Skalaseiði
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Skalaseiði
Ég er gapandi
Haldið þið ekki að skalarnir séu búnir að hrygna!!!
Ég er svo yfir mig hissa, því annar þeirra er bara frekar lítill! Keypti hann í nóvember minnir mig - þá bara pínulítill. Búkurinn er ekki mikið stærri en tíkall. Hinn er mun stærri.
Jahérna. Hvernig veit ég hvort hrognin séu frjó? Hvernig veit ég hvor er hængurinn og hrygnan?
Borgar sig að taka seiðin frá þegar þau verða frísyndandi (ef þau komast svo langt) ?
Myndir (ómissandi):
Haldið þið ekki að skalarnir séu búnir að hrygna!!!
Ég er svo yfir mig hissa, því annar þeirra er bara frekar lítill! Keypti hann í nóvember minnir mig - þá bara pínulítill. Búkurinn er ekki mikið stærri en tíkall. Hinn er mun stærri.
Jahérna. Hvernig veit ég hvort hrognin séu frjó? Hvernig veit ég hvor er hængurinn og hrygnan?
Borgar sig að taka seiðin frá þegar þau verða frísyndandi (ef þau komast svo langt) ?
Myndir (ómissandi):
Last edited by Anna on 02 Mar 2008, 14:22, edited 1 time in total.
Hjá mér misfórst þetta í fyrsta skiptið,ég held þau hafi étið hrognin,í annað skiptið þá leið svona sirka vika þá voru komin sindandi seiði sem voru í nokkra daga og allt í fína,en einn daginn voru þau horfin,foreldrarnir hljóta að hafa étið þau því skalarnir eru í sér búri,ég ætla að prófa að taka seiðin frá næst og sjá hvað gerist,annars var ég búinn að heyra að þetta gæti gengið erfilega í fyrstu skiptin hjá þessum fiskum en vonandi verður þetta í lagi hjá þér.
Já skalarnir þínir eru rosalega flottir! Ca 3x stærri en mínir.
Annars var ég að spá í að setja þau í sér búr með loftdælu og hitara til að byrja með, ef þau ná að verða frísyndandi.
Annað - það hangir svona tota niður úr stærri fiskinum - ætli það sé þá hrygnan? Sá fiskur er að snuddast endalaust utaní hrognunum á meðan hinn horfir átekta á. Kannski eru þetta 2 hrygnur?
Annars var ég að spá í að setja þau í sér búr með loftdælu og hitara til að byrja með, ef þau ná að verða frísyndandi.
Annað - það hangir svona tota niður úr stærri fiskinum - ætli það sé þá hrygnan? Sá fiskur er að snuddast endalaust utaní hrognunum á meðan hinn horfir átekta á. Kannski eru þetta 2 hrygnur?
Best er að sjá kynin bara á því hvor leggur hrognin... Það er mjög algengt að þetta misfarist í fyrstu 1-3 skiptin, en það líður ekki langt á milli hrygninga þannig að ekki örvænta.
Ef þú vilt koma sem flestum á legg, þá þarftu líklega að taka foreldrana frá, og ef þau éta alltaf á endanum (sem þeir gera stundum), þá þarftu að taka seiðin alveg frá þeim.
Ef þú vilt koma sem flestum á legg, þá þarftu líklega að taka foreldrana frá, og ef þau éta alltaf á endanum (sem þeir gera stundum), þá þarftu að taka seiðin alveg frá þeim.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Jæja - það var heilmikil spenna þegar við komum heim úr vinnu/skóla í dag.
Hrognunum hafði fækkað talsvert, en samt hellingur eftir. Ég datt inná alveg frábæra síðu http://www.angelfish.net þar sem allt um skala og hrygningar er krufið til mergjar.
Ég ákvað að taka ca 80% af hrognunum (stóri hrognaklasinn) og setja í sér búr (á blaðinu á plöntunni).
Uppsetningin er þannig að vatnið er úr búrinu. Það er steinn í botninum til að fergja annan endann á blaðinu. Það stendur svo lóðrétt upp og það er loftsteinn við endann á því þannig að loftbólurnar leika um hrognin. Það er hitari sem er stilltur á 25°C - en hann hitar alltaf talsvert meira þannig að ég áætla að vatnið sé ca 28-29°C (verð að kaupa nýjan hitamæli )
Nú, á meðan ég kom þessu upp þá tók hrygnan sig til og át hin 20% af hrognunum!!! Mett dama þar á ferð. Núna syndir parið út um allt búr í miklu uppnámi og leitar útum allt. Hugsa samt að þau viti ekki að hverju þau leita, hún ætti nú að skoða sinn innri mann þessi hrygna sko!
Býst við að hrognin klekist eftir ca 4-5 daga og það gæti tekið um 2 daga.
Leyfi ykkur að fylgjast með.
Hrognunum hafði fækkað talsvert, en samt hellingur eftir. Ég datt inná alveg frábæra síðu http://www.angelfish.net þar sem allt um skala og hrygningar er krufið til mergjar.
Ég ákvað að taka ca 80% af hrognunum (stóri hrognaklasinn) og setja í sér búr (á blaðinu á plöntunni).
Uppsetningin er þannig að vatnið er úr búrinu. Það er steinn í botninum til að fergja annan endann á blaðinu. Það stendur svo lóðrétt upp og það er loftsteinn við endann á því þannig að loftbólurnar leika um hrognin. Það er hitari sem er stilltur á 25°C - en hann hitar alltaf talsvert meira þannig að ég áætla að vatnið sé ca 28-29°C (verð að kaupa nýjan hitamæli )
Nú, á meðan ég kom þessu upp þá tók hrygnan sig til og át hin 20% af hrognunum!!! Mett dama þar á ferð. Núna syndir parið út um allt búr í miklu uppnámi og leitar útum allt. Hugsa samt að þau viti ekki að hverju þau leita, hún ætti nú að skoða sinn innri mann þessi hrygna sko!
Býst við að hrognin klekist eftir ca 4-5 daga og það gæti tekið um 2 daga.
Leyfi ykkur að fylgjast með.
Já, ég ætlaði að grípa annað hvort methylene blue eða vetnisperoxíð í vinnunni í dag til að setja í vatnið en gleymdi því - þannig að ég setti smá salt í staðinn.
Veit nú samt ekki hvort það sé gott - ??
Ég nenni nú varla þessu methylene blue dæmi, vetnisperoxíðið er mun notendavænna. Svo er náttúrulega hægt að versla sér sveppalyf. Kannski maður gerir það bara.
Veit nú samt ekki hvort það sé gott - ??
Ég nenni nú varla þessu methylene blue dæmi, vetnisperoxíðið er mun notendavænna. Svo er náttúrulega hægt að versla sér sveppalyf. Kannski maður gerir það bara.
Jæja, núna eru liðnir ca 36 klst frá hrygningu. Það hafa orðið ansi mikil afföll, eins og ég bjóst við, enda held ég að hængurinn sé varla kynþroska ennþá, þannig að líklega eru öll hrognin ófrjó.
Nema hvað, í gærkvöldi voru nokkur orðin hvít og ég plokkaði þau í burtu og blótaði sjálfri mér að hafa gleymt peroxíðinu í vinnunni.
Í morgun var ég að flýta mér og sá að enn fleiri voru hvít, ca 20 stk.
Nú þegar ég kom heim áðan, þá voru ca 90% eggjanna orðin hvít, og sum byrjuð með svepp. Þannig að ég skóf varlega í burtu í kringum glæru eggin og hívertaði jukkuinu í burtu, og setti svo peroxíð útí. Vona að það hjálpi eitthvað á þessu stigi. það eru ekki nema ca 20 hrogn eftir. Flest þeirra eru skýjuð, en ca 5 þeirra eru ennþá alveg tær. Veit ekki hvort það bendir til einhvers, kannski er kominn fungus í þau líka eða þau eru bara ófrjó.
Mér skilst að það taki ca 2 sólarhringa fyrir hrognin að byrja að "iða" - þá losnar maður við fungusvandamálið.
En ég er reynslunni ríkari og hlakka bara til að þau hrygni aftur!! Núna er ég alveg heilluð af skölunum og langar bara að fylla búrið af þeim Eða fylla bara annað búr af þeim...
Nema hvað, í gærkvöldi voru nokkur orðin hvít og ég plokkaði þau í burtu og blótaði sjálfri mér að hafa gleymt peroxíðinu í vinnunni.
Í morgun var ég að flýta mér og sá að enn fleiri voru hvít, ca 20 stk.
Nú þegar ég kom heim áðan, þá voru ca 90% eggjanna orðin hvít, og sum byrjuð með svepp. Þannig að ég skóf varlega í burtu í kringum glæru eggin og hívertaði jukkuinu í burtu, og setti svo peroxíð útí. Vona að það hjálpi eitthvað á þessu stigi. það eru ekki nema ca 20 hrogn eftir. Flest þeirra eru skýjuð, en ca 5 þeirra eru ennþá alveg tær. Veit ekki hvort það bendir til einhvers, kannski er kominn fungus í þau líka eða þau eru bara ófrjó.
Mér skilst að það taki ca 2 sólarhringa fyrir hrognin að byrja að "iða" - þá losnar maður við fungusvandamálið.
En ég er reynslunni ríkari og hlakka bara til að þau hrygni aftur!! Núna er ég alveg heilluð af skölunum og langar bara að fylla búrið af þeim Eða fylla bara annað búr af þeim...
Jæja, í gærkvöldi sá ég að nokkur hrogn voru farin að "iða" á plöntunni, ca 4 stk - nennti ekki að gera neitt við þau.
Í morgun ákvað ég að taka þessi 4 sem voru bara 2 eftir í krukku og hreinsa allt jukkið í burtu úr búrinu (fullt af ófrjóum eggjum) og þegar ég byrjaði á því þá sá ég að það voru fullt af iðandi hrognum á botninum! Sum voru föst við ófrjó hrogn, og enn önnur föst saman.
Þannig að ofurvarlega skildi ég allt í sundur, hreinsaði allt dautt í burtu, skolaði búrið og allt dótið uppúr klór og skolaði og skolaði á eftir. Setti svo 33 iðandi hrogn ofaní 28°c heitt vatn með loftsteini ofarlega í 18 l búrinu.
Sjáum hvað gerist...
Í morgun ákvað ég að taka þessi 4 sem voru bara 2 eftir í krukku og hreinsa allt jukkið í burtu úr búrinu (fullt af ófrjóum eggjum) og þegar ég byrjaði á því þá sá ég að það voru fullt af iðandi hrognum á botninum! Sum voru föst við ófrjó hrogn, og enn önnur föst saman.
Þannig að ofurvarlega skildi ég allt í sundur, hreinsaði allt dautt í burtu, skolaði búrið og allt dótið uppúr klór og skolaði og skolaði á eftir. Setti svo 33 iðandi hrogn ofaní 28°c heitt vatn með loftsteini ofarlega í 18 l búrinu.
Sjáum hvað gerist...
Er virkilega fólk ennþá að dauðhreinsa hluti á landinu ?Anna wrote:Þannig að ofurvarlega skildi ég allt í sundur, hreinsaði allt dautt í burtu, skolaði búrið og allt dótið uppúr klór og skolaði og skolaði á eftir. Setti svo 33 iðandi hrogn ofaní 28°c heitt vatn með loftsteini ofarlega í 18 l búrinu.
Sjáum hvað gerist...
ég bara spyr?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
skooo... ég var að skola búrið, klórinn stóð á borðinu (var nýbúin að nota hann á föt) og ég fékk þessa snilldarhugmynd... þar sem það var fungus á sumum ófrjóu hrognanna. Ályktaði sem svo að það skaðaði ekki, en var nú sosum ekki viss um hvaða gagn það gerði umfram heitt vatn. Þannig að ég skellti smá slurp útí í einni skoluninni.Gudmundur wrote:Er virkilega fólk ennþá að dauðhreinsa hluti á landinu ?Anna wrote:Þannig að ofurvarlega skildi ég allt í sundur, hreinsaði allt dautt í burtu, skolaði búrið og allt dótið uppúr klór og skolaði og skolaði á eftir. Setti svo 33 iðandi hrogn ofaní 28°c heitt vatn með loftsteini ofarlega í 18 l búrinu.
Sjáum hvað gerist...
ég bara spyr?
Og nei, ég dauðhreinsa ekki hluti - ef ég vildi gera það mundi ég sennilega stinga því inní autoklava. Verst að þetta er úr plasti og mundi líklega ekki þola það.
klór er algjör óþarfi til að losna við smá fungus... allskonar sveppir sem eru loftbornir og eru komnir í búrið 10mín eftir að þú ert búin að skola það uppúr klór
Bara halda vatnsgæðunum góður og þá nær þetta ekki bólfestu í eggjunum.
Bara halda vatnsgæðunum góður og þá nær þetta ekki bólfestu í eggjunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Hvernig á að halda seiðum á lífi?
Sl daga hefur alltaf eitt drepist á dag. Í gær drápust 2. Í dag er ég búin að fiska 2 dauð uppúr og mér sýnist nokkur önnur vera í andaslitrunum, synda út á hlið, hanga á hvolfi og eru máttlaus. Svo eru hin sem eru bara eldfjörug og þjóta útum allt. Á sumum sér maður byrja að móta fyrir bakugganum, svona dökkur hnúður. En það er bara á þeim sprækustu.
Ég gef þeim ca 2-3 á dag baby brine shrimp, og þau éta vel, amk sér maður þaninn maga og þau skíta.
Nokkru eftir fóðurgjöf reyni ég að taka sem mest af afgangsmat úr búrinu og set nýtt vatn í, skipti s.s. um ca 1/3 af vatninu nokkru eftir fóðurgjöf.
Er ég kannski að skipta um of mikið af vatni?
Sl daga hefur alltaf eitt drepist á dag. Í gær drápust 2. Í dag er ég búin að fiska 2 dauð uppúr og mér sýnist nokkur önnur vera í andaslitrunum, synda út á hlið, hanga á hvolfi og eru máttlaus. Svo eru hin sem eru bara eldfjörug og þjóta útum allt. Á sumum sér maður byrja að móta fyrir bakugganum, svona dökkur hnúður. En það er bara á þeim sprækustu.
Ég gef þeim ca 2-3 á dag baby brine shrimp, og þau éta vel, amk sér maður þaninn maga og þau skíta.
Nokkru eftir fóðurgjöf reyni ég að taka sem mest af afgangsmat úr búrinu og set nýtt vatn í, skipti s.s. um ca 1/3 af vatninu nokkru eftir fóðurgjöf.
Er ég kannski að skipta um of mikið af vatni?
Þetta hljómar allt saman mjög vel, ég veit ekki af hverju þeir ættu að vera að drepast hjá þér... Einhver afföll eru svosem alltaf eðlileg, en þetta hljómar eins og aðeins of mikið. Hvað er þetta í stóru búri?Anna wrote:Hvernig á að halda seiðum á lífi?
Sl daga hefur alltaf eitt drepist á dag. Í gær drápust 2. Í dag er ég búin að fiska 2 dauð uppúr og mér sýnist nokkur önnur vera í andaslitrunum, synda út á hlið, hanga á hvolfi og eru máttlaus. Svo eru hin sem eru bara eldfjörug og þjóta útum allt. Á sumum sér maður byrja að móta fyrir bakugganum, svona dökkur hnúður. En það er bara á þeim sprækustu.
Ég gef þeim ca 2-3 á dag baby brine shrimp, og þau éta vel, amk sér maður þaninn maga og þau skíta.
Nokkru eftir fóðurgjöf reyni ég að taka sem mest af afgangsmat úr búrinu og set nýtt vatn í, skipti s.s. um ca 1/3 af vatninu nokkru eftir fóðurgjöf.
Er ég kannski að skipta um of mikið af vatni?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Búrið er ekki nema 18 L - en það eru ekki nema ca 20 seiði eftir. Ég er náttúrulega x-tra dugleg að skipta um vatn þar sem það er svona lítið.
Þau haf stækkað alveg helling, kannski ekki alveg helming, enda eru bara 4 dagar síðan þau urðu frísyndandi.
Þori ekki að setja þau í 60 l búrið þar sem það er möl og gróður í því - held að þau mundu bara týnast þar.
Það er dæla (kraftlítil) og hitari í búrinu.
Já, kannski er þetta bara eðlilegt, mér finnst eins og þessi seiði sem eru að drepast séu minni en hin sem eru kraftmeiri, kannski éta þau ekki eða eitthvað.
Þau haf stækkað alveg helling, kannski ekki alveg helming, enda eru bara 4 dagar síðan þau urðu frísyndandi.
Þori ekki að setja þau í 60 l búrið þar sem það er möl og gróður í því - held að þau mundu bara týnast þar.
Það er dæla (kraftlítil) og hitari í búrinu.
Já, kannski er þetta bara eðlilegt, mér finnst eins og þessi seiði sem eru að drepast séu minni en hin sem eru kraftmeiri, kannski éta þau ekki eða eitthvað.
Í dag eru 14 dagar frá hrygningu. Það eru afar fá seiði eftir, ég er óvart búin að drepa ca 10, og svo hafa bara verið talsverð afföll. ég er farin að hallast að því að ég hafi offóðrað. Það eru ca 6 seiði eftir. Þau sem voru stærst og sprækust voru dauð í morgun, og mér sýndist að kviðurinn hafi hreinlega rifnað á þeim - ofát!
En viti menn. Það er önnur hrygning í gangi as we speak. Nú eru góð ráð dýr.
Ég verð að heiman um páskana. S.s. enginn að fóðra seiði 2-3 á dag með tilheyrandi vatnsskiptum. Þetta er ekki heppilegur tími. Ég næði s.s. að klekja seiðunum og líklega halda lífi í þeim í viku en svo bara bæ bæ.
Ég er að hugsa um að leyfa foreldrunum að spreyta sig núna, ætla að eltast við kribbaseiðin og setja þau í búrið sem ég setti upp um daginn. Legg nú ekki í að setja kerluna líka þangað, hún lúskrar svo á seiðunum. Ætli hún verði til vandræða fyrir skalan?
Nú, svo eru náttúrulega slatti af ancistrum í búrinu... ég get hreinlega ekki farið að eltast við þær. Þá mundu skalarnir fríka út.
En viti menn. Það er önnur hrygning í gangi as we speak. Nú eru góð ráð dýr.
Ég verð að heiman um páskana. S.s. enginn að fóðra seiði 2-3 á dag með tilheyrandi vatnsskiptum. Þetta er ekki heppilegur tími. Ég næði s.s. að klekja seiðunum og líklega halda lífi í þeim í viku en svo bara bæ bæ.
Ég er að hugsa um að leyfa foreldrunum að spreyta sig núna, ætla að eltast við kribbaseiðin og setja þau í búrið sem ég setti upp um daginn. Legg nú ekki í að setja kerluna líka þangað, hún lúskrar svo á seiðunum. Ætli hún verði til vandræða fyrir skalan?
Nú, svo eru náttúrulega slatti af ancistrum í búrinu... ég get hreinlega ekki farið að eltast við þær. Þá mundu skalarnir fríka út.
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Jámm, ég er búin að syrgja hann í uþb 6 vikur - keypti svo nýjan kall í dag. Þvílík hamingja hjá kerlunni. Þau tóku ægilega spretti til að byrja með en eru svo búin að halda sig í sitthvoru horninu. Tók síðan rækilega til í burinu, tók tam allan java mosann upp og kuðungaskrattann líka og þá birtist hann.jeg wrote:Jæja þá erum við á sama stað.
Báðar búnar að missa Hr. Kribba.
Þetta er alltaf jafn fúllt.
Nýji karlinn er nú samt ekki eins flottur og sá gamli, enda erfitt að standast samanburðinn