gúbbý kalla búr...?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

gúbbý kalla búr...?

Post by Rúsína »

ég sá á þráðinum að einn spjallverjanna fekk sér 20 fallega gúbbíkalla og hafði þá í einu búri. Get ég þá alveg haft slatta af köllum saman ef engin kerling er án þess að þeir tæti í hvorn annan? þá er auðvitað eingin kella til að slást um.
mér langar ofsalega að hafa eitt fallegt búr frammi svona þegar gestir koma og sjá fallegu kallana:)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Guppy kk eru yfirleitt fallegastir ef engin kvk er í búrinu, þá setja þeir orkuna í að vaxa og sporðurinn stækkar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jebb, ekkert að því að hafa einungis karla saman í búri. Ekkert slæm hugmynd heldur þar sem þannig búr getur litið mjög vel út.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

flott:) ég er nefnilega með slatta af seiðum sem ég hef misst töluna á og vona að það komi fallegir kallar þar:)...en kemur það stundum fyrir að neon tetrur narti í sporða á gúbbíköllunum?.....spyr því ég er með 13 tetrur í sama búri og nokkrir kallar...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Margar tertrur (?) eru leiðinda nartarar en mig minnir að neon látti guppa alveg í friði.
Það er svo sem ekkert annað en að fylgjast með þeim, sérstaklega þegar þú bætir fiskum í búrið, þeir nýju eru oft girnilegastir.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég einmitt fékk mér bara nokkra gúbbýkarla saman í búr því að ég nennti ekki að standa í einhverju seiðastússi :P En tveir þeir elstu eru orðnir alveg hrikalega fallegir,með alveg rosalegan sporð og bakugginn er orðinn svo langur að hann hangir með síðunni :P Finnst þeir rosalega fallegir. Eins og ég hafði ekki mikið álit á gúbbý áður fyrr þar sem að ég hélt að þeir litu út eins og hornsíli :P brúnir og skrítnir. En svo féll ég bara alveg fyrir þeim og vil enga aðra smáfiska :P eða svona fiska sem að eru svona rosalega litlir.

Myndi skella mér á nokkra gúbbý, svo rosalega litríkir oft og skemmtilegir líka þar sem að þetta eru svona fiskar sem að synda endalaust um og gefa búrinu líf :)
200L Green terror búr
Post Reply