Ég var að taka eftir að einn convictinn minn er byrjaður að steypa sér á hlið í mölina í búrinu og er eins og honum klæjar eða eitthvað þannig,
hef verið með hvítblettaveiki áður og þetta byrjaði einmitt þannig líka þar, er þessi pest að koma aftur eða er þetta eðlilegt,ef þetta er veikin þá þætti mér vænt um að fá að vita um hversu mikið salt ég á að setja í búrið og hvernig lyf eru að virka vel
ps. þetta eru amerískar síkliður sem eru í búrinu
Hvítblettaveiki eða hvað
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta er líklega byrjunarstig hvítblettaveiki. Skiptu um slatta af vatni í búrinu (30-50%) og hentu 800gr af kötlusalti í búrið eftir vatnsskiptin og þetta ætti að lagast á 1-2 dögum, ef vatnsgæðin eru góð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
....
Þessi "veiki" getur hún komið afþví það er of kalt í búrinu?
Já, óbeint - fiskar geta orðið viðkvæmir fyrir sjúkdómum þegar þeir eru í hitastigi utan síns kjörhitastigs og þessvegna veikst auðveldar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
....
Ahh.. en humar.... verður hann líka fyrir þessari veiki..?