Skalapör ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Skalapör ?

Post by Gaby »

Í gær komst ég að því að ég er með 2 skalapör í 250 lítra búri, munduð þið segja að 2 pör í 250 lítra búri sé of mikið, eða ekki sniðugt eða eitthvað svoleiðis? :)
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það ætti að vera í góðu lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Eru hrygningar í gangi Gaby? :D Ætlar þú að leyfa foreldrunum að spreyta sig?
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

já það er allt í gangi, en því miður er þetta nýja par ekki eins umhyggjusamt þannig að þau átu þau eigilega bara um leið. :? en ég sé það á hinu parinu sem hryngdu hjá mér í janúar, er að fara að hrygna fljótlega. Enda er kellan og kallinn farin að hreinsa staðinn þar sem þau hryngdu seinast. :D

Læt ykkur vita þegar þar að kemur :)
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Spennandi! Þú leyfir okkur að fylgjast með :) Ég er með 4 skalaseyði úr fyrstu hrygningunni, mér tókst að drepa hin 29 :shock:

Þau eru nú óttalega lítil og brothætt ennþá - get ekki beðið eftir því að þau verði nógu stór að fara í aðeins stærra búr án þess að verða étin :hákarl: Ef þau lifa svo lengi. Það er komin vika síðan ég byrjaði að fóðra þau.

Hvað tókst þér að halda lífinu lengi í þínum síðast?
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

ekki neitt mikið, rétt rúma viku :? :shock:
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Gaby wrote:ekki neitt mikið, rétt rúma viku :? :shock:
Vika frá hrygningu eða vika frá því að þau urðu frísyndandi?

Það eru s.s. 15 dagar síðan mitt par hryngdi
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

bara frá því að þau hryngdu :? gerði smá vitleysu með því að færa seiðin í annað búr, og er algjörlega búin að læra af reynslunni, ég ætla aldrei að gera það aftur :)
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

jæja, nákvæmlega á þessari mínútu er hitt skalaparið mitt að hrygna, en greinilega eru þau ekki í eins miklu hrygningarstuði og seinast og eru byrjuð bara að halda gríðalega stóra kavíarveislu. :?
sérstaklega pabbinn en mamman getur eigilega ekkert gert, nema reka hann í burtu í smá stund en svo kemur hann aftur og heldur áfram.
en í rauninni er ég ekki í stuði til að gera e-h í þessu, enda er þetta í 2 skiptið sem þau hrygna og kunna þetta ekki ennþá, þannig ég býð bara þangað til næst og vonandi gengur það betur :)

vildi bara láta ykkur vita :)
Gabríela María Reginsdóttir
Post Reply