitastigið að vera eitthvað lámark til að þeir fari að hrygna?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ólafur wrote:Hvaða hitastig er á vatninu hjá discusunum Keli?
Þarf hitastigið að vera eitthvað lámark til að þeir fari að hrygna?
Þeir eru í 26-27 gráðum hjá mér. Ég gaf þeim helling af blóðormum í fyrradag, og svo svona klst áður en þeir byrjuðu að hrygna þá gaf ég þeim slatta af blóðormum í viðbót.. Mig grunar að það hafi hjálpað til við að fá þá til að hrygna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já þetta er sama hitastig og ég er með hjá minum.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Snilld vonandi kemur helling af seiðum :). Hvað ertu með parið í stóru búri hjá þér ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Snilld vonandi kemur helling af seiðum :). Hvað ertu með parið í stóru búri hjá þér ?
Þau eru í 60-70 lítrum, en í stóru kerfi (400 lítra kerfi)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply