Köfunarmyndir frá Tanganyika og Malawi

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Köfunarmyndir frá Tanganyika og Malawi

Post by Premium »

Þar sem ég er þessa dagana að breyta búrinu mínu úr S-Amerísku í Tanganyika eyði ég þessa dagana dágóðum tíma í "rannsóknarvinnu" á netinu. Eitt af því sem mig langaði að sjá var alvörumyndir frá Tanganyika og þá rakst ég á þessi mögnuðu myndaalbúm frá Tanganyika, Malawi ásamt fleiru og fann mig knúinn til að deila með mér ef ske kynni að fleiri hefðu gaman af að skoða.

Google er svo sannarlega vinur manns.

Ég vil líka bæta því við að á torrent síðunni Mininova fann ég þessa eflaust fróðlegu mynd frá National Geographic um Tanganyika vatn. Ég er að sækja hana akkúrat núna og mun deila henni a.m.k. næstu daga svo þau sem ekki hafa ótakmarkað niðurhal ættu ekki að þurfa að vera hrædd við að sækja hana þar sem ég mun bera þungann af niðurhalinu ykkar.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá flottar myndir :shock:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er flott.
Hér er líka snilldar myndband úr Malawi vatni sem verður aldrei póstað of oft hér.
http://media.putfile.com/psaroukles
Post Reply