Nokkrar byrjenda spurningar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Nokkrar byrjenda spurningar

Post by elgringo »

Sæl og blessuð.

Ég startaði þessu á fimtudaginn og setti fiska í á laugardegi.
Ég var að fá mér 53l búr
Flúor pera 8W 26cm að lengd, tímastillir 10klst ljós á sólahring, sól skýn ekki á búrið
Soldið stóra dælu fyrir 80-120l
Hitastillir er í 26°c
pH 6-7
loftmótor
Rót og steinar
2 plöntur sem ég þekki ekki alveg, ein sem er með oddkvöss blöð og einnur er hálfgert tré.
1x glersuga 1x botnsuga 3x Black molly 1KK 2KVK

Hér koma spurningarnar...

* Þegar ég setti plönturnar í dag í þá sá ég á glerinu kitla pöddu(lús) eðlilegt?

* Búrið er pínu gruggugt, ég kennu rótini um. hvernig losna ég við það?

* Þarf ég betri lýsingu?

* Ætti ég að fá mér moonlight, hvernig væri best að snúa sér í því?

* Fiskarnir eru hálf stressaðir vilja ekki snögga hreyfingu og fela sig mikið
það er kanski eðlileg því þeir eru svo ný komnir í?

* Finst ykkur að ég skuli breita einhverju
?

Ég vona að þið takið vel í þetta og endilega komið með comment, ég býð spenntur.

Kv,
Gringo
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Ég ætla að svara þér því sem ég get svarað með nokkurri vissu.

Rótin er trúlega orsök þess að vatnið er brúnt/gruggugt. Með tímanum mun dælan ná því mesta úr vatninu en meðan rótin verður í vatninu mun hún alltaf lita það í það minnsta aðeins.

Það er eðlilegt að fiskarnir séu enn aðeins hvumpnir, það mun líka lagast með tímanum. Ég mæli samt með því að þú googlir hvaða pH gildi þessir fiskar kjósi og stillir vatnið eftir því. Rætur, kókosthnetur og leit (blómapottar t.d.) eru ókjósanleg leið til að lækka pH og skeljar til að hækka það.

Vona að ég hafi hjálpað þér eitthvað.

Mbk.
Premium
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef vatnið er gulleitt þá er það rótin. Ef vatnið er gráskýað þá er það sennilega bara eðlilegur fylgikvilli nýrra búra og ætti að hverfa á næstu dögum. Svo er líka möguleiki að þú hafir ekki skolað mölina nægilega vel.

Varðandi lúsina, ertu viss um að þetta sé lús en ekki bara snigill ? Ef þetta er lús þá þarftu að meðhöndla búrið við því.

Ef þú ætlar að vera með plöntur af einhverju vita þá þarftu að bæta lýsinguna nema að þú veljir sérstaklega plöntur sem ekki þurfa mikið ljós.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Svo er líka mögulegt að þetta séu ekki lýs, heldur einhverskonar ferskvatnsmarflær. Fiskalýs eru frekar stórar, gráar eða dökkar með "skjöld" ofaná sér, á meðan marflæranar eru hvítar og oft mjög margar. marflærnar eru meinlausar og flestir litlir fiskar éta þær með bestu lyst. Lýsnar eru hinsvegar pest sem þarf að losna við. Lýs eru þó frekar óalgengar þannig að það er ólíklegt að þú sért með þannig. Svo geta þetta verið sniglar eins og vargur benti á.

Gruggugheitin, lestu svarið hjá vargnum og premium

lýsingin ætti að vera feykinæg nema þú ætlir að vera með einhverjar erfiðar plöntur.

Moonlight er alveg ónauðsynlegt, bara spurning um hvort þér finnist það flott eða hvað

Felupúkaskapur er eðlilegur til að byrja með.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Þakka ykkur fyrir.

vatnið er pínu gulleitt.

Black Molly þarf pH 6-7.5 er einhverstaðar þar á milli samkvæmt mælinum

Já þetta var svona eins og pínulítil könguló bara 1 stk. skoðaði búrið mjög vel og sá ekkert meira. drap hana... Hvernig meðhöndla ég þetta.

