Spurningarnar mínar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Spurningarnar mínar

Post by Jakob »

Ég bý bara til þráð þar sem að allar mínar spurningar munu koma. Og ekki svara nema svar eða leiðrétting á svari sé.
Spurningar:
1. Hvað stækkar 4 cm Jack Dempsey á 1 ári (við duglega fóðrun)
2. Hvað stækkar 3 cm Midas á 1 ári (við duglega fóðrun)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Báðir fiskarnir komast ansi nálægt fullri stærð á einu ári. Vatnsgæði þurfa þó að vera góða líka, ekki bara rífleg fóðrun.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vatnsgæðin eru alltaf góð hjá mér því að ég skipti um 30% hvern sunnudag, hreinsa dælu annan hvern sunnudag og ryksuga sandinn á 4 vikna fresti :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ekki gott að þrífa dæluna og skipta um vatn á sama tíma
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

3. Getur 5 cm P. Senegalus verið með gúbbí í einhvern tíma?
4. Er hægt að veiða íslenska ála á þessum tíma árs?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

já, hann getur verið með þeim eins lengi og þú vilt. Hinsvegar er ansi líklegt að einhverjir gúbbar eigi eftir að hverfa með tímanum.

Hef ekki hugmynd um með álana, en mér finnst mjög líklegt að það sé hægt að veiða slíkan hvenær sem er ef maður veit hvar á að leita.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

það er ekki hægt að veiða þá núna allir í dvala en svona í miðjan júni geturu farið í læki og skurði og einhvað nálagt soginu (mjög þekt veiði á) þar er allt morandi í álum getur líak bara platað pabba þinn í veiði túr í sogið og vonast það besta;)
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hehe já það verður auðvelt :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

5. Hvað veldur hvítblettaveiki.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:5. Hvað veldur hvítblettaveiki.
Léleg vatnsgæði og stress.

Hvítblettaveiki eru lítil sníkjudýr sem eru oftast bara til í öllum búrum, en þau ná bólfestu þegar ofangreindar aðstæður eru hagstæðar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

6. Er gott að hafa sjáfarbúr há (hæð)?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

7. Ég keypti mér Peacock Bass Temensis, þeir í búðinni voru að gefa lifandi fóður en ég kaus nautahjörtu í staðinn og finnst þeim það lostæti. Á ég að gefa líka lifandi stundum til að hann stækki hraðar?

Ég mun vera að gefa blóðorma, nautahjörtu, rækjur, kannski lifandi svona einu sinni og einu sinni :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lifandi er algjör óþarfi.. Reyndu frekar að koma þeim á þurrfóður.


Hvað kostuðu kvikindin?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

3815 kr. stk.
ég tók síðustu tvo :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég veit ekki hvort mér takist að koma þeim á þurrfóur (algjörir gikkar) en rækjur eru fínar fyrir minn smekk og ekki mikið dýrari en venjulegt síkliðufóður :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

8. Hvaða kyn (Geophagus Brasiliensis) eru þeir/þær
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... &start=120
mynd nr. 5 á síðunni
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... &start=120
mynd nr. 2 á síðunni
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

9. Hve oft á ég að gefa bössunum?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply