180 L búrið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

180 L búrið

Post by Sirius Black »

Jæja ég ákvað að setja nýja búrið upp í gærkvöldi :)
En það var alveg hrikalega erfitt að stilla skápinn undir svo að hann yrði réttur en svo þegar allt vatn var komið í búrið þá sáum við að búrið er skakkt :evil: þannig að reynt verður að laga það við fyrsta tækifæri :P

En jæja maður náttúrulega setti saman þennan skáp sem er svona erfitt að stilla og svo var sett búrið ofan á og ég ákvað að hafa lifandi plöntur í þetta skiptið og keypti svona næringu til að setja undir mölina og hérna er þetta svo komið í
Image

Svo var mölin sett ofan í, sem var búið að skola vel, eins gaman og það er :P
Image

En ég setti skrautið sem að var í hinu búrinu í þetta líka þar sem að allavega tveir fiskar hafa tekið ástfóstri við þennan hlut :P

Síðan var búrið fyllt, allt bara með 10L fötum, tók svona smá tíma hehe.
Image

Svo var komið öllum dælubúnaði sem eru bara rör frá tunnudælunni en það gekk erfiðlega þar sem að það týndust sogskálar í draslinu hérna þannig að þetta hangir svona einhvern veginn þarna. En svo var einnig hitarinn settur sem að ég held að virki ekki eins og hann á að gera.
Image

Síðan voru perurnar settar í og það var ekkert létt, en svo las maður bæklinginn sem að fylgdi með og þá skýrðist þetta allt :P hefðum öruggleg skemmt perurnar annars. En alltaf gott að lesa bæklinga sem að fylgja með hehe :P
Image

Sést reyndar ekki mikill mundur á myndunum sem að voru teknar með ljósið á og svo án. En búrið verður alveg svakalega fjólublátt eða svona næstum því bleikt með ljósin á :P

En svo eru þarna 5 litlar plöntur sem að eru einhverjir mini twisterar sem ég fékk hérna á spjallinu :) Svo á ég bara eftir að safna fleiri plöntum og gera búrið svolítið huggulegt :) En þetta mun koma svona smám saman hjá mér. Svo er pælingin að bæta við smá fiskum þar sem að þetta er eitthvað svo tómlegt svona :P bara næstum því týndi fiskunum þegar þeir fóru ofan í.
Last edited by Sirius Black on 23 Apr 2008, 11:12, edited 2 times in total.
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Lítur mjög spennandi út, mér finnst alltaf hrikalega gaman að sjá svona "búr í fæðingu" þræði. Gefur manni góðar hugmyndir! :tilefni:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta lítur vel út.
Mér líst ágætlega á skrautið og litinn á mölinni en finnst alveg vanta bakgrunn.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

rosalega flott búr hjá þér :D ,, sammála Varg það vantar bakrunninn en til lukku með nýja búrið :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Takk :)

En já ætla að finna bakgrunn við fyrsta tækifæri :) finnst vanta svo mikið á búrið þegar ekki er bakgrunnur hehe :P
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja ætla að vera dugleg að setja inn einhverjar myndir af fiskum og ef að það verða einhverjar breytingar í búrinu.

Image
Hérna er Blær :)

Image
Dimitri

Image
Fluga

Náði engum myndum af hinum fiskunum en þær koma seinna :)
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá svaka flottar myndir. :D

Kannski spurning bara að fara að spá í ljósmyndakeppnina :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þarf maður að fara að fá sér Nikon ? :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Þarf maður að fara að fá sér Nikon ? :)
Jább alveg möst :P nei þetta er mest photoshop að þakka :) er svona að æfa mig hehe :P kann alveg 3 atriði eða eitthvað í photoshop hehe :P
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Mjööög flottar myndir, væri gaman að sjá eina heildarmynd yfir búrið með fiskunum í.... (mig langar í 180l..) :P
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

gudrungd wrote:Mjööög flottar myndir, væri gaman að sjá eina heildarmynd yfir búrið með fiskunum í.... (mig langar í 180l..) :P
Jább ætla að reyna að koma með mynd þegar það verður kominn bakgrunnur :) fór í Dýragarðinn í dag en sá enga svona einfalda álímda bakgrunna :P bara svona flókna sem að maður setur ofan í búrið. Þannig að maður verður að kíkja í aðra búð til að fá bakgrunninn :)

