ég sá á þráðinum að einn spjallverjanna fekk sér 20 fallega gúbbíkalla og hafði þá í einu búri. Get ég þá alveg haft slatta af köllum saman ef engin kerling er án þess að þeir tæti í hvorn annan? þá er auðvitað eingin kella til að slást um.
mér langar ofsalega að hafa eitt fallegt búr frammi svona þegar gestir koma og sjá fallegu kallana:)
gúbbý kalla búr...?
Jebb, ekkert að því að hafa einungis karla saman í búri. Ekkert slæm hugmynd heldur þar sem þannig búr getur litið mjög vel út.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Ég einmitt fékk mér bara nokkra gúbbýkarla saman í búr því að ég nennti ekki að standa í einhverju seiðastússi En tveir þeir elstu eru orðnir alveg hrikalega fallegir,með alveg rosalegan sporð og bakugginn er orðinn svo langur að hann hangir með síðunni Finnst þeir rosalega fallegir. Eins og ég hafði ekki mikið álit á gúbbý áður fyrr þar sem að ég hélt að þeir litu út eins og hornsíli brúnir og skrítnir. En svo féll ég bara alveg fyrir þeim og vil enga aðra smáfiska eða svona fiska sem að eru svona rosalega litlir.
Myndi skella mér á nokkra gúbbý, svo rosalega litríkir oft og skemmtilegir líka þar sem að þetta eru svona fiskar sem að synda endalaust um og gefa búrinu líf
Myndi skella mér á nokkra gúbbý, svo rosalega litríkir oft og skemmtilegir líka þar sem að þetta eru svona fiskar sem að synda endalaust um og gefa búrinu líf
200L Green terror búr