Ég var send með búrið heim og eftir að hafa þrætt fermingarveislur um land allt um helgina skellti ég mér í búrið (sko, skellti mér ekki sjálf í það... heldur dekkoreraði það

Búrið er 15x15x30 að stærð.
Ég ætla ekki að hafa hitara eða dælu.

Búrið í upphafi.

3 bollar af sandi komnir í.

Steinar sem ég veiddi upp úr frontósubúrinu.

Ég fékk smið til að saga rót sem ég átti í tvennt og það tók hann smá tíma svo hörð var hún.
Litla plantan er anubias.

Ekki veit ég hvað hin plantan hetir en ég átti hana fyrir í öðru búri.
Ég er ekki alveg búin að ákveða hvaða fiska ég set í en hallast að einhverjum litlum dverg- eða kuðungasíkliðum.
Svo er spurning um að setja litla ancistru?
Hvað finnst ykkur?
Svo er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að fylla búrið með vatni úr öðru fiskabúri eða á ég að láta nýtt og ferskt vatn?