ancistrus - fjölgun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

ancistrus - fjölgun

Post by Tappi »

Jæja það kom að því að kerlan hryngdi hjá mér :lol:

Karlinn er búin að sýna henni áhuga í ca. viku og stöðugt að hreinsa pottinn og reyna ota henni þar inn en það var ekki fyrr en á sunnudagskveldi að hún lét sig hafa það. Daginn eftir var hún ansi tætt á uggum og karlinn heldur sig inni í pottinum.

Ég var búin að hugsa mér að láta þetta alveg ráðast og sjá hvernig til tækist en núna er ég farin að hafa áhyggjur að því að sverðdragarnir eigi eftir að halda sér matarveislu þar sem ancistrus seiðin verði aðalmáltíðin :(

Hvað haldið þið ?

Það eru s.s. sverðdragar, ancistrur og einn SEA í 85l
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held það verði í fína, karlinn passar hrognin og seiðin og svo fer lítið fyrir þeim þegar þau fara á ferðina.
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Kallin hjá mér er nú búin að vera í 10 daga inn í pottinum og þetta litla sem ég sé inn í pottin þá sést ekkert nema aðeins í kallinn.


Þið sem hafið reynsluna :) Hversu lengi hefur kallin verið inni í pottinum að passa hrogn / seiði ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef ekki talið dagana þegar þetta gerist en klakningar ferlið getur tekið nokkra daga, seiðin hanga svo yfirleitt áfram í nokkra daga í "hreiðrinu" og fara svo á stjá einn góðan dag.
Þú ættir að geta lyft pottinum varlega og skoðað ef þú ert forvitin en ég mundi láta þetta vera fyrst brúskapabbi er enn að passa.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brúskseiði eru lengi á kviðpokaskeiðinu vegna þess hve stór eggin eru. Ég man heldur ekki akkúrat dagana, en 10-15 dagar eru líklega nærri lagi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

karlinn er farin að kíkja út en fer oftast fljótt inn aftur. Ég lyfti pottinum ofurvarlega og kíkti og það voru 3 seiði þar inni. Er það ekki frekar lítið eða er eðlilegt að það séu mikil afföll í fyrstu tilraun?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er mjög lítið.
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Hver gæti verið skýringin ??
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

ancistrus

Post by Bruni »

Seiðin hafa mögulega yfirgefið "hreiðrið"
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Ég vona að það sé skýringin. Ég hélt að þau færu ekki fyrr en kallinn hætti að passa þau en ég er búin að fjarlægja sverðdragana og setja þá í nýja 220 lítra Rena búrið þannig seiðin koma þá í ljós með tímanum :)
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Ég var að tæma búrið sem þau voru í þar sem ég seldi það. Ég fann s.s. eitt gult seiði (kallin er albinói) og 7 brún eins og kellan.

Er mér óhætt að hafa þau s.s foreldrana í 25l búri ?
langar að fá aðra hrygningu áður en ég skelli þeim í nýja stóra búrið :-) Setti blómapotta þar líka fyrir þau að fela sig í.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

25 lítrar er í lagi fyrir par ef passað er upp á hitastig, vatnsgæði og allt þetta venjulega. Það gæti þó verið ráð að fylgjast með þeim ef þau hrygna því karlinn gæti böggað kerluna í svona litlu búri.
Post Reply