Dæludauði!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Dæludauði!

Post by Rúsína »

ég er búin að lenda í því tvívegis að ég finni elsku fiskanna mína fasta aftan á dælunni í 85.l burinu hjá mér, fyrst var það fagurblái gúbbíkallinn minn og hann var fastur í eins og gati aftan á dælunni og kjálkinn áhonum var bara hreint AF. Svo í dag fann ég svart tetruna mína þar líka, hún var skringilega skögg en þó en lifandi og ætlar að frekjast til að halda sér á lífi, sem ég vona að hún geri.
ég setti bara skorinn flatann svamp á bak við dæluna til þess að ekki komst fleiri þangað, en ég fatta bara ekki hvernig þeir enduðu þarna til að byrja með? of mikill kraftur í dælunni? hvað gæti þetta verið?

Hjálp!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fiskar reyna oft að troða sér bakvið dælur til að fela sig osf. Þess vegna er gott að þeir geti synt aftan við dæluna án þess að festast eða komist bara alls ekki á bak við dæluna.
Mín reynsla er sú að heilbrigðir fiskar drepist sjaldan bak við dælur og ef dælan er ekki gerð fyrir 10x stærra búr eiga fullfrískir fiskar ekki að vera í vandræðum með smá streymi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sammála vargi - Heilbrigðir fiskar festast ekkert við dælur þótt þeir fari alveg í hana - þeir sprikla sig lausa á 1 millisek.

Hinsvegar er algengt að fiskar sem eru veikir fyrir forði sér á bakvið dælu og hafi jafnvel ekki orku til að losa sig og drepast þessvegna við dæluna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Er ég að misskilja? Ég skil það sem svo að fiskarnir hafi klemmst frekar en að sogið haldi þeim...
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

ég er ekki viss sjálf..þetta eru fiskar sem voru heilbrigðir og fínir og svo skyndilega sá ég t.d. gúbbíkallinn fastan í þessu litla ferkanntaða gati á bak við dæluna....hluti líkamans farinn af:S....s.s kjálkinn.....
þetta meikar ekkert sens fyrir mér:S
Post Reply