Premium /// Tanganyika - Neolamprologus Brichardi
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
Premium /// Tanganyika - Neolamprologus Brichardi
Sæl öll.
Nú um helgina dundaði ég mér við að breyta 125l Juwel Rio búrinu mínu úr S-Amerísku dvergsíklíðubúri yfir í Tanganyika búr. Ástæðan var fyrst og fremst sú að Apistogramma Agassizi hængurinn sem ég var með var annaðhvort geldur, samkynhneigður eða hreinlega sauðheimskur því alltaf þegar hrygnan var "í stuði" forðaðist hann hana eins og heitan eldinn en þegar hún var "á túr" gerði hann ekki annað en að áreita hana. Ég gafst því upp á þeim og langi að söðla um innan síklíðanna.
Fyrir helgi hafði ég verið í Dýragarðinum og þar rakst ég á Neolamprologus Brichardi par. Parið hafði hrygnt í sölubúrinu. Mér fannst verðið helst til hátt en þegar þeir félagar buðust til að taka fiskana sem ég átti fyrir upp í ákvað ég að slá til og lét taka parið frá fyrir mig.
Á laugardaginn tæmdi ég allt úr búrinu og fór með dverganna í Dýragarðinn. Á sunnudaginn fór ég svo upp að Hafravatni og tíndi grjót í búrið. Einnig fór ég í Húsasmiðjuna og keypti gúmmídúk sem ég sneið til og notaði sem þrifalag milli botnglersins og grjótsins af ótta við að þunginn af grjótinu næði að sprengja glerið. Dúkinn og grjótið þreif ég svo með háþrýstidælu áður en ég setti hvoru tveggja í búrið þá um kvöldið.
Í góðviðrinu sem var um kvöldmatarleitið í gær fór ég niður í Nauthólsvík til að tjékka á sandi. Ég tók með mér 15l fötu og gaf mig á tal við "strandvörðinn". Það var ekki málið að sjá af einni fötu af sandi til handa mér og kann ég honum mestu þakkir fyrir það. Sandinn skolaði ég svo hressilega og setti í búrið.
Það var svo í dag sem ég fór og sótti gersemarnar.
Parið var ekki lengi að eigna sér klettaþyrpinguna hægramegin í búrinu og þau eru strax farin að verja hana af krafti fyrir ágangi Ancistranna, enda er "heimilið" þeirra þarna; lítið op sem leiðir inn í helli.
Myndirnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en þó skárri en engar myndir.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti að þó þetta séu ekki litríkustu síklíðurnar finnast mér þær óendanlega tignarlegar og fallegar. Þær eru eitthvað svo stílhreinar. Það hefur verið stórskemmtilegt að fylgjast með þeim koma sér fyrir og það er ekkert djók hve grimmilega þær verja sitt. Ef grannt er skoðað hafa þær einskonar vígtennur, tvær uppi og tvær niðri.
Þessi þráður er og verður tileinkaður Brikkunum mínum og þeirra lífi í stofustássinu.
Nú um helgina dundaði ég mér við að breyta 125l Juwel Rio búrinu mínu úr S-Amerísku dvergsíklíðubúri yfir í Tanganyika búr. Ástæðan var fyrst og fremst sú að Apistogramma Agassizi hængurinn sem ég var með var annaðhvort geldur, samkynhneigður eða hreinlega sauðheimskur því alltaf þegar hrygnan var "í stuði" forðaðist hann hana eins og heitan eldinn en þegar hún var "á túr" gerði hann ekki annað en að áreita hana. Ég gafst því upp á þeim og langi að söðla um innan síklíðanna.
Fyrir helgi hafði ég verið í Dýragarðinum og þar rakst ég á Neolamprologus Brichardi par. Parið hafði hrygnt í sölubúrinu. Mér fannst verðið helst til hátt en þegar þeir félagar buðust til að taka fiskana sem ég átti fyrir upp í ákvað ég að slá til og lét taka parið frá fyrir mig.
Á laugardaginn tæmdi ég allt úr búrinu og fór með dverganna í Dýragarðinn. Á sunnudaginn fór ég svo upp að Hafravatni og tíndi grjót í búrið. Einnig fór ég í Húsasmiðjuna og keypti gúmmídúk sem ég sneið til og notaði sem þrifalag milli botnglersins og grjótsins af ótta við að þunginn af grjótinu næði að sprengja glerið. Dúkinn og grjótið þreif ég svo með háþrýstidælu áður en ég setti hvoru tveggja í búrið þá um kvöldið.
Í góðviðrinu sem var um kvöldmatarleitið í gær fór ég niður í Nauthólsvík til að tjékka á sandi. Ég tók með mér 15l fötu og gaf mig á tal við "strandvörðinn". Það var ekki málið að sjá af einni fötu af sandi til handa mér og kann ég honum mestu þakkir fyrir það. Sandinn skolaði ég svo hressilega og setti í búrið.
Það var svo í dag sem ég fór og sótti gersemarnar.
