Kol í dælum?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Kol í dælum?
Var að kaupa dælu og það voru kol með, og hef ekki grænan guðmund hvað þau gera? er einhver sem getur tjáð sig um þetta?
Seinast þegar ég vissi er eiginlega ekkert vitað um hvað kol gera fyrir vatnið í búrinu annað en að þau eru góð í því að eyða vondri lykt úr vatninu og tekur nokkur Trace Elements úr vatninu og líka gott til að ná efnum úr vatninu eins og lyfjum og þannig
svo er aðalega vesen að vera með það þar sem þau þurfa að vera skipt út fyrir ný á svona 2 - 4 vikna fresti til að hafa eitthvað gagn
Hérna er smá grein sem segir eitthvað smá um kol
http://forum.simplydiscus.com/showthrea ... ght=carbon
p.s þetta er meira notað þar sem klór er í vatninu eins og í útlöndum
svo er aðalega vesen að vera með það þar sem þau þurfa að vera skipt út fyrir ný á svona 2 - 4 vikna fresti til að hafa eitthvað gagn
Hérna er smá grein sem segir eitthvað smá um kol
http://forum.simplydiscus.com/showthrea ... ght=carbon
p.s þetta er meira notað þar sem klór er í vatninu eins og í útlöndum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Kol í dælum?
Þessi kol eru það sem nefnt er á ensku "activated carbon" og stundum lyfjakol upp á íslensku. Sumir kunna að þekkja þetta úr heimavíngerðdiddi wrote:Var að kaupa dælu og það voru kol með, og hef ekki grænan guðmund hvað þau gera? er einhver sem getur tjáð sig um þetta?
Kolin eru þakin sprungum, grófum og fínum, allt niður í örfínar. Fínustu sprungurnar eru það fínar að í þeim geta fests stærri lífrænar sameindir. Þannig geta kolin síað úr vatninu ýmis efni. Í áfengisgerð nota menn þau til að sía burtu allt annað en vínandann og í fiskabúruadælum má nota þau til að hreinsa burtu lyf úr vatninu eða önnur efni sem ekki æskilegt er að hafa í vatninu.
Öllu jafna held ég að kolin séu óþarfi hér á Íslandi með okkar ágæta vatn.
Kol sem eru látin vera of lengi í síunni gera meira ógagn en gagn. Þegar allar sprungurnar eru fullar fara þau að skila efnum til baka.
Eins og alltaf má finna meiri fróðleik á Wikipedia.