Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk fyrir góð ráð.
Þú virðist vera aðal plöntumaðurinn hérna þannig að kannski sendi ég þér pm um svona mál. Er það í lagi?

Annars er það að frétta af litlu óslurunum þremur að þeira hafa verið buffaðir af börbunum. Það er búið að bíta helling af sporðum og bakuggum og þessir litlu meistarar húkka í einu horninu lafandi hræddir.

Spurning um að setja barbana í sér búr eða setja óskarana í sér búr, svo til að koma þeim í gírinn. Hvað mynduð þið gera?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

nei nei engin pm ,,,nema það sé algjört leyndó . .
það eru svo margir sem geta lært af einu svari eða spurningu .. .. :)

í sambandi við óskarana þá er nú ekki víst að barbarnir eigi sökina en það er sjálfsagt að færa óskarana í annað búr þangað til þeir jafna sig ,

litlir óskarar eru ekki miklar hetjur .

ég var með nokkra tígrisbarba þegar ég var að sækla búrið og enduðu þeir síðan sem snakk . .
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

nebbi wrote:nei nei engin pm ,,,nema það sé algjört leyndó . .
það eru svo margir sem geta lært af einu svari eða spurningu .. .. :)

í sambandi við óskarana þá er nú ekki víst að barbarnir eigi sökina en það er sjálfsagt að færa óskarana í annað búr þangað til þeir jafna sig ,

litlir óskarar eru ekki miklar hetjur .

ég var með nokkra tígrisbarba þegar ég var að sækla búrið og enduðu þeir síðan sem snakk . .
Reyndar.Finnst stundum nett vandræðalegt hversu hratt þráðurinn minn stækkar sökum margra spurningainnleggja minna. En varðandi pm þá var því beint til loft-plöntu perrans ægilega, Stephan!

Sækla? hvað þýðir það?

Ég reyndar setti barbana í seiðabúr, sem er reyndar ekki lengur með seiðum í. Það væru þrjú þar en ég geri ráð fyrir að þau séu í barbamögum núna.
En ef óskararnir verða enn í kúgun og með hellaða ugga og sporða á morgun þá smelli ég þeim í seiðabúrið og örbunum aftur í það stóra.
Spurning samt um að selja þessa barba þar sem þeir passa ekki inn í "þemað". Þeir eru mjög litfagrir og pattaralegir enda á steady síkliðufóðri.

SAE fiskarnir sem ég keypti í dag til að sjá um þrif og annað, fjórir talsin, voru allir komnir í síkliðumaga. Ég held að þeir hafi lifað í svona 3 klst í búrinu. Blessuð sé minning þeirra.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

hvað er að frétta af óskurunum, farnir að jafna sig?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég get sagt þér það að einn þeirra var drepinn. Fann beinagrindina af honum þegar ég vaknaði rétt áðan :( Mjög mikil vonbrigði. Mjög. Vona að þið fáið þessa týpu aftur í búðina. Ég er í rusli. Grínlaust. Maður verður fljótt ástfanginn af þessum vinalegu lúðum.

Ég tók barbana úr seiðabúrinu og setti þá aftur í það stóra. Tók óskarana tvo sem lifa enn og setti þá í seiðabúrið. Þeir húkka, dauðhræddir út í horninu á því búri en það er ekkert í því nema lítill brúskefji.
Af brúskefjunum tveimur sem ég keypti í gær, er það að frétta að annar þeirra er dauður.

Demantasíkliðuhjónin hryggndu í gær! Og ég var vitni af því öllu saman og það var glæsileg sjón. Þau voru í rúman klukkutíma að líma egg á pott og svo kom hængurinn á eftir og sprautaði sæði yfir. Það má sjá myndskeið af því á myndbandaþræðinum mínum.

Síðasti sólahringur er eins og sést á síðustu tveimur innleggjum, er búinn að vera mikið drama.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

leiðinlegt að heyra þetta félagi. .

hér er linkur á The Nitrogen Cycle http://www.aquahobby.com/articles/e_ciclo.php
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

takk.

