Búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Búrið mitt

Post by RagnarI »

ég er með 60 lítra tetra aqua art búr
í því eru :

lifandi dýr:

2x fullorðinn rauður sverðdragi
1x kk svartur sverðdragi
3x kvk guppy mismunandi litir
1x kvk otocinclus vittatus

16l lítra

5x sverðdragaseiði

ca 17 gúbbýseiði


plöntur:


3x -ll- cacomba caroliniana

3x -ll- veit ekkert um hana svipuð hinum en með nokkurn veginn hringlaga blöð

slatti af javamosa

kveðja Ragnar Ingi
Last edited by RagnarI on 08 Jan 2009, 16:22, edited 14 times in total.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

þessi ungi sverðdragi er örugglega kelling því að þær fá ekki sverð :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

það er nú ekki alveg málið sko það vottar fyrir smá sverði og hann er líka með "vininn". jah nema þetta sé eitthvað frík :shock:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ok... þetta er kall fyrst að "vinurinn" er þarna :D
Gangi þér vel með búrið.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sverðið kemur oft seint á karlana, sérstaklega ef stærri karl er í búrinu. Þeir sem fá sverðið seint verða yfirleitt stærri en hinir.
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

en hérna hvernig losnar maður við grugg?? lenti í þeim klaufaskap um helgina að reka dolluna í barminn á búrinu þegar ég var að gefa og núna er búrið svona dálítið gruggugt. fiskarnir una sér samt vel. einnig til plöntusérfræðinga: einhverjar uppástungur að plöntum í 60 l búr?
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

til að losna við grugg og skít? þrífa búr og skipta um vatn býst ég við :)
En ekki taka allt vatnið úr. Ég hef alltaf gert þannig, s.s. gera góð vatnskipti en ertu ekki með hreinsi-team?


(er samt ekki með dolluna á búrinu vegna þessa eimmitt og alltaf með lokið á, ofan í skúffu.)
Last edited by Agnes Helga on 04 Feb 2008, 16:55, edited 1 time in total.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þú meinar þá að þú settir óvart of mikið af mat í búrið ? ef svo er myndi ég gera 50% vatn skipti
Kv. Jökull
Dyralif.is
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja nú drápust hjá mér 3 otocinclusar ogeinn humar allt í sömu vikunni.

er að fara suður núna í þarnæstu viku og er að spá hvort ég geti bætt einhverjum fiskum við þetta eða hvort þetta sé þegar orðið of mikið. þarf amk að bæta við sverðdragakellum þar sem að 3 kallar er feikinóg fyrir aðeins eina kynþroska kellingu. er hægt að blanda saman litum í þessum sverðdrögum eða þarf þetta allt að vera í sama litnum???

kv Ragnar I.
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Mér skildist í dýrabúð að hægt væri að blanda, en samt vill svarti sverðdragakarlinn minn ekki rauðu kerlurnar, en hann vill svörtu kerluna :crazy:
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja nú er nóg komið fyrir viku síðan byrjaði búrið mitt að leka og hafði ég þá snarlega samband suður fékk nýtt búr á fimmtudag og setti það upp(fiskarnir þurftu að hýrast í 16 lítra búri og skúringafötu(sem er nú bara í fiskana en ekki skúringar) frá mánudegi fram á fimmtudag),fyrir sirka klukkutíma síðan fór nýja búrið líka að leka á sama stað
(þetta er nákvæmlega eins búr og hitt). mamma sagði að þetta væri vísbending fyrir mig að hætta í fiskastússinu en ég held nú ekki. er að fara suður núna á fimmtudaginn og fer þá með 2 lek fiskabúr með mér og er þá að spá í að fá mér annað búr af annari sort og jafnvel stærra þá. nú kemur ein spurning fyrir ykkur ágæta fiskaáhugafólk:

hvernig búr á ég að fá mér ??(má að vísu ekki kosta mikið það er ekki auðvelt að vera í skóla og eiga ekki pening)
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ótrúlegt.
Fáðu þér bara eins stórt búr og þú getur.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég myndi skila þessu og fá enn stærra búr af annari tegund í staðinn!
-Andri
695-4495

Image
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

já kommóðan sem var undir þessu er ónýt og ég var eiginlega bara heppinn að hafa verið vakandi þegar þetta gerðist því að kommóðan er ansi nærri fjöltengi þar sem allt rafmagnið sem ég nota í herberginu er í sambandi (það er bara ein innstunga, er í mjööög gömlu húsi)

og Andri það var akkurat hugmyndin hjá mér, þá getur maður líka splæst í fleiri fiska í leiðinni[/quote]
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Úff ég er með svona búr :shock: vonandi fer það ekki að taka upp á því að leka einn daginn :shock:
En já ég myndi ekki fá mér sömu tegund heldur :P og bara eins stórt búr og þú hefur efni á :wink:
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Stóð búrið nokkuð á óstöðugum undirstöðum? Til dæmis platan á kommóðunni eitthvað orpin?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

nei nei það var allt í lagi með kommóðuna hún hélt því alveg uppi og jafnvel meira til en nú er hún öll bólgin og ógeðsleg og ég treysti henni ekki lengur undir fiskabúr og hún er aldrei í notkun svo að hún er alltaf lokuð
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

RagnarI wrote:nei nei það var allt í lagi með kommóðuna hún hélt því alveg uppi og jafnvel meira til en nú er hún öll bólgin og ógeðsleg og ég treysti henni ekki lengur undir fiskabúr og hún er aldrei í notkun svo að hún er alltaf lokuð
En var platan eitthvað svignandi undan búrinu? Allavega varð mín svoleiðis á kommóðunni og ég setti auka plötu undir og er platan því bein undir núna
200L Green terror búr
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

smá uppfærsla hérnamegin. tók handklæðið af balanum og mér til mikillar ánægju voru skrilljón og eitt sverðdragaseiði syndandi um og bjargaði ég þeim í gotbúr sem nú flýtur um í balanum:D
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Sko þig, góðar fréttir ofan í þær slæmu :-) ekki sem verst.

Og ég er sammála hinum. Fá eins stórt og þú getur og þá í STAÐIN fyrir 2 ný og ónýtt búr!! átt það skilið :)
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

já kominn tími á öppdeit

mamma seiðanna og ungi sverðdragakarlinn ákváðu að yfirgefa þennan heim og enda líf sitt á gólfinu(hoppuðu út um handföngin á balanum og þannig undir handklæðið og útá gólf)

skellti mér til borgar óttans í nokkra daga og í dag rétt áður en ég fór heim kom ég við í gæludýrabúð og verslaði nokkra fiska og fleira

það sem ég keypti var....

loftdæla og loftsteinn

4x guppykerlingar í mismunandi litum
1x svört sverðdragakerling
1x rauð sverðdragakerling
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvar eru myndirnar ???! :D

Hvernig fór með búrið sem lak, fékkstu nýtt ?
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

ja ekki er nú spennandi að sjá myndir af bláum þvottabala fullum af vatni

en með búrið sem lak þá ákvað ég að gefa því séns og kítta það bara og bæta undirstöðuna því að nánari skoðun leiddi í ljós að þetta voru mistök hjá mér sem hægt er að redda með einni mdf plötu :oops: þar sem oft er smá vindingur í þessum kommóðum þannig að þetta mun nú bara reddast vona ég. og svo er myndavélin mín svo anal að það er ekki hægt að slökkv á flassinu í henni og myndirnar verða svo óskýrar svona nálægt. ætla að reyna að kaupa mér myndavél sem er einföld og mep stillingum. ég skal reyna að henda inn myndum þegar búrið kemur upp á ný 8)
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Halda fyrir flassið :D, virkaði oft á mínu gamla sony hræi
Kv. Jökull
Dyralif.is
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

það virkar nú ekki hjá mér þá verða myndirnar nebblega rauðar. kíttaði í búrið í gærkvöldi og er að bíða fram á miðvikudag með að gera lekaprófun þar sem stendur á túpunni á sílikoninu að ég verði að bíða í 4 daga. reddaði seiðunum í 16 lítra búr áðan þannig að það losnaði hellings sundpláss fyrir stærri fiskana í balanum og allt er í góðum fíling eins og er
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

Jæja á morgun á kíttið víst að verða tilbúið til að setja vatn í búrið (vá hvað manni finnast 4 dagar vera mikið) og splæsti ég í húsasmiðju hillurekka áðan og er búinn að vera að setja hann saman(burðarþol: 90 kg verð:4290 kr) .
Þegar ég var búinn að því og búinn að setja búrið á hilluna sem það á að vera á sé ég að búrið er nokkurnveginn á lofti í miðjunni, þ.e platan er pínu svigin niður(er svoleiðis á öllum hillunum).

Hvernig get ég bætt úr því eða skiptir það engu máli??l
og annað, hafið þið reynslu af Silirub AQ sílikoninu frá Souda, þarf það virkilega 4 daga til að þorna?
það er nefnilega þurrt og orðið stíft ef maður potar í það.

jæja ég held ekki að ég hafi þessa ritgerð ekkert lengri

P.S nýja rauða sverðdragakerlingin hoppaði uppúr meðan ég stökk frá í 2 mínútur og tók ég ekki eftir því svo nú er hún dauð :(
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fáðu þér krossviðs eða spónaplötu undir búrið, td 16mm þykka.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef oft verið óþolinmóður og fyllt búr eftir aðeins 2ja daga bið eftir silikoninu... Það hefur alltaf verið í lagi :)

Eins og vargur segir þá borgar sig að fá plötu undir búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

allt í lagi get reddað plötunni hefði bara þurft að bíða svo lengi eftir mdf-inu og ætla ekki að láta fiskana bíða lengur heldur en þarf eftir að komast í sæmilegt búr


ætti ég ekki að geta sett fiskana þá í í kvöld það er komnir þrír dagar í kvöld og ég verð sennilega ekki neitt heima á morgun til að setja búrið upp
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

jæja búrið komið upp loksins

fiskarnir synda um alveg á milljón að skoða allt þetta pláss sem þeir hafa núna 8)

en ég tók eftir einu einn guppykarlinn er með sporðinn klofinn ofaní rót a 3 stöðum samt virðist ekkert vera að honum hvað gæti verið að honum??
96L Samfélagsbúr
16L Afrískur Klófroskur
2l Rækjur
Post Reply