Mér var sagt það áf starfsmanni trítlu að þessar plöntur þurfa ekki mikið ljós

Plöntur Valisneríja og Kórimbósa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Af því búrið er nýuppsett þá þarftu sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af lúsinni ef þú sérð ekki fleiri lýs á fiskunum eða á ferðinni um búrið. Ef þú sérð lýs á fiskunum þá skaltu plokka þær varlega af með flísatöng.

Image
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Þetta er ekki kvikindið sem var á glerinu.

Sú padda var meira í líkingu við dordingull sem líður vel í vatninu, hreifði sig og svona.

En ég er pínu forvitinn. hvernig er hægt að plokka af molly með flísatöng þreit þjóta í burtu þegar ég losa vind í mílu fjarlægð
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

elgringo wrote:Þetta er ekki kvikindið sem var á glerinu.

Sú padda var meira í líkingu við dordingull sem líður vel í vatninu, hreifði sig og svona.

En ég er pínu forvitinn. hvernig er hægt að plokka af molly með flísatöng þreit þjóta í burtu þegar ég losa vind í mílu fjarlægð
Ágætis byrjun að taka þá uppúr vatninu :)

Þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum pöddum, þær fara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

ok flott þakka ykkur kærlega.

Hafið þið einhverjar frekari ábendingar fyrir mig kæru fiskamenn og konur?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Passa líka að tapa þér ekki í fóðurgjöfinni ;) Þ.e. gefa þeim ekki of mikið í einu og skipta um vatn reglulega, oft miðað við 20-30% á viku, þá ætti allt að haldast fínt þér og þú munt sennilega losna alveg við "rótarlitinn" á endanum með þannig vatnsskiptum, allavega mun það minnka töluvert.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

elgringo wrote: Flúor pera 8W 26cm að lengd, tímastillir 10klst ljós á sólahring, sól skýn ekki á búrið
keli wrote: lýsingin ætti að vera feykinæg nema þú ætlir að vera með einhverjar erfiðar plöntur.
Ljósið er ábyggilega vel nóg fyrir fiskana. Þar skiptir bara máli að þú sjáir þá :)

Hvað varðar plöntur þá er mín reynsla er að 0,15W (8W/53L) lýsing á lítra sé frekar lítið og bara plöntur sem þola lítið ljós þrífist.

Mín tilfinning er að 0,5W á lítra sé þröskuldurinn milli lítillar og mikillar lýsingar fyrir plöntur (auðvitað er það stigvaxandi en ekki þröskuldur).

Plötnurnar sem þú minnist á ættu að þrífast.

Væri fróðlegt að fá að vita hver reyndin verður. Gangi þér annars vel með búrið.

Mín ráðlegging er að skipta reglulega um vatn og aldrei reyna að þvo neitt. Mesta lagi skola svampa úr notuðu fiskabúravatni. Með því viðheldurðu góðri bakteríuflóru sem hreinsar vatnið.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Snilld, frábær svör hjá ykkur.
Ég skipti út c.a 16l= c.a 30% áðan og búrið er allt annað. Fiskarnir eru að verða hrassari. riksugurnar alltaf á fullu og ég fóðra einu sinni á dag. Ég læt ykkur vita hvernig þetta gengur og sendi bráðlega inn myndir.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Ef þú hefur tök á því skaltu fóðra oftar á dag, ca. 2-4 sinnum og þá minna í einu. Rétt eins og með okkur mannfólkið er fiskunum hollara að borða oft og lítið í einu. Þú verður smá stund að fínstilla gjöfina en þú ættir að finna taktinn fljótt.

