Súrefni í nýju búri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Súrefni í nýju búri

Post by Tappi »

Loksins þegar allt var orðið fullkomið í 85l búrinu þá selur maður það og fær sér nýtt :-)

Ég er s.s. komin með 220l Rena búr og hef áhyggjur af því að fiskarnir séu ekki að fá nóg súrefni. Þeir eru ansi mikið upp við yfirborðið eins og þeir séu að sækja sér súrefni.

Hér er mynd af búrinu
Image

Það er s.s. slanga úr dælunni sem endar (sjá hægra hornið) á röri með fullt af götum og þar kemur vatnið út. Er þetta ekki nóg. Á ég kannski að hafa þetta hærra uppi eða neðar ?
Ég skipti um 25% af vatni í dag og mér fannst fiskarnir ekkert lagast við það.

Hvað segja fróðir menn um þetta ?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Allt í lagi með dæluna, gæti bara verið að lokið á búrinu lofti illa og þá ekki mikið um nýtt súrefnisríkt loft sem snertir yfirborðið
getur fengið þér loftdælu+súrefnistein :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef vatnið nær að gárast sæmilega ætti þetta að vera save.
Post Reply