keypti mér 128 lítra akvastabil búr í dag og setti í það 20 fallega gúbbí karla..og einn dvergfrosk..ég ætla að bæta slatta af gúbbí í búrið og auk þess ætla ég líklega að fá mér 2 diskusa með og kannski tvo froska í viðbót
búrið er enn skýjað og það er ekki kominn bakgrunnur á það..set hann örugglega á búrið á morgun.
En ég vildi allavega sýna ykkur nokkrar myndir..
Glæsilegt hjá þér inga
keyptiru búrið líka hjá dýragarðinum
hitti ykkur Andra að kaupa gúbbía og skildi ekki neitt í neinu
Ég varð alveg stórt spurningarmerki í smá stund
Síkliðan wrote:Glæsilegt hjá þér inga
keyptiru búrið líka hjá dýragarðinum
hitti ykkur Andra að kaupa gúbbía og skildi ekki neitt í neinu
Ég varð alveg stórt spurningarmerki í smá stund
heheh hélstu að við værum að kaupa þá sem fóður? jamm verslaði þar...
mér datt nálarnar í hug í smá stund en ég hélt einhvernvegin að það mundi ekki gerast
Hefurðu engar áhyggjur að frokurinn eigi eftir að verða vandræðagemlingur innan um svona smáa fiska
Annars til hamingju með þetta
mixer wrote:þetta var ekki lengi gert... voruði ekki bara að spá í þessuá föstudaginn og svo voila!!! komið bara daginn eftir
ég er ekkert að slugsa við þetta neinei var búin að spá í þessu sossum lengi..alveg frá því að ég seldi hitt búrið mitt..Inga dömmí
Brynja wrote:Til hamingju með þetta Inga mín!
Ofsalega er þessi blái gúbbý geggjaður!..
Ertu með fjólubláan sand? finnst það svolítið girly og sætt... ef svo er.
takk
nauts ég er ekki með fjólubláann sand heheh þetta eru svartir litlir steinar...en ljósið er ekki nógu gott-ein rauð gróðurpera og svo fremri en frekar fjólublá...ætla að skipta henni út...
Ertu með fjólubláan sand? finnst það svolítið girly og sætt... ef svo er.
takk
nauts ég er ekki með fjólubláann sand heheh þetta eru svartir litlir steinar...en ljósið er ekki nógu gott-ein rauð gróðurpera og svo fremri en frekar fjólublá...ætla að skipta henni út...
Hehe ég sá fyrst líka fjólubláan sand en eftir að þú sagðir að þetta væri bara svartur sandur þá fór ég að rýna betur í myndina og sá að þetta væri svart En annars myndi svona fjólublár eins og maður sér út úr myndinni koma hrikalega vel út
En til hamingju með nýja búrið og hrikalega flottir gúbbýarnir hjá þér
heyrðu búrið gengur bara mjög vel! búin að setja bakgrunn á og setja fullt af gróðri í búrið! litli froskurinn dó strax...en í dag bættust við tveir nýjir dvergfroskar og ein flagtail suga í búrið!