jæja nú er víst planið að starta litlu sjáfarbúri
Er að pæla hvaða tegundir geta verið hentugar (kallarnir í búðinni munu örugglega segja að sjáfarbúr eigi að vera stærri) í 128l búr.
Er að pæla að rífa út dælukassann og kaupa einhverja tunnudælu eða eitthvað
Að hvaða leiti er sjórinn erfiðari?
kem með myndir af búrinu bráðum.
Hljómar vel með sjávarbúrið ,, mér finnst Trúðfiskarnir alltaf flottastir ,, en já ,, að vera með svona sjávarfiskabúr er náttúrulega mun dýrari og meira vesen held ég en gangi þér vel með þetta
Mozart,Felix og Rocky wrote:Hljómar vel með sjávarbúrið ,, mér finnst Trúðfiskarnir alltaf flottastir ,, en já ,, að vera með svona sjávarfiskabúr er náttúrulega mun dýrari og meira vesen held ég en gangi þér vel með þetta
Jájá Trúðarnir eru alltaf flottir en afskaðlega dýrir
128L er að mínumati ekkert Nano lengur hehe en þú getur fengið þér 2 trúða, einhverja gobby, black molly o.s.f
Annars myndi ég bara fara í dýragarðinn og spjalla við kidda hann er snillingur í saltinu og getur gefið þér hjólböru fulla af upplýsingum um saltið
Sjórinn er erfiðari að því leiti að vatnsgæðin þurfa að vera virkilega góð og stöðug
Trúðurinn er nú samt ekkert það dýr miðað við það að hann er oft veiddur beint úr sjónum, WC (Wild Cought) fiskar eru alltaf með smá auka verð utan á sér eða þá fjölgað í búrum sem er virkilega erfitt að gera og krefst mikla vinnu
Ok fiskurinn sem að ég ætla að fá mér er Panther Grouper.
Veit að hann verður stór en ég fæ mér þá bara stærra búr
Getur einhver kannski gefið mér upplýsingar um hve hratt fiskurinn stækkar.
Kostar 3990 hélt að hann væri dýrari
Voðalega væri nú gaman ef þú settir fiska í búrið sem passa í það
bæði núna og í framtíðinni
síðan getur þú sett upp +1000 ltr búrið fyrir grouperinn seinna og keypt einn þá
panther grouper stækar um sirka 5 cm á mánuði eða meira í góðu búri og góðu fóðri.eftir að hann náði um 20 cm hjá mér hægðist aftur á mótu vel á vextinnum