Ameríkusíkliður - Myndir

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Já eg verð að segja að í aðgerðaleysinu langar mig rosalega til að vera sammála Hrappi og Acoustic ... semsagt síðustu mönnum sem skrifuðu fyrir svolitlum tíma síðan. Hvernig hafa fiskarnir það? Er ekki málið að leyfa okkur að fylgjast með!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Ég tók mig til og tók Ameríkubúrið í gegn núna á laugardaginn. Ég tæmdi búrið alveg og setti fiskana í bala og fötur á meðan. Svo skipti ég um sand og skrúbbaði búrið hátt og lágt, eins alla steina og rætur til að losna við allan hárþörung.

Held að mér hafi tekist alveg prýðilega til. Sandurinn er poolfiltersandur og mér finnst hann koma mjög vel út.

Fiskar í búrinu núna:

Oscar rauður - 3 stk.
Oscar Tiger - 1 stk.
Oscar Lutino - 3 stk. (12 - 15 cm)
Vieja Synspilum - 2 stk.
Black Belt - 2 stk.
Trimac - 1 stk.
Nicaraguense - 1 stk.

Ropefish - 5 stk.
Ancistrus - 5 stk.
Pleggi (ljósbrúnn) - 1 stk.
Rafael kattfiskur - 2 stk.
Polypterus Ornatipinnis - 2 stk.
Clown Loach - 7 stk.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
brutus
Posts: 23
Joined: 12 Aug 2007, 23:13

Post by brutus »

:shock:

Þetta kemur alveg rosalega flott út. Þessir óskarar eru alveg geðveikt flottir 8)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

djö. ! ertu með góðan smekk gilmore :)
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

búrið lítur betur út eftir breytingarnar

Þetta eru ekki ornatipinnis sem að þú ert með, þetta eru Palmas Polli
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Búrið er ansi bjart og fallegt svona :góður:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
acoustic
Posts: 631
Joined: 27 Apr 2007, 21:06
Contact:

Post by acoustic »

Já þetta er rudda flott :!:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Fjögur perustæði *slef*

Hvernig viðhélstu flórunni? Notaðir þú einungis vatni sem var ío döllunum eða gerðir þú aðrar ráðstafanir?
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Þetta er rosalega fallegt búr!
Hvernig haldið þið svona fínum sandi hreinum?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

vá hvað búrið kemur vel út! KLIKKAÐSLEGA FLOTT BIRTAN!
Hvaða perur ertu með og hreinsikerfis info takk!
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Birkir: Ég tók allt vatn úr búrinu og notaði ekkert af því gamla. Ég hinsvegar hreyfði ekkert við tunnudælunum, þannig að vatnið og drullan var ennþá í þeim þegar ég setti í gang aftur, þannig að það dugði til að halda flórunni, því það er massamikið sem safnast í dælurnar.

Piranhinn: Ég er með Eheim Proffessionell III 2080 og Eheim Professionell II 2028. Perur: 4 x 30w hvítar, 2 x 30w rauðar og 2 x 30w Marine bláar perur.

Rut: Drullan í sandinum bara sópast með straumnum upp í dælurnar og er alltaf hreinn og fínn. :)
Hafdís
Posts: 24
Joined: 22 Dec 2007, 21:26

Post by Hafdís »

Váááá, þetta er rosalega flott búr og fallegir fiskar :lol:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Vá flott búr og gullfallegir fiskar.. synd að þú þurfir að selja þetta allt og hætta/taka pásu í þessu.

Ef ég ætti pláss þá myndi ég vilja kaupa allt safnið, búrið og dælur og allt.

Gullfallegt alveg!
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Geðveikt búr og flottir fiskar :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Ari
Posts: 292
Joined: 11 Jan 2008, 20:46
Location: 110 rvk

green

Post by Ari »

flottur green terror :-) [/b]
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

mitt búr er miklu flottara ! '*hóst,hóst*
User avatar
SteinarAlex
Posts: 293
Joined: 10 Feb 2008, 17:44

Post by SteinarAlex »

geðvikt búr hjá þér
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Takk fyrir :)

En af búrinu er það að frétta að nú er það tómt og bíður eftir nýjum íbúum. Ég ætla að taka pásu í nokkra mánuði og starta svo búrinu aftur eftir því sem aðstæður leyfa.

Hugmyndin er sú að setja albino/lutino Óskara í búrið eingöngu og leyfa þeim að vaxa úr grasi og ná upp góðum eintökum. Hef reynt að hafa hvíta innan um venjulega Óskara og aðrar síkliður, en það hefur ekki gengið vel og þeir hafa ekki lifað lengi. En ef þeir hafa búrið útaf fyrir sig þá ætti það vonandi að ganga. :)

Hlakka til að fara í gang með þetta, en bara verst að hafa ekki tíma fyrr en í sumar í fyrsta lagi.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég ætlaði einmitt að fara að bjóðast til að kaupa af þér búrið því ég hélt þú værir að hætta alveg með fiskana :)

En sumarið kemur áður en þú veist af svo það er ekki langt í næsta start.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er eimmitt merkilegt hvað hvítu óskararnir eiga oft erfitt uppdráttar með öðrum litum. Þeir verða oft einhvernegin útundan.
Það verður gman að fylgjast með þeu hjá þér þega þetta fer í gang.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég tók einmitt að mér smá blowjob í gærkvöldi (það er ekki eins og þið haldið) en þar var 1 hvítur á móti 3 venjulegum og hann tekinn aðeins í bakaríið.
Vitið þið hvernig þetta er ef lutino eru fleiri?
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég átti 7 óskara í 500 lítra búri fyrir 2 árum síðan og þá var skiptinginn þannig að ég var með 2 albino 3 lutino og 2 tiger óskara. og það virtist sem að þeim liði öllum vel. Ég líka keypti þá alla saman og setti þá alla saman í búrið. Það virtist ekki vera neinn rýgur á milli þeirra. Þeir urðu 15 -18 cm hjá mér frá unga aldri.

Ég er samt sammála Gilmore, ég væri allveg til í að reyna að koma upp flottum lutino og jafnvel reyna að rækta undan þeim.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
big red
Posts: 29
Joined: 08 Feb 2008, 22:38

Post by big red »

ER MEÐ 2 HVÍTA 3 SVARTA UM20+CM EKKI VERIÐ VESEN .ÞEIR ERU BÚNIR AÐ VERA SAMAN SÍÐAN ÞEIR VORU 5CM ERU AÐ VERÐA ÁRS GAMLIR EKKI ALLTAF VINIR ENN ÞAÐ ER BARA NORMAL
User avatar
oggi
Posts: 72
Joined: 23 Feb 2008, 12:52

Post by oggi »

Flottir fiskar. veit einhver um demasoni par til sölu.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Af hverju býrðu þér ekki bara til nýjan þráð í Til sölu/Óskast keypt um að þú sért að leita af Demasoni :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
bibbinn
Posts: 156
Joined: 19 Feb 2008, 21:30
Location: brh

:)

Post by bibbinn »

váá hvað þetta eru flottir oscar :shock:
Post Reply