Hvítir blettir??

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Hvítir blettir??

Post by Hanna »

Ég tók eftir því í gær að það eru komnir svona litlir hvítir blettir á sporðinn á guppykerlingunum mínum... :? hvað gæti þetta verið og er mikið mál að losna við þetta?
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

mér dettur strax í hug white spot og já þú þarft að losa þig við þetta... ég er búinn að missa ég veit ekki hvað marga fiska út af þessu og finrot :?... farðu í næstu búð og náðu þér í lyf
er að fikta mig áfram;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef fiskarnir líta út eins og að einhver hafi stráð yfir þá salti þá er sennilega um hvítblettaveiki að ræða.
Ef gripið er til réttra ráðstafana strax ættu fiskarnir að lifa.
Allar gæludýraverslanir sem selja fiskavörur selja lyf við blettaveiki, gættu þess að fylgja leiðbeiningunum sem fylgja lyfinu.
Oftast er hægt að setja gróft salt í búrið í stað lyfja, ca matskeið á hverja 5-10 lítra. Saltið drepur sníkjudýrin og hindrar að sveppur komi í sárin. (ath að flestar plöntur og sniglar þola ekki salt)
Gott er að hækka hitann um 2-4° því hærri hiti drepur sníkjudýrin.
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

joðlaust salt samt... ekki satt Vargur?
er að fikta mig áfram;)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef aldrei rekist á salt sem inniheldur joð en einhverjir segja að joðlaust sé málið.
Kötlusaltið klikkar ekki og er sjálfsagt til á hverju íslensku heimili.
Post Reply