Ég tók ekki nema 30 l. þar sem ég hef nánast ekkert pláss orðið fyrir fiskabúr og er að auki komin laglega fram úr fjárlögum varðandi fiskakaup

Ég mun þó hugsanlega færa þá yfir í stærra búr seinna meir.
Í nýja búrinu er hitari og einhver skrítin dæla sem fylgdi með en þetta er búr frá Tetra.
En.. ég setti búrið upp í gær, notaði vatn úr öðru búri + nýtt vatn. Í botninn fór ljós sandur og svo setti ég rót og smá gróður sem ég ætla að auka við á næstunni.
Skellti svo fiskunum yfir og þeir voru smá trekktir fyrst en voru fljótir að ná sér og eru nú með fagra rauða liti í sér.
Ég nenni ekki að taka myndir núna en stal einni af netinu
