Óska eftir skjaldböku og búri

Hér er hægt að auglýsa hluti tengda gæludýrahaldi eða bara draslið úr geymslunni

Moderators: Vargur, Ásta

Post Reply
jinxy
Posts: 3
Joined: 10 Mar 2008, 15:02

Óska eftir skjaldböku og búri

Post by jinxy »

ég er að leita að Skjaldböku og búri helst sem fyrs þar sem þetta er fermingagjöf (hann fermist 29.mars) fyrir bróður minn. Honum hefur langað í skjaldböku í mörg ár og hefur safnað all kyns skjaldböku dóti síðan hann var pínu polli.
en jæja stórusystur langar að gera drauminn hanns að veruleika þar sem ég tel hann vera alveg tilbúinn til að annast þetta þetta væri kanski skemtileg fyrir hann þar sem hann á svolítið ervitt félagslega þannig hann hefur þá eitthvað að hugsa um annað en tölvuna
þannig ef einhver er að losa sig við skjaldböku (helst kk) og kanski búr þá endilega látið mig vita, lofa góðu heimili
skoða öll tilboð
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sá að þú óskar eftir búri á söluþræðinum s.s. undir 100 lítrum, ég mæli gegn því að þú setjir skjaldböku í svo lítið búr, ein skjaldbaka þarf algjörlega 300 lítrabúr minnst þar sem þessi dýr þurfa mikið sund pláss,einnig verða þessi dýr 30+cm að stærð og lifa virkilega lengi

Þessi dýr framleiða mjög mikið magn af úrgangi og þá þarf virkilega góðan hreinsibúnað sem á að ráða við 2 - 3x stærra búr heldur en búrið sem skjaldbakan er í, vikuleg vatnskipti, land fyrir þær til að komast upp og þurrka sig (Verður að vera mjög stöðugt og afmarkað svo bakann nái ekki að detta niður á gólf og brjóti skelina sem leiðir oftar en ekki til dauða), glóperu til að halda hita á dýrinu meðan það er á landinu og sérstök Uva og Uvb ljós til að viðhalda skelinni og beinunum í dýrinu

Sérstakar ráðstafanir þarf að taka til að verja hitarann fyrir þeim því þær eru þekktar fyrir það að brjóta hann og verða þá fyrir raflosti og drepast

Myndi íhuga þetta fyrir kaup á skjaldbökum því þessi dýr eru mjög kröfuhörð ef vel á að hugsa um dýrið

Mæli einnig með því að skoða og lesa vel greinar á www.turtletimes.com sem er eitt af stærstu skjaldböku síðum netsins

Vonandi hjálpar þetta eitthvað
Kv. Jökull
Dyralif.is
jinxy
Posts: 3
Joined: 10 Mar 2008, 15:02

Post by jinxy »

já þakka þér fyrir það. mér var nú sagt að þær þyftu ekki meira en 100 lítra en ég er reyndar ekki að hugsa um að kaupa red eared slider ef einthvað annað kemur til boðanna. ég er búin að hugsa mikið út í þessi kaup enda er þetta ekki bara einhver hugmynd sem verður spennandi í 3 daga og búið heldur hefur þetta verið mjög umhugsað og er verið að undirbúa þetta mjög vel.

en takk kærlega fyrir ábendinguna :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já það segja það flestir sem vita ekki mikið um skjaldbökur að þær þurfa ekki stór búr og að þær verða ekki stórar ef þær eru hafðar í litlum búrum en það er alfarið rangt og bara fáviska í þeim sem sagði þér það :P þannig að ekki láta plata þig svona auðveldlega, ég hef heyrt ótrúlegustu hluti sem seljendur hafa sagt um þessi dýr eingöngu til þess að reyna losa sig við dýrið :?

Nánast allar skjaldbökur ná yfir 20cm, helstu tegundirnar sem eru í umferð hérna eru Red eared slider eða Yellow belly slider og þær verða báðar um 30cm, svo er einnig eitthvað um Graptemys (Map Turtle) og hún nær einnig 30cm að stærð
skjaldbökur eru mjög fljótar að fara upp í 20 - 25cm og síðan byrjar að hægjast á vextinum

Þannig að það gengur seint upp að reyna finna tegund sem mun passa í 100 lítra búr, það bara einfaldlega gengur ekki upp ef vel á að hugsa um dýrið, það er mun ódýrar að kaupa búr sem mun passa fyrir dýrið heldur en að kaupa búr sem þarf síðan að skipta út eftir 1 ár og þá að fjárfesta í réttri stærð

Það það segir sig líka bara sjálft að 100lítra búr sem myndi lýklegast vera 90Lx30Bx40H cm þá er nú orðið lítið sem ekkert sund pláss fyrir dýrið sem leiðir út í offitu og fleiri heilsuvandamál :)

Endilega lesa þig til um þessi dýr mjög vel þar sem þau eru mjög krefjandi og að mínu mati alls ekki fyrir hvern sem er
Kv. Jökull
Dyralif.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Kallarnir eru minni og 1 þannig gæti sloppið í svona 100 L. það eru engin meiriháttar vísindi að halda svona Red ear og líkar teg.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já það er alveg hægt að hafa skjaldböku í 100 lítra búri en þá er einfaldlega bara verið að fara illa með dýrið, þessi dýr eru mjög mikið fyrir það að synda og að mínu mati er 100 lítrabúr ekki að skaffa nægilegt sund pláss

karlarnir eru frá 20 - 25cm ekkert svo mikill munur

Og það er meira vesen að halda uppi svona dýri heldur en flestir gera sér grein fyrir
Kv. Jökull
Dyralif.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já er tölverð vinna og þær eru sóðar, en 1 í 100 L búri er í góðu lagi alveg nóg pláss og flokkast ekki undir illa meðferð á bökunni ef aðrar þarfir hennar eru uppfylltar.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply