Fiskaval í 400 lítrana

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Fiskaval í 400 lítrana

Post by rambo »

Nú er maðurinn búinn að næla sér í 400 lítra búr juwel náttúrulega og ég er búinn að vera kanna netið í ca viku og búinn að búa til smá lista yfir fiska sem ég er spenntastur fyrir vildi bara kanna hvort þetta myndi ganga upp
¨
*4-6 eldmunnar

*2 óskarar


*par af jack dempsey

*1-2 green terror

*par af convikt

geri mér fulla grein fyrir að green terror verður mjög árasgjarn þegar hann verður stór.

Óska sem flestum svörum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta ætti að vera fínt til að byrja með en svo þarftu að fækka fiskunum þegar þeir stækka og árásargirnin verður meiri.
User avatar
Ari
Posts: 292
Joined: 11 Jan 2008, 20:46
Location: 110 rvk

Post by Ari »

þetta á að ganga upp ég pesonulega mundi ekki fá svona marga eldmuna en þetta er mjög gott val á fiskum :)
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Post by rambo »

takk hef kannski bara 3-4 eldmunna en alltaf leiðinlegt að þurfa að fækka fiskum :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er alveg pottþétt að þú átt eftir að fækka mikið í 400 lítrunum, um að gera að byrja með slatta fyrst og fækka svo grimmt.
Flestir þessir fiskar verða svoddan durgar að þú endar með 3-4 fiska í þessu búri.
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Post by rambo »

Herðu Vargur hvaða fiska myndir þú hafa ekkert endilega af þessum sem gætu verið til frambúðar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst ágætlega á þetta, það er ekkert sem ég mundi breyta sérstaklega nema eftir mínum eigin smekk.
Ég legg til að þú byrjir bara með sem flestar tegundir og þá fiska í minni kantinum og fækkir svo jafnóðum þegar þú sérð hvaða fiskar heilla þig mest.
Ath að þessir fiskar stækka hratt og það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til þarf að taka fyrstu grisjun í búrinu.
Ef búrið á að ganga vel og vera skemmtilegt þá borgar sig ekki að hafa það yfirfullt af fiskum.

Ég byrjaði td með margar tegundir í 400 lítrum og er að enda með þrjár amerískar sikliður í búrinu um 1 1/2 ári síðar. :)
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Post by rambo »

afsakaðu las ekki allan póstinn þinn en hvaða síkliður helduru að þú endir með
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég enda með óskarapar og Geopagus brasiliens kk.
Auk þeirra verður reyndar Rtc í búrinu meðan pláss leyfir. :?
Post Reply