mjölormar sem fóður

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

mjölormar sem fóður

Post by ~*Vigdís*~ »

Mjög auðvelt er að rækta mjölorma, hér eru dæmi um
''búr'' til að hýsa þá í:

1. Lítið gler fiskabúr
2. Geymslukassa úr plasti
3. Plastskúffu kerfi fyrir geymslur
4. Plast dalla ætluð matvælum

Þegar ræktun á að eiga sér stað er mikilvægt að ''búrið'' sé:

1. Hafi mjúkar/sleipar brúnir til að ormarnir sleppi ekki
2. Auðvelt sé að sótthreinsa
3. Góð loftun til að skaðlegar bakteríur nái ekki að myndast

Til að tryggja góða loftun þarftu að:

1. Nota flugnanet sem lok
2. Skera stórar holur á plastlokið (eða nota vírnet sem lok).
3. Eða hafa ''búrið'' algerlega án loks, opið.

Hafið í kringum 8cm lag af næringarríku undirlagi svo ormarnir geti grafið sig í og étið.
Þú getur haft ormana í einföldu undirlagi úr haframjöli, en mun betra er að hafa næringar
gildi undirlagsins hátt þar sem ormarnir éta það og gæludýrið þitt síðan ormana...
Hér er góð uppskrift af næringarríku undirlagi:
Image
12korna morgunkorns blanda

Image
Hrísgrjónagrautur fyrir ungabörn

Image
Hafrar án híðis

Image
Hvítt hveiti klíð

Image
Hveiti spíra/kím

Rautt klíð/hveitiklíð

Næringarríkt hey

Image
Spirulinaflögur

Image
Býflugna frjókorn

Image
Þurkað sjávar þang

Image
Fiskamatur í flöguformi fyrir hitabeltis skrautfiska

Ef þú þarft að hægja á mjölormunum (í að þeir púpi sig) þá geturðu geymt þá í ískapnum.
Hafðu bara góða loftun og kuldinn hægir bæði á vexti og púpun.

Við og við þarftu að skipta út undirlaginu og hreinsa úrganginn við botninn.
Þetta þarf að gerast a.m.k. á tveggja mánaða fresti, oftar því minni sem ''búrið'' er.
Góður vani er að fjarlæga dauðar bjöllur og orma/púpur sem þú sérð daglega.

Margur vill hafa sér box fyrir mismuandi stig skordýranna, þá eitt fyrir fullvaxta bjöllur,
eitt fyrir púpur og eitt fyrir litla ormalinga.
Ekki er óalgengt að ormarnir og bjöllurnar narti í púpunar og drepi þar með tilvonandi
ræktunardýr, því er þessi aðskilnaður alls ekki vitlaus hugmynd ;)
Mér persónulega finnst einfaldast að hafa þetta allt saman í búri...

Svona lítur mjölormur út af tegundinni Tenibrio Molitor
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

Þessi mjölormur breytist síðan í púpu:
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

bjöllurnar klekjast út úr púpunni eftir 10-15daga.

ný út púpaðar bjöllur eru alltaf ljósari en fullvaxta bjöllur
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

Fullvaxta bjalla lítur svona út:
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

Þessar bjöllur eru tilbúnar að maka sig og verpa eggjum ríflega viku
eftir að þær koma úr púpunni. Þær halda því svo áfram allt sitt líf,
sem er í styttri kanntinum eða um það bil 4 mánuðir.

Athugið að kvenkynsbjallan er töluvert stærri en karlkynsbjöllurnar.
Yfirleitt verpir ein kvkbjalla um 500 egg alla sína ævi.
En eggin eru pínu ponsu lítil (c.a. 1,3mm) og festast við undirlagið, líkur eru því
á að þú sjáir ekki eggin. En þau klekkjast út eftir um það bil viku.
Nýju litlu ormarnir ná bestum vaxtar hraða við 24-27°C.
Vertu bara varkár þegar þú skiptir út undirlaginu að þú hendir ekki
eggjunum og litlu ormunum með...

Mjölormar og sjúkdómar...
Eins og með önnur fóðurskordýr þá er mögulegt fyrir mjölorma að hýsa ýmsa sjúkdóma.
Það gerist hinsvegar mjög sjaldan.
Helstu dæmi um slíkt er þegar þú reynir að gefa veiku dýrir orminn
(og það vill hann ekki þar sem það er nú einu sinni veikt) og þú
setur orminn aftur til hinna ormanna eða til annars gæludýrs og þannig
verður þessi tiltekni ormur beri fyrir sjúkdómin, þó aðalega ef hann hefur komist
í tæri við sýktan saur eða sýkt vatn.
Einnig geta mjölormar hýst bakteríu og vírus sýkingar.
Bakeríu vandamál koma oftast þegar ormarnir eru hýstir í röku og myglu kendu umhverfi.

Mjölormar sem éta sig út úr maga gæludýrsins?

Mikið af sögum eru um það að mjölormar geti étið sig úr maga gæludýrsins...
En gæludýrin drepa þá yfirleitt þegar þau tyggja og svo með sýrum í maganum.
Ein tegund mjölorma hefur helst verið tengd við þetta og er það tegundin
kóngamjölormar eða Zophobas morio
Image
Þessi tegund er töluvert stærri og með dekkri haus...
Þeir sem gefa þessa tegund skera hausinn oftast af til örryggis.
Það er reyndar líka góð hugmynd fyrir gæludýr sem eru ekki tennt og
klippa því ekki orminn sjálf eins og t.d. hænur...

Heimildir1, Heimildir2, Heimildir3, Heimildir4,& Heimildir5.

Ég er sjálf með mjölorma sem ég rækta handa froskunum mínum :D
Hér er mjölormabúrið mitt :P
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

Ég gef þeim ferska ávexti og brauð, ávextina gef ég til að þeir fái vatn/raka
en þá hef ég í sér skál sem ég get skelt í uppþvotta vélina, mikilvægt
er að skipta út ávöxtum daglega svo mygla og bakteríur myndist ekki
Sem gætu verið skaðlegar froskunum...
Trítla bíður ekki enn upp á lifandi mjölorma, en vonadi í komandi framtíð.

Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu

Ég gef froskunum líka niðursoðna mjölorma úr dós frá
exo-terra
Svona líta þeir út úr dósinni....
Image
Mynd tekin af höfund og í hans einkaeigu


dósin lítur svona út...
Image
ég hef líka verið að gefa engisprettur...

Ég vil biðja ykkur ekki að afrita þessa grein nema að fá leyfi frá mér og segja
mér í leiðinni hvar hún birtist, sendið mér bara tölvupóst vicky@internet.is
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

glæsilegt !
ég gef einmitt mjölorma reglulega í síkliðu búrið og vekur það mikla hrifningu meðal viðstaddra. .
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af mjölormum... þessi helvíti eru ógeðsleg og naga sig í gegnum allan fjandann.

Ég var að gefa kamelljóninu mínu þetta öðru hvoru en endaði á því að gefa bara kribbur sem ég fékk sendar vikulega.


Hvar geymirðu þennan dall? Fljótt að koma fýla af þessu finnst mér..
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

keli wrote:þessi helvíti eru ógeðsleg og naga sig í gegnum allan fjandann.
Þess vegna gef ég bara Tenibrio Molitor töluvert litlar líkur á að þeir éti sig í gegnum maga eða fleira, finn ekkert efni sem styður það, hinsvegar fann ég hellings um kónga mjölorminn, hann finnst mér jakkí :oops:
En algjörlega hættulaust að dúndra þessu
í fiskana, drukna áður en þeir geta nokkurn skaða gert :roll:


keli wrote:Hvar geymirðu þennan dall? Fljótt að koma fýla af þessu finnst mér..
Er reyndar komin með fjóra dalla núna, svoldið síðan ég skrifaði þessa grein, enn þeir eru allir inn í stofu hjá mér, virðist ekkert vera að drepast, nema aldraðar bjöllur, tíni þær úr strax anyways ;)
engin lykt hjá mér ;)
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Eðal þráður.
Post Reply