Endilega skelltu inn myndum sem fyrst.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Það er rétt sem Premium segir en það er mikil hætta á offóðrin þar sem það getur tekið mikinn tíma og fínstillingu til að átta sig á hvað fiskarnir þurfa mikið! Svo að sjálfsögðu stækka þeir og fóðurgjöfin breytist með því
þannig ég mæli frekar með að gefa fóður annaðhvort einu sinni á dag eða annan hvorn dag, annar hvor dagur þýðir ekki eins ör vatnsskipti og þeir þjást ekkert við það að vera matarlausir í einn dag, af allri alvöru, það er
feikíleg næring í fiskafóðri til að þeir þoli einn dag án hans :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Piranhinn wrote:Það er rétt sem Premium segir en það er mikil hætta á offóðrin þar sem það getur tekið mikinn tíma og fínstillingu til að átta sig á hvað fiskarnir þurfa mikið! Svo að sjálfsögðu stækka þeir og fóðurgjöfin breytist með því
þannig ég mæli frekar með að gefa fóður annaðhvort einu sinni á dag eða annan hvorn dag, annar hvor dagur þýðir ekki eins ör vatnsskipti og þeir þjást ekkert við það að vera matarlausir í einn dag, af allri alvöru, það er
feikíleg næring í fiskafóðri til að þeir þoli einn dag án hans :)
Ég myndi nú ekki mæla með því að gefa bara annan hvern dag að staðaldri, sérstaklega ekki með þessa fiska. 1-2x á dag er æskilegt fyrir þessa fiska, þó að það skaði þá ekki að missa 1-2 daga úr öðru hvoru.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já að sjálfsögðu, en vildi bara benda á að það er auðvelt að missa sig í gjöfinni og með tímanum ætti honum að takast að sjá hvenær fiskarnir þurfa mat; þ.e. passa offóðrun, það er vel hægt þó það sé ekki nema 2svar á dag en það er satt og rétt að "almenna" reglan er 2svar á dag með þessa...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ágætis þumalsfingursregla fyrir nýliða að ef þeir halda að þeir séu að gefa of lítið að minnka þá gjöfina um helming. Þá eru þeir í flestum tilfellum að gefa passlega, :D
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

hehe. Já ég held mig við 1-2x á dag. ég gef þeim alveg meira en tjahh 10 korn. c.a 20-30 korn. máski er það of mikið.
Last edited by elgringo on 12 Mar 2008, 19:45, edited 1 time in total.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Blessaður elgringo :-) - gott að gefa sem svo mikið i einu , það þau klára skammdan i ca. 2 minutur og ekki mikið sigur niður á botnið. Burt séð frá foður fyrir botnfiskar hehe
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Hæ Stephan. já þá held ég þessu áfram. það dettur alltaf eitthvað niður á botninn en botnryksugan er mjög active þannig að hún ætti bara að sjá um þetta. En það er eitt.. að riksuga sandinn, er það nauðsinlegt og hvenar ætti ég að byrja á því?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það að ryksuga mölina er sennilega besta hreinsunaverkið á fiskabúrinu. stærsti hluti úrgangsins sem fellur til í búrinu sest á botninn og brotnar þar niður og mengar vatnið.
Það er ágætt að byrja að ryksuga botninn eftir 4-6 vikur því þá ætti flóran í búrinu að vera komin í sæmilegt jafnvægi.
Allur gangur er á hvernig menn haga þessari hreinsun en td er ágætt að ryksuga sitthvorn helminginn af mölinni við hver vatnsskipti.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote:
Það er ágætt að byrja að ryksuga botninn eftir 4-6 vikur því þá ætti flóran í búrinu að vera komin í sæmilegt jafnvægi.
Nú spyr ég af því ég veit ekki ...

Væri ekki í raun mikilvægara að ryksuga vel og vandlega fyrstu vikurnar áður en bakteríuflóran nær sér fullkomnlega á strik?
Ástæðan væri sú að afgangs matur og úrgangur úr fiskunum brotnar niður og verður fyrst að ammóníaki. Þegar flóran er ekki orðin fullþroskuð nær flóran ekki að brjóta allt ammóníakið nógu hratt niður. Þannig gæti komið upp ammóníakseitrun í búrinu.
Þegar flóran fer að ná sér mætti fara að ryksuga minna í einu.

Er eitthvað að þessari röksemdafærslu? Ræðið og rökstyðjið :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er reyndar persónulega á þeirri skoðun að það geri bara gott að ryksuga frá upphafi en að vísu ætti ekki að vera mikið að ryksuga fyrstu vikurnar þar sem skítur og gróðurleyfar ættu að vera í lágmarki.

Ástæðan fyrir að ég nefni 4-6 vikur er að ég las það í grein í einhverri fiskabókinni og hef eftir það ráðlagt fólki að byrja ekki að ryksuga strax nema áberandi drulla sjáist á botninum.
Í bókinni var talað um að ryksugun geti spillt fyrir fjölgun og bólsetu bakeríanna í mölinni.
Sjálfur er ég á að það skipti litlu sem engu máli þar sem bakteríurnar þurfa súrefni til að lifa, þannig smá rót í sandinum vikulega ætti bara að gleðja þær.
Post Reply