Núna er ég búinn að setja barbana í stóra búrið á nýjan leik og óskarana tvo í seiðabúrið, sem er ekki nema 25l til 30l. í því eru tveir brúsknefjar, 27gráðu heitt vatn og venjuleg svona "innan á" dæla. Þeir eru búnir að vera þarna í tvo daga og er vægast sagt óhressir. Liggja bara á botninum og hreyfast ekki. í dag setti ég loftstein í búrið þeirra og lét hann pumpa vatni í búrið í 10min eða svo en þeir eru enn jafn óhressir. Ég hef töluverðar áhyggjur. Er þessa dagana að leita af seiðum handa þeim til að eltast við og éta. Ef þeir gera það ekki þá fer ég að hafa gríðarlegar áhyggjur.

Áðurnefnda loftdælu fékk ég frá félaga Guðjóni hér á spjallinu. Hún er núna í stóra búrinu og dugar vel í það enda nokkuð aflmikil. Fiskarnir virðast hafa hresst eitthvað við þetta. Ég er samt ekki alveg viss. Kannski eru þeir eirðalausir og með njálg af því að ég hef gefið þeim svo lítinn mat í dag.

í gær fékk ég stóra og fallega plöntu hjá félaga Rut sem ég mun gróðursetja í kvöld.
Kannski smelli ég inn heildarmynd og myndbandi síðar í kvöld.

Helstu fréttirnar eru þær að demantasíkliðuparið hryggndi aftur og það gerðist í fyrradag. Það var geggjað að horfa á það. Náði ágætis myndskeiði af því með rusl vélinni minni. Ég var alveg í skýjunum að vera vitni af þessu. Mjög fallegt allt saman. Flest hroggnin eru nú horfin. Það var gerð svakalega hörð atlaga að þeim af salvini og firemouth, mun meira en í fyrsta hryggningunni sem ég lýsti í síðustu viku. Það var geggjað að horfa á það. Eins og dýralífsþáttur.

Mikið líf í búrinu þessa dagana og fiskarnir virðast sáttir.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hafðu ekki áhyggjur af Óskurunum, þeir geta verið óttalegir fílupúkar ef verið er að færa þá eitthvað. Þeir sættast sennilega við nýja heimilið á 2-3 dögum, vertu bara sem minnst að atast í þeim.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

En hvað finnst þér um loftdælupælinguna í stóra búrinu almennt? Gera þetta gott fyrir vatnið, fiskana og gróður?
Er ráðlagt að gefa óskurunum smá skammt af lofti í litla búrið þeirra?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loft er allaf fínt fyrir fiskana, vatnið verður súrefnisríkara og seyði vaxa hraðar ef vatnið er súrefnisríkt.
Loftið er hinsvegar slæmt fyrir gróðurbúr en í venjulegum búrum bara með nokkrum plöntum er það sjálfsagt ekkert stórmál.
Ég mundi í þínum sporum setja loftdæluna í seyðabúrið en ef þú ert með báðar tunnudælurnar í stóra búrinu er það meira en nóg streymi til að vatnið sé vel súrefnisríkt.

Svona o2 diffuser er einnig snilld til að fá smá loftun, passar beint á úttaksstútana á Juwel dælunum.
http://www.juwel-aquarium.de/en/pumpens ... tm?cat=124
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Takk ljúfur. Kanna þetta.

* Hið ótrúlega gerðist, 2 barbar drepnir? Hef ekki fundið líkin neinstaðar. Voru þarna í gærkvöldi í fíling eins og alltaf en núna eru einungis 3 eftir.

* Demantasíkliðurnar eru aftur búnar að koma upp seiðum. Giska á að það séu enn 20stk. Lifandi. Gef þeim kvöldið í kvöld og svo sýg ég þau yfir í Oscar búrið.

* Óskararnir eru að braggast. Komið ögn meira attitjúd í þá og hafa áhuga á matnum og synda aðeins um. Vona að seiðin muni örva þá til dáða.

Íbúar búrsin:

2 Green Terror
2 Festa a.k.a. Red Terror
4 Firemout, a.k.a. Eldmunnar
3 barbar... voru 5 í gær
8 brúsknefjar... a.k.a. ancistur (rétt skrifað?)
2 randabótíur.... a.k.a. ofvirkir öfgamenn
4 Demantasíkliður a.k.a. Jewel. Tvær þeirra eru þessa dagana í pössun hjá Rut
2 Óskarar... veit ekki hvaða afbrigði þetta er en þeir flottustu sem ég hef séð. Er núna í seiðabúri í áfallahjálp og endurhæfingu. Keypti upphaflega þrjá en einn var étinn.
2 Salvini.
2 Jack Dempsey
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Gerði 40% vatnaskipti í seiðabúrinu í dag þar sem óskararnir dvelja. Þeir eru allir að kætast.
Er að hugsa um að setja eina plöntu í það búr upp á súrefnið að gera.
Ásta kom til mín í dag með bjöllur og orma og tók eftir því að þeir væru með litlar hvítar doppur á sér. Spurði hvort að þeir gætu verið með hvítblettaveiki. Please let it not be so :(
Ég gaf þeim flís úr rækju. Þeir glöddust við það.
Lækkaði hitastigið úr 27 niður í 25



í stórabúrinu er það að frétta að ég lækkaði hitann þar í 24-25....
Setti 3 orma sem Ásta gaf mér í búrið og það varð uppi fótur og fit, mikil kátína.Demantasíkliðurnar berjast með kjafti og klóm til að halda einhverjum seiðum lifandi. Hugsa að þa séu svona 15 stykki eftir. Mun meiri hasar í kring um þetta en í fyrsta skiptið þegar þau komu upp seiðum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skoðaðu Óskarana vel upp á blettaveikina að gera, ef þeir eru með hana er best að bregðast sem fyrst við.
Hækkaðu þá hitann aftur í 27-28°, saltaðu búrið og smelltu loftdælunni líka i það.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég er svo mikill lúser að ég man ekki hvort þeir voru svona þegar ég fékk þá (þá væri þetta útlit þeirra) eða hvort þetta hafi komið á meðan þeir voru hjá mér (þá er þetta einhver veiki). Ég vildi að ég hefði almennielga myndavél til að geta sýnt þér þetta. Helvíti.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ég myndi hækka hitastigið í 29-30 (þá geta doppurnar ekki fjölgað sér og þær lifa styttra. ) og salta með kötlu sjávarsalti 1 gramm á hverja 10 lítra... . . . . halda búrinu í þessum hita í 2 vikur .. hækkaðu hitann um eitt stig á tveggja tíma fresti . . og muna eftir loftsteininum .

ath það eru til miklu ýtarlegri leiðbeiningar á td. google.is en þetta er það sem ég hef gert í mínum búrum þegar ich hefur skotið upp kollinum . getur td. gerst þegar vatnið í búrinu kólnar of hratt og fer niður fyrir eðlilegt hitastig. . td. við vatnaskipti . . ofl.
Last edited by Hrappur on 02 Feb 2007, 20:38, edited 1 time in total.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

takk herrar mínir. Getið þið póstað myndum af fiskum með þessa veiki?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta leynir sér ekkert, fiskarnir verða alsettir hvítum doppum.

Image
Ungir óskarar með blettaveiki.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Búrið er komið í 30gráður og ég setti smá salt í það. Hvað næst?

Annars er það að frétta að demantasíkliðusæðin eru öll komin í magann á hinum fiskunum.

Annars er það af stóra búrinu að frétta að það lítur mjööög vel út þessa dagana, flottur litur á vatninu og ég er mjög sáttur.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

30° er frekar mikið og getur skaðað fiskana, yfirleitt er ekki mælt með að fara með hitann yfir 28°
Ef þú settir bara smá salt, settu þá meira salt. Matskeið á 4-5 lítra ætti að duga.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Nebbi mældi með 30 þannig að ég gerði það.

ég setti afar lítið salt í dag. ekki einu sinni eina teskeið...
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:30° er frekar mikið og getur skaðað fiskana, yfirleitt er ekki mælt með að fara með hitann yfir 28°
Ef þú settir bara smá salt, settu þá meira salt. Matskeið á 4-5 lítra ætti að duga.
búrið er ca 23l.... setja þá 4 skeiðar....
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

30° drepa blettaveikina hratt og vel, margir fiskar eru viðkvæmir fyrir svo miklum hita en Óskararnir ættu þola það í nokkra daga, settu slatta af salti, svona 10 kúfullar matskeiðar og skiptu svo um helming af vatninu eftir 4 daga. Þá ættu blettirnir að vera farnir.
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

ég að sjálfsögðu tók mið að því hvaða fiskar eru í búrinu áður en ég gaf ráðleggingar og 30C er í hæsta lagi og alls ekki fyrir hvaða fiska sem er en þessi hiti flýtir fyrir lífhring bakteriunar og málið er að þegar þær eru búnar að narta aðeins í fiskana þá fara þær í botnin og fjölga sér í mölinni og fara svo á stjá aftur að leit að nýjum hýsli (fisk) en þær eiga erfitt með að fjölgað sér í þessum hita og eða frísyndandi lífskeiðið þeirra styttist svo .. þetta virkar . . ..

það eru lika til lyf við þessu sem er í góðu lagi að nota og er vert að skoða þann möguleika þó að við vargur séum hættir að nota þau . hvítblettabakterían er útsmogin skepna og sumar lifa hitameðferð af .

ég segi í óskara búr 30 C í 2 vikur ,salt,loftsteinn og málið er dautt.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

on it

takk drengir enn og aftur. farið nú að gera eitthvað af viti :wink:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

í dag setti ég ca 10 skeiðar af sjávarsalti í búrið og hækkaði hitann í 30.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Mjög slæmar fréttir. Annar óskarinn var dauður í morgun. Þá er bara einn eftir.

Hinn er ekkert svaka hress. Liggur annað hvort klesstur við dæluna eða á botninu. Einnig þykir mér vatnið fáránlega heitt í þessu búri miðað við stóra búrið. Mér finnst það óeðlilega heitt viðkomu þegar ég ber það saman við stóra búrið. Samt sýnir mælirinn ekki nema 29-20 gráður eins og mér var ráðlagt og ég er með 2 hitamæla til að vera viss. :roll:

Öll góð ráð vel þegin.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Varðandi stóra búrið þá er ég með hitara í tunnudælunni. Hann er stylltur á 26 en hitamælir sem er í búrinu sjálfu sýnir 25. Það má því gera ráð fyrir því raunverulegur hiti er alltaf einni gráðu lægri en sá sem maður styllir hitarann sjálfan á.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir, ég held ég eigi lyf heima við þessu. Ég kanna það á eftir og tek það þá með mér í vinnuna í fyrramálið.
Sendi þér pm í kvöld.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hitinn getur verið erfiður en líka súrefnisleysi, heitara vatn inniheldur minna súrefni. Ertu ekki með loftdæluna í búrinu ?

Ég mundi fara varlega í að treysta hitamælum alveg, mín reynsla er að það geti skeikað allt að 2-3° á þessum ódýru mælum, ég lít fyrst og fremst á hitamæli sem verkfæri til að fylgjast með sveiflum á hitastigi í búrinu.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Þú ert líka æði.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

PH test í dag:
Stóra búrið er 7 - 7,5 ameríkusíkliður, gróður og tvær rætur og ögn af skeljasandi en þó ekki mikið.

Seiðabúrið/skammakrókurinn/áfallahjálpin er 7,5 - 8 engin skeljasanur, hálfur pottur, plönturæfill og sandur.
Post Reply