En annars bætti ég samt við fiskum :oops: gat bara ekki beðið með það :P En það fóru 3 gúbbar til viðbótar (allt kk), síðan einn lítill blágúrami og svo einn pínulítill skali en samt ekki sá minnsti sem að við fundum og er ég fegin að við tókum ekki þann minnsta :P En annars er annar stóri skalinn búinn að reka þann litla og hinn sem er jafn stór honum inn í kastalann og þar skulu þeir sko vera :? Þegar búrið fór upp þá var einhver valdabarátta í þeim en svo hætti hún og þeir urðu bara bestu vinir eftir 1 dag eða svo, en núna þegar ég skipti um vatn þá byrjar þetta aftur :? . En við ákváðum að fá okkur bara litla fiska núna, svo gaman að sjá þá stækka :).

En ég ákvað að nú skyldi fötuvesenið hætta og fékk ég mér slöngu til að taka úr búrinu og setja í það og var keypt eitthvað sérstakt apparat til að setja á kranann til að tengja slönguna, voðalega fínt og alveg hrikalega þægilegt að geta bara sett þetta í gang og svo bara beðið :D Og svo var skápurinn undir lagaður þannig að núna er hann svona 99,9% réttur :P. En út af þessum halla var ekki hægt að fylla búrið og var því að myndast hvít rönd á búrið sem ég var ekki alveg sátt við þannig að ég ákvað að redda þessu við fyrsta tækifæri :P. Og rosalega lítur búrið betur út svona alveg fyllt. :)

En kem með myndir seinna :) Er eitthvað búin að reyna að taka af litlu fiskunum en þar sem að veggurinn á bakvið er hvítur þá gengur það ekki alveg og myndirnar verða þvílíkt brenndar (hvítar). :shock: Þannig að vonandi verða betri myndir með bakgrunn á :D

En ætla að koma með smá upptalningu á fiskunum í búrinu núna :)
3x gúramar
3x skalar
6x gúbbý
1x SAE
1x otocinclus affinis
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja ætla að koma með smá fleiri myndir af fiskunum mínum, er alltaf að æfa mig í að taka myndir af þeim :) finna stillingar og svoleiðis.

En er ekki búin að taka heildarmynd af búrinu samt, gengur eitthvað brösulega. Verður alltaf eitthvað vitlaust lýst og eitthvað en það mun koma :)

Image
Hérna er hann Depill. Lýtur ekki svona út venjulega, eitthvað gráleitur þarna

Image
Hérna er hann Dimitri aftur, smá skítur á glerinu :p

Image
Fluga aftur :)

Image
Nokkrir Gúbbar

Image
Blár gúbbý, var eitthvað slappur fyrst en er að hressast og syndir um :)

Image
Tígri :) sem er oftast í felum og erfitt að taka mynd af honum hehe :P


Jæja læt þetta vera nóg í bili :) kem oftast með myndir af sömu fiskunum
:oops: þeir auðveldustu hehe :P eins og skalarnir þar sem að þeir hreyfa sig oft svo hægt :P
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja gróðurinn sprettur eins og óður væri, eða allavega gróðurinn sem að kom fyrst sem er einhver mini twister. En hitt hlýtur að taka við sér bráðlega. Einnig koma loftbólur upp frá plöntunum þannig að þær eru eitthvað að vinna við ða búa til súrefni :P

En annars er lítið að frétta annað, nema að kannski er einn gúbbýinn að fara að drepast, sá elsti hjá mér og með þeim fallegustu :(. En svona er þetta bara, engin sjáanleg veiki á honum samt, nema að sporðurinn er búinn að lýsast rosalega og svo liggur hann bara á botninum og hreyfir bara eyruggana.

