Sverðdraga-spurning. Rétt eða rangt?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Sverðdraga-spurning. Rétt eða rangt?

Post by Fanginn »

Ég fór útí búð um daginn og keypti 3 sverðdraga, 2 konur og 1 kall. Svo þegar þeir voru búnir að vera í búrinu í ca. viku sé ég að það er byrjað að vaxa sverð á aðra "kellinguna".

Er það þá ekki rétt hjá mér að kellan var í rauninni karl en fékk ekki sverð þrátt fyrir að vera orðin mjög stór?
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rétt, oft halda þeir aftur af sverðinu ef stærri kk er í búrinu.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Það er flott. Takk fyrir.
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

það besta er að karlar sem fá sverðið seint eru oftast fallegastir vegna þess að búkurinn er mun stærri en á körlunum sem fá sverðið snemma.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á ekki að sjást í "pinnann" þó sverðið sjáist ekki?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ásta wrote:Á ekki að sjást í "pinnann" þó sverðið sjáist ekki?
jú, besefinn sést frá unga aldri :) Það getur þó verið erfitt að koma auga á hann stundum, liggur oft vel með líkamanum. Man aldrei hvað þetta heitir á íslensku, en á ensku er það gonopodium.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hef heyrt þetta nefnt pindill ;)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply