nokkrar myndir sem ég var að taka...
Í rúmgaflinum er allt á fullu hjá Convict parinu flotta.
Fyrstu seiðin þeirra eru orðin 2mánaða gömul en ekkert rosalega stór, ég hef ekkert verið svakalegur í vatnsskiptum eða fóðurgjöf en eldri seiðin telja nokkra tugi.
Svo hafa þau verið að undirbúa nýjan stað í smá tíma og ég sá þetta loks áðan:
Svo er efsta rekkabúrið orðið eplasniglaleikskóli, allt morandi í þeim..
veit einhver hvað þeir eru lengi að ná þokkalegri stærð, svona eins og maður sér þá í búðum?
Sniglarnir eru 2-4mm
Í neðsta búrinu eru ásamt salamöndrunni 2x buttikoferi og 4x jaguar.
Búrið eru aðeins um 23° heitt og ætla ég að færa þá upp í efsta búrið því chönnurnar eru farnar. þar er aðeins heitara eða um 27°.
Þeir ættu að hressast aðeins við það.
salamandran hefur aðeins náð að glefsa í þennan, skurðurinn er frekar djúpur:
og að lokum Dovii durgurinn í miðjunni, hann liggur alltaf útí horni. Það batnar vonandi með tímanum að hann verði öruggari um sig og verði dominant í búrinu:
