Hvítblettaveiki eða hvað

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Hvítblettaveiki eða hvað

Post by rambo »

Ég var að taka eftir að einn convictinn minn er byrjaður að steypa sér á hlið í mölina í búrinu og er eins og honum klæjar eða eitthvað þannig,
hef verið með hvítblettaveiki áður og þetta byrjaði einmitt þannig líka þar, er þessi pest að koma aftur eða er þetta eðlilegt,ef þetta er veikin þá þætti mér vænt um að fá að vita um hversu mikið salt ég á að setja í búrið og hvernig lyf eru að virka vel

ps. þetta eru amerískar síkliður sem eru í búrinu
rambo
Posts: 18
Joined: 09 Mar 2008, 22:25

Post by rambo »

gleymdi að segja að þetta er 400 lítra búr og ég hef ekki tekið eftir neinum blettum.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ef það eru þessu hvítu blettir þá er það einhvað um 1 matskeið hverja 10 lítra svo virkaði lyf sem heitir White spot control mjög vel hjá mér en salt og lyfið fer ekki vel í gróður
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líklega byrjunarstig hvítblettaveiki. Skiptu um slatta af vatni í búrinu (30-50%) og hentu 800gr af kötlusalti í búrið eftir vatnsskiptin og þetta ætti að lagast á 1-2 dögum, ef vatnsgæðin eru góð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur líka verið að það sé kominn tími á vatnsskipti, ef margir fiskar gera þetta þá er vatnið oft lélegt.
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

....

Post by siggi86 »

Þessi "veiki" getur hún komið afþví það er of kalt í búrinu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, óbeint - fiskar geta orðið viðkvæmir fyrir sjúkdómum þegar þeir eru í hitastigi utan síns kjörhitastigs og þessvegna veikst auðveldar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

....

Post by siggi86 »

Ahh.. en humar.... verður hann líka fyrir þessari veiki..?
Post Reply