Einnig er kominn slatti af þörungi á glerið á búrinu og er næsti fiskur á dagská , gibbi eða brúsknefur. Held að þeir verðir góðir á glerið þar sem að hinir tveir halda öllu dótinu í búrinu mjög hreinu og fínu :)

En jæja kem með myndir næst og þá ætla ég að koma með myndir af búrinu sjálfu :) gengur ekki að hafa ekki komið með myndir af því :P.
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja farið var í verslunarleiðangur í dag og keypt eitt hreinsidýr enn :P hin hreinsidýrin mín vilja ekki sjá glerið á búrinu þannig að það var keyptur marmaragibbi sem er ágætlega stór, allavega ekkert kríli.

En hann var aðaláhugaefni skalanna rétt eftir að hann kom og létu þeir hann ekki í friði :S fundu þarna einhvern sem að hreyfir sig ekki mikið og flýr ekki undan þeim :roll: En vonandi finna þeir sér eitthvað annað áhugamál eða halda áfram við sitt gamla sem er að klessa á spegilmynd sína :roll: :P

Gibbinn sem hefur fengið nafnið Anúbis, fór strax að þrífa glerið enda engin vanþörf á því, það var hætt að sjást inn í það á hliðunum :oops:

En svo dó gúbbinn í dag :( en hann fékk að renna sér í gegnum klósettrörið áðan :P Voða fallegt allt saman :)

Síðan spretta plönturnar alveg rosalega, komnar 3 spírur bara í dag :shock: vissi ekki að þetta gerðist svona hratt hehe :P

En læt þetta nóg af fréttum í bili, en kem með mynd af búrinu þegar gibbinn er búinn að gera sitt verk enda búrið lítið aðlaðandi núna eiginlega :P
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já þessir gibbar eru mjög useful ég er sjálfur með 4 stk. sem að sjá mjög vel um að þrífa glerið :D
Á ensku eru þeir víst kallaðir gold spot pleco held ég allavega :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Já þessir gibbar eru mjög useful ég er sjálfur með 4 stk. sem að sjá mjög vel um að þrífa glerið :D
Á ensku eru þeir víst kallaðir gold spot pleco held ég allavega :)
Neibb. Gibbar eru venjulega kallaðir sailfin pleco á ensku.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Virkar allavega að skrifa gold spot pleco í myndir inná google þá eru sumar myndiranar af maramara gibbum :)
Ég er allavega að tala um L001
Ég giska samt að þú hafir rétt fyrir þér :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja hérna koma loksins myndir af búrinu í heild sinni :)

Plönturnar hafa vaxið alveg svakalega og margar bæst við síðan að hinar myndirnar af búrinu í heild sinni komu inn á :P einnig hefur bæst við dót.



Image
Kemur framhliðin á búrinu

Image
Aðeins tekið á ská :)

Image
Og svo aftur

Image
Og svo smá hliðarmynd af búrinu, en það sást ekki innum þessa hlið fyrir um 3 dögum en svo kom gibbinn til sögunnar og hann bjargaði þessu :P
200L Green terror búr
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Mig grunaði þetta þegar ég var að rukka þig um myndir...... rosalega flott búr hjá þér! :góður:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Síkliðan wrote:Virkar allavega að skrifa gold spot pleco í myndir inná google þá eru sumar myndiranar af maramara gibbum :)
Ég er allavega að tala um L001
Ég giska samt að þú hafir rétt fyrir þér :lol:
Hlutir virka oft þótt þeir virka ekki rétt ;) L-001 er GSP en gibbi flokkast undir L-83 og L-165 (Pterygoplichthys gibbiceps )
þ.a.l Common name:
Sailfin Pleco, Gibby (Eða Gibbi eing og við köllum þá á íslensku :P), L083, L165

En annars hef ég aldrei heyrt tala um marmara bibba samkvæmt erlendum Sucker Mouth stöðlum, er það eitthvað sem einhver íslenskur "Snillingur" ákvað að búa til hérna á íslandi eða fór þetta bara eitthvað framhjá mér ?

sirius: eru þessar kókoshnetur bara þessar venjulegu sem maður fær í matvöruverslunum ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Allavega keypti ég marmara gibba í dýraagarðinum :P var allavega merktur þannig.

