Bardagafiskur í kúlu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Bardagafiskur í kúlu

Post by Sirius Black »

Var að spá hvort að það sé í lagi að hafa einn bardagafisk í 5 L kúlu? Gæti nefnilega fengið svoleiðis kúlu og langar svo í bardagafisk en ætla nú ekki að gera það ef að það er ekki sniðugt, kannski bara gullfiskar sem að geta verið í svona kúlu :)
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Bardagafiskar henta betur en gullfiskar í kúlur. Þetta ætti að vera í góðu lagi, sérstaklega ef þú skiptir daglega um einn bolla af vatni eða svo.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hef heyrt að bardaga fiskar séu ræktaðir i smá kúlumm einn i hverri kúlu og út i usa þá eru þeir seldir þannig, i pinku litlum kúlum. en svo var einn sem kom um daginn sem á eða átt fiskabúr sem var held ég 7000litra! og svaka reyndur i þessu öllu saman, sagði að bardagafiskar væru svo innræktaðir og orðnir svo viðkvæmir að þeir þola ekki neitt, ekki að láta flytja sig á milli og bara drepast á endanum (eins og hjá mér) og þeir þurfa salt i vatnið hjá sér, þvi að þeir eru upprunalega fæddir (i nátturunni) i 50% saltvatni og 50% vatni, þannig að ef maður setur teskeið af salti ut i vatnið þá myndu þeir lifa, allavega lengur en gengur og gerist, er það rett??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er frekar erfitt að rækta fiska ef bara er einn í hverri kúlu. :?
Það er þó algengt að karlarnir séu aldir upp í litlum búrum.
Sennilega er hann vinur þinn að rugla saman bardagafiskum og guppy.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Það er frekar erfitt að rækta fiska ef bara er einn í hverri kúlu. :?
Það er þó algengt að karlarnir séu aldir upp í litlum búrum.
Sennilega er hann vinur þinn að rugla saman bardagafiskum og guppy.
Hehe eggin eru bara sjálffrjóvguð :P
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hehe nei , var að skirfa soldið hratt, ætlaði ekki að hafa þetta fyrsta að bardagafiskar væru ræktaðir i kúlum, bara seldir, gleymdi að stroka út :þ en þeir eru allavega seldir þannig í útlöndum. hef heyrt að þeir gætu lifað í rauðvínsglasi en finnst það frekar hæpið ef þeir dóu hjá mér :oops: nei veit ekki.. kannski geta þeir það..
Post Reply