Ég fór útí búð um daginn og keypti 3 sverðdraga, 2 konur og 1 kall. Svo þegar þeir voru búnir að vera í búrinu í ca. viku sé ég að það er byrjað að vaxa sverð á aðra "kellinguna".
Er það þá ekki rétt hjá mér að kellan var í rauninni karl en fékk ekki sverð þrátt fyrir að vera orðin mjög stór?
Ásta wrote:Á ekki að sjást í "pinnann" þó sverðið sjáist ekki?
jú, besefinn sést frá unga aldri Það getur þó verið erfitt að koma auga á hann stundum, liggur oft vel með líkamanum. Man aldrei hvað þetta heitir á íslensku, en á ensku er það gonopodium.