En nei ég fékk þessar kókoshnetur í dýrabúð úti á granda. Gæludýr og Hestar heitir hún og það var örugglega ódýrara að kaupa þær þar en að búa þær til sjálf :P kostuðu 200 kr stykkið og ekkert vesen, bara skellt ofan í :P
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Squinchy wrote:
Síkliðan wrote:Virkar allavega að skrifa gold spot pleco í myndir inná google þá eru sumar myndiranar af maramara gibbum :)
Ég er allavega að tala um L001
Ég giska samt að þú hafir rétt fyrir þér :lol:
Hlutir virka oft þótt þeir virka ekki rétt ;) L-001 er GSP en gibbi flokkast undir L-83 og L-165 (Pterygoplichthys gibbiceps )
þ.a.l Common name:
Sailfin Pleco, Gibby (Eða Gibbi eing og við köllum þá á íslensku :P), L083, L165

En annars hef ég aldrei heyrt tala um marmara bibba samkvæmt erlendum Sucker Mouth stöðlum, er það eitthvað sem einhver íslenskur "Snillingur" ákvað að búa til hérna á íslandi eða fór þetta bara eitthvað framhjá mér ?

sirius: eru þessar kókoshnetur bara þessar venjulegu sem maður fær í matvöruverslunum ?
Ok takk fyrir leiðrétinguna (maður er alltaf að læra inná þessu spjalli) :wink: :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ekki mikið búið að gerast í búrinu síðustu daga nema að otocinclus affinis og einn gúbbinn eru farnir til fiskahimna. Skil ekki með þá báða, oto.. hætti bara að borða einn daginn og hvað sem að maður reyndi að ota að honum vildi hann ekki :S eins með gúbbann. En hinir fiskarnir eru þrælsprækir og ekkert að sjá neitt að þeim og engum af eftirlifandi gúbbunum..

En annars með gibbann minm, hann var alveg svakalega duglegur þarna fyrst að þrífa glerið en svo kemur þessi þörungur alltaf aftur og hann er ekkert að þrífa glerið núna :S er orðin frekar hrædd um hann því að ég veit ekki hvað hann er að borða annars. Var nefnilega með annan svona einu sinni í hinu búrinu og hann var alveg svakalega duglegur en svo bara hætti hann að borða einn daginn og fór svona eins og oto.... og gúbbinn :S Vill ekki missa þennan gibba líka :shock:
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gibbar gera þetta oft ef þeir fá nóg af mat - t.d. það sem fellur til og jafnvel einhverjar plöntur og svona.

Þessvegna eru þeir venjulega ekki taldir góðar þörungaætur, þeir eru eiginlega bestir bara í að búa til kúk - Brúsknefjar og ottóar henta venjulega betur í þörungaát.

Svo er líka spurning um hvernig þörungur þetta er, fiskar éta ekki allan þörung.

Ef þú hefur áhyggjur af því að hann sé ekkert að éta, prófaðu þá bara að setja gúrku eða einhverjar botntöflur í búrið þegar ljósið slökknar á kvöldin, hann fer á stjá þá og ætti að fá sér að éta ef hann hefur áhuga.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

keli wrote:gibbar gera þetta oft ef þeir fá nóg af mat - t.d. það sem fellur til og jafnvel einhverjar plöntur og svona.

Þessvegna eru þeir venjulega ekki taldir góðar þörungaætur, þeir eru eiginlega bestir bara í að búa til kúk - Brúsknefjar og ottóar henta venjulega betur í þörungaát.

Svo er líka spurning um hvernig þörungur þetta er, fiskar éta ekki allan þörung.

