Lýsing í fiskabúrum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Lýsing í fiskabúrum

Post by forsetinn »

Hvaða lýsingu finnst ykkur best að nota í búrunum ykkar ?

Ég er með aðra peruna "bláa" og hina hvíta....

Langar að geta kallað fram rauða litinn í fiskunum hjá mér...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sumar gróðurperur kalla fram rauðu litina í fiskunum en eru oft hundleiðinleg lýsing að öðru leiti.
Pera sem heitir Aqua-glo og fæst í Fiskó er mjög góð í að kalla fram rauða liti og gefur skemmtilega lýsingu td. með hefðbundinni daylight peru.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég var að skipta um peru þar sem ég var ekki sátt við lýsinguna og hef bara eina peru í búrinu.... ég setti myndir inn á þennan þráð og þú getur séð muninn

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3092

Ég er ekki alveg viss hvernig mér líkar þessi lýsing, hún er náttúrlega alveg á hinum endanum, ég er ennþá að átta mig á því. Hefði gaman að fá þína skoðun þar sem þú ert að spá í þetta.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote:Sumar gróðurperur kalla fram rauðu litina í fiskunum en eru oft hundleiðinleg lýsing að öðru leiti.
Pera sem heitir Aqua-glo og fæst í Fiskó er mjög góð í að kalla fram rauða liti og gefur skemmtilega lýsingu td. með hefðbundinni daylight peru.
Aqua-Glo peran gefur skemmtilega liti í fiskana. Hún hefur ef ég man rétt bara rauðan og bláan litaþátt, ekki grænan svo hana verður að nota með dagsljósaperu (hvítri) með ef gróður á ekki að verða grár.

Annars verða fiskar alveg ágætlega fallegir í góðum dagsljósaperum. Ég fann í BYKO um daginn T8 peru sem hefur litanúmerið 956. Hún gefur nokkuð náttúrulega liti og kostaði að mig minnir uþb 700kr.


Fyrir nördana (eins og mig):
956 er lesið 9-56 og þýðir 5600K litahiti og >90% samsvörun við litina sem hvítglóandi heitur hlutur (e. blackbody radiatior) með hitastigið 5600K myndi sýna. Flestar flúrperur hafa bara >80% samsvörun og heita því 840 t.d. fyrir 4000K litahita.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hrafnkell wrote:Annars verða fiskar alveg ágætlega fallegir í góðum dagsljósaperum. Ég fann í BYKO um daginn T8 peru sem hefur litanúmerið 956. Hún gefur nokkuð náttúrulega liti og kostaði að mig minnir uþb 700kr.


Fyrir nördana (eins og mig):
956 er lesið 9-56 og þýðir 5600K litahiti og >90% samsvörun við litina sem hvítglóandi heitur hlutur (e. blackbody radiatior) með hitastigið 5600K myndi sýna. Flestar flúrperur hafa bara >80% samsvörun og heita því 840 t.d. fyrir 4000K litahita.
Sneðugt... Voru einhverjar aðrar svona perur til? t5? Aðeins kaldari?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

keli wrote:
Hrafnkell wrote:Annars verða fiskar alveg ágætlega fallegir í góðum dagsljósaperum. Ég fann í BYKO um daginn T8 peru sem hefur litanúmerið 956. Hún gefur nokkuð náttúrulega liti og kostaði að mig minnir uþb 700kr.


Fyrir nördana (eins og mig):
956 er lesið 9-56 og þýðir 5600K litahiti og >90% samsvörun við litina sem hvítglóandi heitur hlutur (e. blackbody radiatior) með hitastigið 5600K myndi sýna. Flestar flúrperur hafa bara >80% samsvörun og heita því 840 t.d. fyrir 4000K litahita.
Sneðugt... Voru einhverjar aðrar svona perur til? t5? Aðeins kaldari?
Engar "high output" T5 perur voru til í BYKO. Ég fann þær bara hjá Volta og Flúrlömpum. Volti á ekki 9xx perur í T5 HO, bara 8xx. Ég er með 865 T5 HO peru sem ég keypti á um 1000kall í Volta og líkar ágætlega (amk með hinu sem ég er með). En eitthvað af venjulegum T5 var til, man bara alls ekki litanúmerin.

Ætli BYKO kaupi Osram flúrperurnar af Volta?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég er ekki með neina lýsingu eins og er þar sem að ég er ekki viss hvernig ég á að fixa það :( Hver er með aquarian stæður, vantar eflaust startara eða peru (búinn að kaupa peru en hún virkaði ekki)?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ef þetta eru flúorperur vantar þér Startara, held að þær springi aldrei? en ég veit ekki hvar svona startari fæst kannski glóey eða einhvað?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Íhlutir eru allavega með fullt af "varahlutum, held ég athugi þar eftir helgi.
En þér að segja hef ég nokkrum sinnum skipt um flúrperur sem að
virkuðu ekki einfaldlega vegna þess að þær voru útbrunnar...
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég var sjálfur að skipta um perur hjá diskusunum mínum

Setti perur frá Sylvania, Grolux og Daylightstar og rauði liturinn á fiskunum er alveg ótrúlega flottur
Kv. Jökull
Dyralif.is
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég er bara með 150w metal highlight hq 6500k.frekar gul :roll:
en verður að næja í bili meðan maður er fátækur :?
Post Reply