Jæja það er svoleiðis núna að á einum gúbbýinum er sporðurinn orðinn svona aðeins klofinn, ekkert að rakna upp á endunum, heldur hefur hann bara klofnað í tvennt á tveimur stöðum
Var að spá hvort að þetta væri eitthvað hættulegt eða hvort að þetta gerðist bara. Hann er með alveg rosalega stóran sporð allavega og ég sé ekki að þetta sé að há honum neitt, en var að spá hvort að þetta gæti verið einhver sjúkdómur eða eitthvað svoleiðis
Þetta er líklega bara eftir einhver sýningarlæti við kerlingu eða eitthvað svoleiðis. Ekkert til að hafa áhyggjur af nema það sé einhver aggressívur fiskur í búrinu með honum. Það er líka möguleiki að þetta grói saman.
keli wrote:Þetta er líklega bara eftir einhver sýningarlæti við kerlingu eða eitthvað svoleiðis. Ekkert til að hafa áhyggjur af nema það sé einhver aggressívur fiskur í búrinu með honum. Það er líka möguleiki að þetta grói saman.
Það eru engar kerlingar í búrinu þannig að það er ekki ástæðan En kannski eru hinir stærri fiskarnir eitthvað að elta þá En ætla að sjá til hvort að þetta versni nokkuð