Ef þú hefur áhyggjur af því að hann sé ekkert að éta, prófaðu þá bara að setja gúrku eða einhverjar botntöflur í búrið þegar ljósið slökknar á kvöldin, hann fer á stjá þá og ætti að fá sér að éta ef hann hefur áhuga.
Hehe ok :P ég gef honum þá bara botntöflurnar sínar, hann étur þær með bestu lyst :P svona ef að hann fær að hafa þær í friði fyrir gúrömunum. Og kannski að fjárfesta í brúsknef, fannst þetta bara vera svo líkar tegundir og hélt að það myndi ekki skipta máli hvora tegundina maður fengji sér, en þetta er anars svona grænletitur þörungur en var aðeins brúnni þarna fyrst þegar hann kom þanni að það gæti verið breytingin, hann kannski vill ekki þennan þörung.
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja fékk mér 6 ancistrur í gær frá pípó hérna á spjallinu :D alveg svakalega sætar :P en þær fóru strax að vinna á fullu. En einnig fékk ég mér 10 neon tetrur svona til að prófa það. Eru frekar litlar en keypti 10 stykki. Það eru 7-9 eftir. Held að það séu samt bara tvær að fela sig eins og þær gerði í gær, en þær voru lengi vel bara 7 í gær, hélt að hinir hefðir étið 3 en svo kom sú 8. í ljós og svo sú 9. :P

En annars er allt gott að frétta, gróðurinn sprettur alveg svakalega og svo var ég að kaupa mér nýja plöntu sem að heitir rosefolia eða eitthvað álíka. kemur vel út innan um allt þetta græna :D
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja allt gott að frétta héðan :) ancistrurnar standa sig vel og eru orðnar meira sýnilegar, kannski búnar að stækka smá , sé það ekki alveg :P. En þær eru allavega látnar í friði og það er kostur.

En í dag fjárfesti ég í 11 fiskum :D en fyrir valinu urðu 5 stk gullbarbar sem að ég var búin að ákveða að kaupa og ætlaði bara að kaupa það :P en svo sá ég þessar flottu tetrur líka sem að heita Bentosi tetra (callistus eitthvað) og voru fengin 5 stk af þeim líka þar sem að þetta eru svona hópfiskar. Veit reyndar ekkert um þessar tetrur nema að þær eru flottar. Svo var farið í aðra dýrabúð (veit kannski einum of :P en prófin búin þannig að ;) ) en jább ætlaði nú bara rétt að kíkja í hana en labbaði með einn skala út sem að ég féll alveg fyrir, bara fallegastur í búðinni :P

En öllum fiskunum semur vel í bili, þessir venjulegu erjur þegar nýr skali kemur eru í gangi en ekkert verra en það, eða jú tetrurnar virðast girnilegar fyrir skalana en þeir eru ekkert að kappkosta að ná þeim, rétt bara að kíkja á þær held ég :)

Gróðurinn vex ekkert núna :P fjölgar sér bara og ein plantan varð að stöngli vegna myrkurs held ég, en vonandi koma blöð á stönglana aftur :) rauða fína plantan mín er líka í henglum, eiginlega bara orðnar stönglar. En ég ætla að fá mér CO2 kerfi bráðum og vonandi hressast þær þá :)

En segi þetta nóg í bili og kem með myndir við tækifæri :D hef núna svo mikinn tíma, enginn skóli :P
200L Green terror búr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held að búrið beri alveg þessa 11 sem þú varst að kaupa.

Annars var ég aldrei búin að hæla þér fyrir búrið, mér finnst það líta vel út. Ertu komin með bakgrunn?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ásta wrote:Ég held að búrið beri alveg þessa 11 sem þú varst að kaupa.

Annars var ég aldrei búin að hæla þér fyrir búrið, mér finnst það líta vel út. Ertu komin með bakgrunn?
Jább keypti einhvern bakgrunn í Dýragarðinum með svona mynd af rót :) kemur vel út , en erfitt að ná mynd af honum :P

En já maður sér varla að það hafi bæst við fiskar :P enda líka ennþá aðeins að venjast búrinu og eru eki mikið að synda um en þeir eru allir svo litlir :P nema skalinn reyndar :)
200L Green terror búr
Post Reply