Sæl og blessuð öll.
Ég ákvað að vera með í því að setja inn myndir af fiskabúrinu mínu.
Svona leit það út þegar ég startaði því um miðjan desember 2007
Núna er það svona
Fyrsti og uppáhalds fiskurinn minn er Black Ghost
Aðrir íbúar eru
5 x Skalar
1 x Bardagafiskur
2 x Bardagakerlingar
2 x Pöndur (Brúsknefjur)
3 x Brúnar ancistrur
1 x Gul/Albinó ancistra
1 x Tiger gibbi / pleggi man aldrei hvað greyið er... fyrir mér er þetta svokölluð ryksuga.
Þetta er laglegt, ég er mjög ánægður með að sjá svona stílhrein búr, mér finnst fólk oft troða allt of miklu drasli í búrið.
Ég hefði samt viljað sjá bakgrunn og meira vatn í búrinu.
Ég hef ekki ennþá ákveðið hvað mig langar í sem bakgrunn og því er hann ekki kominn en kemur vonandi.
Meira vatn... ? Vatnið er nánast alveg upp í stirktarglerplötuna sem fer yfir mitt búrið, svo ég ákvað að setja ekki meira vatn í það.
kiddicool98 wrote:hvað ertu eiginlega að nota sem bakrunn?
Þetta er bara efnisbútur, reyndar í stíl við gluggatjöldin hjá mér.
Finnst betra að vera með eitthvað en ekkert fyrir fiskana, búrið er of bjart án einhvers fyrir aftan það.
Bakgrunnurinn kemur þegar ég hef tíma í að gera hann eða láta gera hann fyrir mig.