Smá hjálp og ráðleggingar.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

Smá hjálp og ráðleggingar.

Post by bonita »

Ég er að fá mér 400Lítra búr og ég veit ekkert hvað ég á að hafa alminilega í því.. Hvaða fiskategundir og svona.. Er með gubbý og ryksugur í 40lítra búri en langar að hafa stóra og flotta fiska í stóra búrinu sem fá að njótasín mikið betur..
Endilega koma með hugmynd og ef þið eruð með fiska sem þið viljið losna við eða selja. Og dælur og svoleiðis dót..
Svo líka skraut í búrið og gróður:)
Með hverju mælið þið??:)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er erfitt að ráðleggja með eitthvað svona, 400 lítra búr bíður upp á ýmislegt og hver hefur sína skoðun.
Þú ættir að finna út hvaða fiskar heilla þig mest og vinna svo út frá því.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það komast ansi margir gúbbar fyrir í 400 lítrum :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

haha rétt rétt..
Ég fer suður helgina 12 Apríl hvar er mesta úrvalið af fiskum..
Er ekki viss hvað passar saman af tegundum..
Svo ég sé ekki að fá mér eitthverja fiska sem enda með að drepa hvorn annan..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Spurðu bara í búðinni. Það er ómögulegt að telja upp alla fiska sem passa saman og passa ekki saman. Athugaðu hvaða fiska þér líst á í búðinni og spyrðu þar hvað passar saman.

Fiskó, dýragarðurinn og dýraríkið hafa venjulega fínt úrval af fiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
bonita
Posts: 87
Joined: 01 May 2007, 17:57

sd

Post by bonita »

En ekki er eitthver sem á lok sem gæti passað á búrið..
Það er 154 cm á lengd, 45 cm á breidd og 56 cm á hæð. þetta eru málin á því..:)
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Kíkja bara tildæmis í Fiskó ég kem alltaf út þaðan með eitthvað og bara skoða vel og vandlega og spyrja út í þá fiska sem heilla og þar eftir götunum. :D
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég er með 400L búr og íbúarnir eru Amerískar síkliður ásamt Gibba(glersugu) og synodontus(kattfisk)..
ég er ofsalega ánægt með búrið eins og það er í dag..
Þú getur skoðað myndir af þeim á þessari síðu http://fiskar.barnaland.is/

Ég var áður með stóra gullfiska og KOI tjarnarfiska.

Gullfiskarnir og KOI eru voða ljúfir og skemmtilegir.. en ameríkurnar eru meiri karakterar og fjölbreittari, verða flestar frekar stórar.

Annars er voða erfitt að ráðleggja fólki í svona stöðu.. en mér fannst í lagi að segja þér frá mínu búri.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Um að gera að skoða þræði hjá fólki með svipuð búr til að fá hugmyndir, hér eru nokkrir.

Regnbogafiskar

530 l og heimagert lok

400 l Haplochromis

Dvergar í 325 l

325 l sikliðu búr

Gróðurbúr Tomma

Gróðurbúr Stephans

Guðmundar búr

Fiskabúr spjallverja
Post Reply