Búrið hennar Rós / jíbbí jeij, loksins

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Smá spurning, og kannski getur enginn svarað.

En mér skilst að eplasníglunum finnist nú rosa gott að vera í þara, eða þetta græna ógeð sem bara er ekki til í mínu búri(útlitslega er ég fegin hehe)

Ekki vitiði hvernig er hægt að fá þannig handa sníglunum, og setja þá það í eitthverja krukku og sníglarnir fá að vera þar í nokkra daga? skilst að dýrabúðir skella sníglunum í þannig búr svona til að leyfa þeim að nærast og stækka.

Kannski er bara enginn sjéns á því svo sem.

Finnst bara svo leiðinlegt hvað sníglarnir mínir eru bara hættir að nenna að hreyfa sig. Þeir eru í húsi sínu, rétt kíkja út og svo aftur inn.
Þessi stóri guli er nú duglegri heldur en litli brúni.
Vínkona mín sagði mér í gær að bíða þar til þeir byrja að fljóta, taka þá upp úr og kroppa aðeins í þá og setja aftur ofan í, þá færu þeir aftur í gang...er eitthvað vit í þessu?
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Þú verður náttúrulega að gefa þeim eitthvað að borða ef búrið þitt er mjög hreint. Gúrka er t.d. fín, svo getur þú líka fengið botntöflur.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Ég gef þeim botntöflur og þeir fá einstöku sinnum gúrkur.

Og það eru ca 4 dagar síðan seinast. Fór með botntöflurnar í leikskólann svo að ryksugurnar þar fái að borða, hef meiri áhyggjur að þau fá ekki að borða frekar en dýrin í búrinu hérna heima, því ég sé alveg mat detta á botninn og enginn étur það nema ryksugur.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Jæja, mín var svo tilbúin að senda hingað mynd af Dórubúrinu, svona mynd af búrinu, svo litla hendi gefa mat, og litla hendi að skipta um vatn(aldrei samt sem áður mynd af barninu sjálfu, það er stranglega bannað)
Jæja svo kem ég í vinnuna og deildarstjórinn minn bara hálfhoppar út. Og ég bara ok hæhæ, og hún segir "nokkur seiði eru dáin..ekki öll!!! en nokkur"

Ég var veik í gær þannig að ég komst ekki í vinnuna en var búin að útskýra fyrir deildarstjóranum hvernig ég færi að.

Ok hugsaði ég..kannski 5..10...mestalagi kannski 15 seiði dauð.

Ég labba inn og stelpurnar eru alveg í panicki og þora varla að horfa á mig og börnin garga "þau eru dauð þau eru dauð" og ég bara "jájá svona gerist, þetta er allt í lagi" og brosi bara, svo lýt ég í búrið......



jahá..hvað kom nú fyrir??? ég átti 5 gúbbý seiði, þau eru öll á lífi..svo átti ég 66 sverðdragaseiði...sá aðeins tvö...
Ég spyr hvað kom fyrir og þau segjast hafa bara gefið þeim að éta og ekkert annað. Og ég spyr hvernig þá? meina ég set bara vísifingur í matinn(svona seiðismat, duft) og set í hendi barnsins og þau setja ofan í. Svo tek ég botnfiskamatinn og brýt eitt í sundur og set ofan í.

"oooooóóóó...er þetta botnfiskamatur..hélt þetta væri nammi og gaf bara fullt"

Ég kíkti ofan í og sá 3 stykki..fannst það nú ekkert voðalegt, ég set alltaf 3 stykki fyrir helgi svona svo það sé matur yfir helgina.

Jæja ég byrjaði að þrífa búrið, finn fleiri og fleiri dauða fiska og mest allt myglað og ógeðslegt, svo fann ég um 10 stykki af botnfiskamatnum...spurning hvort það voru fleiri..ekki hugmynd.En maginn hjá öllum seiðunum voru sprunginn sem var bara ógeðslegt.

Endaði með því að ég setti bara seiðin og ryksugurnar í krukku og tæmdi bara allt búrið og setti í heitt vatn, því allur botninn var bara myglaður.
Svo setjumst við niður sjálf til að borða og meðan það er, þá deyja seinustu sverðdragarnir.

Samt alveg brá mér þegar ég var að setja ancistrurnar í krukkuna..setti eina í og fann ekki hina...í þessu litla búri. tók þá allt upp úr en fann hana ekki...what???

Neinei þá hafði hún verið alveg föst við hitarann og lá í lokinu þar sem ég setti hitarann...vá hvað mér brá hehe

En já, seiðin eru hérna heima hjá mér yfir helgina meðan ég leyfi búrinu að hringsólast.

Tek myndir eftir helgi....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Enn eitt dæmið um að það er betra að sleppa því að gefa heldur en að láta einhvern óvanan gera það. Allir fiskar þola vel svelti í einn dag og reyndar mun meira en það.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Jájá, ég sleppi að gefa mínum fiskum í einn dag eða tvö, og skilst að sé jafnvel hægt í viku.
Og líka þegar ég geri það þá einfaldlega fara þeir í leit af mat. Voila!! komin með nokkur stykki af ryksugum í stað 2 :lol: Alveg þrífa búrið vel.


Ég er bara svo óendanlega svekkt að hálfa væri nóg!!

Enda skrifaði ég á miða sem er hjá búrinu svona just in case!
Alveg nákvæmlega hvað á að gera ef ég er veik!
ætti kannski bara að segja þeim að sleppa að gefa þeim að borða! Er svooo svekkt!!

En eins og mamma spurði "eru þetta eitthverjir hálfvitar!!"
Því í alvörunni..hverjum dettur þetta í hug??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rós wrote: En eins og mamma spurði "eru þetta eitthverjir hálfvitar!!"
Því í alvörunni..hverjum dettur þetta í hug??
Eimmitt það sem mig langaði að skrifa, hvaða rugludallur gefur haug af mat af því hann heldur að það sé nammi ? :roll:
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

pff segðu það sem þú vilt.

Eina sem ég gat hlegið yfir var hvað þær voru að skíta í sig af hræðslu þegar ég kom í vinnuna, en auðvitað fer ég ekkert að sýna eitthvern þvílíkan pirring fyrir framan börnin.

En innan við mér var ég öskrandi og gargandi.

Því ég meina, ekki gefuru hundi eða ketti að éta stanslaust bara út af því þú getur það.
Og ekki borðaru sjálfur endalausan mat bara af því að það er til matur.

Hefur enginn séð "the meaning of life" ?? Gaurinn bara sprak og það nkl það sama gerðist hjá sverðdrögunum.

Og ein af ástæðunum fyrir að ég er svekkt er það að sverðdragakarlinn vill ekkert með kerlurnar að gera, reyndar í gær sýndi hann eitthver áhuga þannig að kannski er þetta að koma. Og líka hversu margir voru og hvað þau stækkuðu hratt!

OH ég get svo svarið það... held ég þurfi aðeins að fara að anda hérna!!
Bara trúi ekki svona heimsku!!

Einn dagur...ég var í burtu í EINN dag!!!
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Jeij og jeij.

Sverðdragakarlinn er farinn að líta á hinar kerlurnar. Loksins :-)
Post Reply