325 ltr. búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kribbakerlingin mín er drusla. Sporðurinn á henni er tættur og hún er með bólgin augu og kjafturinn á henni er eitthvað þrútinn líka. Hún hefur átt í einhverjum skærum við 1 dickfeldi síðan ég Yellow lab fór úr búrinu og það er greinilega farið að ganga nærri henni. Ég hef ekkert sjúkrabúr stand by en spurning hvort sé betra að skella henni í svona fljótandi seyðabúr? Er með þannig stærri gerðina.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sjálfsagt er það betra en að láta ganga frá henni.
En hvað með að setja hana í 500 l búrið ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

En hvað með að setja hana í 500 l búrið
Það er ekki vitlaust að reyna.
Ég munda háfinn þegar ég kem úr vinnu í dag.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það var komið hellingz af brikkasEIðum þegar ég kom heim eftir helgarútlegðina, vissi ekki einu sinni að þeir væru búnir að hrygna. Ég mátti svo sem vita það því þeir voru búnir að grafa mikið. Byrjuðu á því um leið og Yellow Lab fóru úr búrinu.
Nú þarf ég bara að drífa mig í að taka niður jólatréð svo ég komist í að gera seiðabúr klárt, ætla að taka convict og brichardi seiðin.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Djöfull hrigna þessir afríkanar.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, eru þokkalega duglegir þessa dagana.
Ég myndi vilja að dickfeldi tæki fyrir mig smá skrens, hendi Viagra í búrið ef þeir fara ekki að koma til :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fékk 2 Calvus í dag :D
What a Happy Little Girl I AM !
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Fékk 2 Calvus í dag :D
What a Happy Little Girl I AM !
picture or it didn't happen
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir wrote:picture or it didn't happen
Ég er alveg hætt að skilja þessa myndavél, sennilega búin að fikta of mikið í henni. Eiginlega allar myndir sem ég tek er bara rusl, en hér kemur pons:
Image
Image
Image
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Minns er heima í dag og vonandi á morgun vegna veikinda svo ég ætla að reyna að nýta tímann og skipta um svolítið vatn.
Skafa þörung og ryksuga botninn...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það eru nú meiri veikindin, aldrei duglegri... :D
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Veik my ass!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hehhh, það er sem betur fer ekki ég sem er veik...a.m.k ekki meira veik en vanalega.. :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vatnsskiptum og þrifum í búrinu lokið.

Var að velta fyrir mér hvort væri til einhver græja til að setja framan á slönguna og sía loftið frá þegar rennur í búrið?
Eða skiptir það kannski engu máli? Finnst ég hafa lesið um eitthvað gas og allskonar lofttegundir sem geta komið þeð vatninu?????
Hefur einhver vit á þessu?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Stephan gaurinn er air-perrinn. Hann fræðir okkur um þetta. Ég var einmitt að hvetja hann til að gera þráð um loftpælingar almennt.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég bíð spennt eftir grein frá air-perranum! :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fékk nýja fiskabók í kvöld, South American Dwarf Cichlids.
Það liggur við að ég sé rennandi blaut eftir lesturinn, búin að slefa þvílíkt yfir myndunum. Miklu skemmtilegra að lesa þetta en matreiðslubækur!
Mikið svakalega er mikið til af þessum fallegu fiskum, ætli endi ekki með einu búri undir svona lagað..
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Myndir..... ég er alltaf að reyna að ná almennilegum myndum af Goldie en það gengur illa, náði 2 þolanlegum:
Image
Image
Örfá brichardi seiði:
Image
Convict Vargsson:
Image
Og hálfbróðir hans, Johannii Vargsson:
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sweet
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Búinn að finna stóran galla við allar þessar myndir...
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

Mig langar í fleiri fiskabúr :roll:

Hafði ekki hugmynd um að það væri til svona mikið af fallegum fiskum, enda átti maður hér í den ( 10 ára ) bara Gubby, Molly og Zebra Danio og vissi varla að til væru aðrar tegundir.
Svo sér maður öll þessi flottu búr hjá ykkur og fyllist *öfund* og langar að eiga allt saman líka :D

En maður kemst sjálfsagt yfir þetta svona í byrjun næsta árs þegar jólasveinninn verður búinn að gefa manni fullt af búrum og fiskum í skóginn ( sko ætla að nota vöðlurnar mína ! )
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

En maður kemst sjálfsagt yfir þetta svona í byrjun næsta árs þegar jólasveinninn verður búinn að gefa manni fullt af búrum og fiskum í skóginn


Jólasveinninn verður að vel örlátur. Maður er alltaf til í enn eitt búrið og fleiri fiska en það er bara eðlilegt.

PS. skóginn ? Er orðið svona gróðursælt þarna norðanmegin. :D
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Vargur wrote:
En maður kemst sjálfsagt yfir þetta svona í byrjun næsta árs þegar jólasveinninn verður búinn að gefa manni fullt af búrum og fiskum í skóginn


Jólasveinninn verður að vel örlátur. Maður er alltaf til í enn eitt búrið og fleiri fiska en það er bara eðlilegt.

PS. skóginn ? Er orðið svona gróðursælt þarna norðanmegin. :D
Jamm þetta er einn af mörgum innsláttarvönum hjá mér, skrifa líka alltaf gólf þegar ég meina íþróttina golf, flestum kylfusveinum og boltalemjurum til mikillar gremju.
Ætti að taka upp málfar prinsessunar á heimilinu sem segir skonna - ekkert pláss þarna fyrir g :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessi gaur er í búrinu og Ási Goði ömmustrákurinn minn skírði hann Supermann. Var með annan eins sem hét Hákarl en hann drapst.
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fékk fína kribbakerlingu í dag í fiskabur.is þar sem hin druslan var að dauða komin og endaði líf sitt í klósettinu.
Sá áðan að Convict er búin að hrygna. Þetta er sama par og hrygndi um daginn en nú hafa þau valið sér nýtt horn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Finn ekki kribbakerlinguna, hef ekki séð hana síðan á laugardagskvöld, grunar að einhver perrinn hafi ná henni :?

Það er eitthvað líf í mölinni þar sem convict hrygndi, verst að tilvonandi seyðabúr er upptekið. Það er fullt af brikkaseyðum eftir, þetta gengur betur nú en seinast.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Veivei! sá kribbakerlinguna áðan en það hefur eitthvað minnkað á henni sporðurinn. Einhver hefur náð að narta í hana :?
Held að convict seiðin séu farin til Hawaii og ég sé þau aldrei aftur. Það á örugglega eftir að koma meira af hrognum þaðan, ég missi ekki svefn af áhyggjum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Bara að minna sjálfa mig á að ég þarf að skipta um vatn! Og skafa glerið, það kemur alltaf aðeins af þörung.

Kíkti aðeins í Dýragarðinn í gær og sá þar fiska sem ég ætla að fá mér fljótlega.
Svo kíkti ég í fiskabur.is í dag og þar sá ég líka eitthvað sem mig langaði í en fékk ekki. Ég fer að opna budduna bráðum :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

það verður spennandi að sjá.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Hvaða fiska ertu að spá í þar?

Síðan bíður eitt stykki Frontosa eftir þér hjá mér

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er aldeilis ekki búin að gleyma þessari frontosu, er að innrétta búrið núna og hleypi vatni á á morgun.
Í Dýragarðinum ætla ég að fá mér einhverja fiðrildafiska, ferlega flottir.
Í fiskabur.is ætla ég svo að fá mér fleiri frontosur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply