Búin að setja gróður, rót (sem litar from hell), sand náttúrulega og svo plönturæfla. Fékk reyndar eina vígalega plöntu frá Vargi (takk Vargur

Í fyrradag fóru gullfiskarnir aftur heim í búrið sitt, en skalinn varð eftir ásamt tveim ancistrubörnum. Í gær var svo farið í verslunarleiðangur (með krökkunum) og enduðum við í Fiskó en þeir áttu alveg gullfallegar kongó tetrur, sem tilheyra núna búrinu mínu

En Adam var ekki lengi í paradís...

Þegar ég kom seint heim í kvöld þá lágu allar tetrurnar á botninum og kipptust til og önduðu ótt og títt, skalarnir voru syndandi en ekki sprækir, dvergsíkliðurnar var hvergi að finna (hef bara séð skuggann af þeim síðan ég setti þær í búrið) en ryksugurnar voru á fullu. Mig grunaði nú strax að það væri eitthvað nítrít dæmi í gangi þar em fyrir 2 dögum setti ég einhverja þörungabotntöflu í búrið.
Fór strax í vatnsskipti (búin að koma mér upp slöngusystemi, ferlega næs) og viti menn, tetrurnar, skalarnir OG dvergsíkliðurnar lifnuðu við og syntu um og tóku mat

Allavegana, þá er planið að bæta við 1 kribbapari og sjá svo til.
Öll ráð og heillaóskir vel þegnar

Myndir síðar...