Parið var ekki lengi að eigna sér klettaþyrpinguna hægramegin í búrinu og þau eru strax farin að verja hana af krafti fyrir ágangi Ancistranna, enda er "heimilið" þeirra þarna; lítið op sem leiðir inn í helli.
Myndirnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en þó skárri en engar myndir.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti að þó þetta séu ekki litríkustu síklíðurnar finnast mér þær óendanlega tignarlegar og fallegar. Þær eru eitthvað svo stílhreinar. Það hefur verið stórskemmtilegt að fylgjast með þeim koma sér fyrir og það er ekkert djók hve grimmilega þær verja sitt. Ef grannt er skoðað hafa þær einskonar vígtennur, tvær uppi og tvær niðri.
Þessi þráður er og verður tileinkaður Brikkunum mínum og þeirra lífi í stofustássinu.
Jebb, ég er sammála þér með prinsessurnar, uggarnir, hegðunin og litirnir eru bara flottir á þessum fiski. Gullfalleg kvikindi.
Passaðu að þeir koma til með að moka slatta, og þá þarf að passa að þeir geti ekki mokað undan steinum t.d. þannig að steinarnir velti yfir eða loki fiskana inni einhversstaðar. Getur komið í veg fyrir þetta með því að láta "burðarsteinana" liggja alveg á botninum, s.s. lítinn eða engan sand á milli þeirra og botnplötunnar (gúmmílagsins).
Passaðu að þeir koma til með að moka slatta, og þá þarf að passa að þeir geti ekki mokað undan steinum t.d. þannig að steinarnir velti yfir eða loki fiskana inni einhversstaðar. Getur komið í veg fyrir þetta með því að láta "burðarsteinana" liggja alveg á botninum, s.s. lítinn eða engan sand á milli þeirra og botnplötunnar (gúmmílagsins).
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það var einmitt ástæðan fyrir því að ég setti gúmmímottuna. Burðarsteinarnir liggja á henni og öll grjót í búrinu komu á undan sandinum sem síðan "lak" undir og á milli þar sem það var hægt. Ég gerði þetta því ég hafði einmitt lesið að þeir væru miklir mokarar og að þetta væri hætta sem bæri að varast.keli wrote:Jebb, ég er sammála þér með prinsessurnar, uggarnir, hegðunin og litirnir eru bara flottir á þessum fiski. Gullfalleg kvikindi.
Passaðu að þeir koma til með að moka slatta, og þá þarf að passa að þeir geti ekki mokað undan steinum t.d. þannig að steinarnir velti yfir eða loki fiskana inni einhversstaðar. Getur komið í veg fyrir þetta með því að láta "burðarsteinana" liggja alveg á botninum, s.s. lítinn eða engan sand á milli þeirra og botnplötunnar (gúmmílagsins).
- Mozart,Felix og Rocky
- Posts: 409
- Joined: 03 Jan 2008, 17:33
- Location: 116 Kjalarnes
- Contact:
Það er ekkert grín hvað þessir fiskar moka!
Þeir eru þessi dægrin að breyta og bæta af slíkum eldmóð að ég held bara svei mér þá að þau yrðu ákjósanleg til umfjöllunar í Innlit/Útlit.
Á þessari mynd sést í hægra horninu niðri ef vel er að gáð að þau eru búinn að grafa göng til að gera nýjan munna í hreiðrið sitt. Þessi leið var algerlega lokuð með sandi.
Ef þið svo berið þessa mynd saman við yfirlitsmyndina í efsta póstinum sést hvað hefur orðið um allan sandinn sem þau hafa mokað út fyrir göngunum. Ekkert smá magn!!
Þeir eru þessi dægrin að breyta og bæta af slíkum eldmóð að ég held bara svei mér þá að þau yrðu ákjósanleg til umfjöllunar í Innlit/Útlit.
Á þessari mynd sést í hægra horninu niðri ef vel er að gáð að þau eru búinn að grafa göng til að gera nýjan munna í hreiðrið sitt. Þessi leið var algerlega lokuð með sandi.
Ef þið svo berið þessa mynd saman við yfirlitsmyndina í efsta póstinum sést hvað hefur orðið um allan sandinn sem þau hafa mokað út fyrir göngunum. Ekkert smá magn!!
Þegar hafði verið kveikt á ljósinu í smá stund í gær og ég náð að fylgjast aðeins með þeim tók ég eftir því að ekki var allt eins og áður. Hrygnan var meira og minni inni í hellinum þeirra en hængurinn var á flakki og skoðaði hvern krók og kima. Ég hafði þau strax grunuð um að hafa hryngt og núna rétt í þessu rak ég augun í nokkur egg inni í hellinum. Nái eggin að klekjast má ég búast við að það verði kominn hjá þeim seyði ca. á morgun - miðvikudag.
Hrygnan eyðir dágóðum tíma í að nostra við eggin en þau 4-5 sem ég get séð eru hvít. Er það eðlilegur litur á þeim?
Hrygnan eyðir dágóðum tíma í að nostra við eggin en þau 4-5 sem ég get séð eru hvít. Er það eðlilegur litur á þeim?