Er kominn með 86l búr og vantar smá hjálp

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Er kominn með 86l búr og vantar smá hjálp

Post by elgringo »

Jæja þá er maður búinn að uppfæra.

kominn með 86l búr
Hiti: 26°c
pH gildi: 6,5 - 7
150W hitari
dæla fyrir 80-120l búr
2x 20w perur, ein fyrir gróður og önnur venjuleg ( Þarf að kinna mér þetta betur )

3 stk black molly 1x kk 2x kvk
3 stk Sverðdraga 1x kk 2x kvk
1 stk Augnbletta bótía
1 stk Brúsknefu
1 stk standart botnsuga, veit ekki hvað hún heitir.
Ég kem með myndir bráðlega

Þetta er nú allt gott og blessað.

1. Spurning.
Ég fékk slata af sniglum með nýja bútinu, Það virtist ekki vera nóg að hreynsa sandinn vel.
Ég keypti Bótíuna til að hakka snigglana í sig en ættli það dugi, ég er búinn að veiða upp c.a 20 stk.

2. Spurning
Bótíjan virðist vera frekar active og aggresíf fer soldið í sporðinn á sveðdrögurunum mínum.

3. Spurning
Sjáið þið eitthvað athugavert við þessa uppsetningu, endilega látið í ykkur heyra.

Kv,
Gummi
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þið bótían ættuð að ná að vinna á sniglunum í sameiningu ef þú gefur ekki of mikið.
Sumar bótíur eru hundleiðinlegar og angra aðra fiska, best er að velja friðsama týpu í svona lítið búr.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Hehe já fínt að vita það núna. Hún virðist verða pirruðust þegar ég er að gefa. Hún er eins og ég sóldin í allt.

Getur hún skaðað fiskana eitthvað verulega, þetta virðist aðalega vera bögg en alltaf í sporðinn.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bótían stressar fiskana og getur drepið hægfara fiska, ég mundi skipta henni út fyrir td. trúðabótíu eða Botia histrionica.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

ætti ég að drepa hana og fá mér nýja? það er hálf fúlt.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ekki drepa hana, getur bara skilað henni í dýrabúð
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú getur örugglega skipt við einhverja gæludýrabúðina. Farið með þína bótíu og fengið aðra.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Já ég tékka á því þau eru nice í tríttlu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú þarft samt að borga eitthvað á milli, gæludýraverslanir eru ekki skiptimarkaður. :wink:
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

hehe nei ég veit það. Ég keypti þessa Bótíju í Dýraríkinu á grensás og afgreiðsludrengurinn var fullviss um að þetta myndi ganga með því sem ég var með í búrinu þ.a.s Molly og sverðdraga. Frekar slaft eitthvað. En svona er þetta. Maður er ekkert alvitur sjálfur
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Sniglarnir hafa sjálfsagt verið á gróðrinum sem þú fékkst með búrinu. Ancistrurnar hafa haldið þeim niðri hjá mér þannig ég varð ekki mikið var við sniglana. Sá þó alltaf einn og einn.

Sorrý en ég fattaði bara ekki að minnast á að sniglarnir gætu verið á gróðrinum. Vonandi verður þetta engin plága hjá þér :?

Gangi þér vel með nýja búrið :-)
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Já ég mun gera það sem til þarf, hendi plöntunum ef útí það er farið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er of seint að henda plöntunum ef þú ert kominn með sniglana í búrið.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ásta wrote:Það er of seint að henda plöntunum ef þú ert kominn með sniglana í búrið.
Þessir sniglar sem að maður heyrir af að séu að koma með plöntum, eru þetta þá bara sníkjudýr á þeim og sér maður þá ekki áður en að maður kaupir plöntuna eða eru þeir svona litlir eða fela þeir sig kannski? Maður þorir varla að kaupa plöntu ef að maður fær svona litla sniglaí kaupbæti :P

Afsakið að ég treð þessu hérna, en ákvað að gera það þar sem að það er veirð að tala um þetta :oops:
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sirius Black wrote:
Ásta wrote:Það er of seint að henda plöntunum ef þú ert kominn með sniglana í búrið.
Þessir sniglar sem að maður heyrir af að séu að koma með plöntum, eru þetta þá bara sníkjudýr á þeim og sér maður þá ekki áður en að maður kaupir plöntuna eða eru þeir svona litlir eða fela þeir sig kannski? Maður þorir varla að kaupa plöntu ef að maður fær svona litla sniglaí kaupbæti :P

Afsakið að ég treð þessu hérna, en ákvað að gera það þar sem að það er veirð að tala um þetta :oops:
Það er algengt að sniglaegg séu á plöntum þegar maður kaupir þær, því miður. Það er oft nóg að setja plönturnar í saltbað eða strjúka af þeim áður en maður setur þær í búrið til að losna við að fá sniglana í búrið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sniglar eða sniglaegg fylgja oft plöntum. Eitt ráðið til að vinna gegn þessu er að setja plönturnar í væga klórblöndu í 2-3 mínútur og skola svo áður en þær fara í búrið.
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Ég hentu bara þessu plöntu drasli ef þetta lagast ekki með vinnu minni og bótíjunar, svo kaupi ég bara fallegri blóm. Held að þetta sé bara ágætis ákvörðun. Takk fyrir hjálpina
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bótíur eru hóp fiskar þarft að vera með nokkrar svo þær séu til friðs

Ef þú ert bara með eina þá er hún að atast í hinum fiskunum en ef þær eru fleiri 4 - 5 þá eru þær bara að atast í hvori annari

Pleggar hjálpa við að borða eggin sem sniglarnir leggja

Annars hef ég aldrei lent í því að sniglar skemmi plöntur hjá mér og hef ég reynt nokkrar tilraunir til þess að koma upp snigglum í 170 lítrabúrinu mínu en pleggarnir slátra öllum eggjum :(
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
elgringo
Posts: 62
Joined: 10 Mar 2008, 21:03

Post by elgringo »

Jæja. Ég er mikið búinn að spekúlera og ráðfæra mig við fiska sérfræðinga eins og ykkur.

Í Stað þess að skila Botiuni þá keypti ég 4stk í viðbót :) og einn Bardagafisk til að fá smá fegurð við grófleikann í búrinu. Þetta kemur mjög vel út. Betta-n felur sig mikið í flotgróðrinum en hún virðist ekki vilja sjá fóðrið mitt (TetraMin Granules) Sem á að vera fyrir alla fiska.

Kannski er þetta stress eða þá ég þarf að kaupa sér fóður fyrir bardaga fiskinn. Þannig að svona stendur þetta.

86l búr.
3 Black Molly
3 Sverðdragar
5 Yoyo Botiur
1 botnsuga
1 glersuga
1 Betta bardagafiskur
bibbinn
Posts: 156
Joined: 19 Feb 2008, 21:30
Location: brh

ja

Post by bibbinn »

jáá ekki vera með bótiu og snigla ég er með sona trúða bótiur og setti svo snigil i búrið og bótiunar voru alveg brjáluðar !!!! :P
kv. Brynjar
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: ja

Post by Vargur »

bibbinn wrote:jáá ekki vera með bótiu og snigla ég er með sona trúða bótiur og setti svo snigil i búrið og bótiunar voru alveg brjáluðar !!!! :P
Ef þú lest innleggið hjá honum þá sérðu væntanlega að bótían var keypt til þess að losna við sniglana. :?
Post Reply