325 ltr. búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

keli wrote:þessi sem þú manst ekki hvað heitir er lamprologus multifasciatus :) (eða var það neolamprologus?)

Flott búr, ég er alltaf skotinn í litlu tanganyika gaurunum, júllum og kuðungasíkliðum... Og svo eru cyprichromis leptosoma snilld líka, ótrúlega fallegir og alltaf til í hrygningar.
Ég prófaði að googla bæði lamprologus og neolamprologus og þeir virðast ganga undir báðum nöfnum, nema þetta sé sitthvor týpa. Ég gaf mér ekki tíma til að skoða það nánar.

Mér finnst þessir litlu Tanganyika líka æðislegir.
Cyprichromis leptosoma og J. marlierii hafa orðið aðeins útundan í búrinu þar sem ég var með 2 convict pör og calvus en þessir fiskar eiga alls ekki saman. Nú eru brjálæðingarir farnir svo vonandi fara hinir að finna sé stað. Ég sé samt alveg rosalega eftir calvus :væla:
Ef einhver á Cyprichromis leptosoma eða Multifasciatus er ég til í að kaupa.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir hafa gengið undir báðum nöfnum, annað nafnið er bara "réttara", eða nýrra..

multifasciatus eiga eftir að þakka þér fyrir það ef þú setur sand í búrið, þeir gjörsamlega elska að moka þessir púkar.


calvus eru líka algjörir púkar, seiðaþjófar dauðans og þeir geta étið multifasciatus auðveldlega þegar þeir stækka. Svipað með flesta júlla, þeir eru seiðaþjófar en geta þó venjulega ekki étið fiska. Þegar ég var með búr með l. ocellatus og leptosomum og bætti svo við einhverjum júllum, (man ekki alveg undirtegundinni, en það var amk minnsta tegundin), þá hætti ég algjörlega að sjá seiði. Fjandans júllarnir tóku allt undir eins, á meðan þegar ég var bara með leptosomur og ocellatus þá var allt krökkt af seiðum frá báðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér sýnist Dickfeldi vera í einhverjum hrygningarhugleiðingum en þeir hafa ekki hrygnt hjá mér fyrr.
Ég er búin að eiga þá í a.m.k. 1 og 1/2 ár. Ég var fyrst með 3 kvk og 1 kk en karlinn lét alltaf undarlega við þær og endaði með því að drepa 2 og hin sem eftir var hélt hann alltaf frá sér með ofbeldi og þau bjuggu aldrei í sömu hrúgunni. Ég var farin að halda að hann væri gay en núna loksins eru þau saman og reka frá sprungunni sinni.

Annað, ég ætla að fara í að skipta um jarðveg í búrinu og þarf þá að taka alla steina úr á meðan en ég ætlaði að sleppa við að tæma búrið alveg af vatni.
Er betra fyrir mig að taka fiskana úr á meðan eða ætti ég að láta þá dingla í búrinu? Skiptin verða ekki framkvæmd með látum, ég verð eins blíð og róleg og ég get :engill:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi taka fiskana, enda er ekkert mál að háfa þá upp þegar grjótið er farið.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vargur wrote:Ég mundi taka fiskana, enda er ekkert mál að háfa þá upp þegar grjótið er farið.

Jamm, sammála
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er ekkert að ske hér nema birchardi hrygningar og eftir að búrið varð convictlaust virðast seiðin lifa talsvert lengur, t.d. eru ca. 10 stk. sem eru orðin mánaðargömul og nú er komin annar seiðahópur.

Ég er búin að skola um 1/3 af sandinum sem ég keypti mér en vegna anna hef ég lítið gert nema fóðra.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Brikkarnir hafa hingað til verið með svona 1/3 af búrinu en núna eru þeir með svona 200 seiði og eru búnir að hertaka svona 90% af búrinu.
Er ekki bara málið að ná sem flestum seiðum af þeim svo þeir hörfi?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Verður ekki séð um það í búrinu eða eru bara einhverjar gungur eftir ?
Væri ekki svo jafnvel þjóðráð að víxla Bricari og kribbaparinu milli búra ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mestmegnis er ég með kuðungasíkliður eftir auk þess 2 teg af julidocromis. Það eru aðallega júllarnir sem reyna að næla sér í bita en það eru óvenju lítil afföll.

Kribbakarlinn er allur, ég sá hann ansi tættann og illa farinn, sennilega hefur hann farið illa í að verja ungana sína fyrir einhverri frontunni og hún hefur einfaldlega étið hann.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image

Image

Image


Ég bætti aðeins í þetta búr í gær :D Fékk mér 3 Ophthalmotilapia ventralis.
Tek myndir af þeim sennilega ekki fyrr en í næstu viku.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vel valið - ventralis eru meeega flottir :)

Mini útgáfa af furcifer.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ophthalmotilapia ventralis


Image


Image

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image

Image

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

vááá rosa flottar myndir :shock: :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Keppnismyndir :góður:
Þú þarft að gefa aðeins meira í þetta búr, þeir eru allir frekar horaðir þarna.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er alltaf að passa mig á að gefa ekki of mikið :o þarf líka að fá mér annað fóður.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ventralis karlinn er u.þ.b. að drepast :væla:
Það er einhver bunga við "rassgatið" á honum, ég veit ekki hvort hann er stíflaður eða eitthvað en hann er búinn að vera druslulegur í dag og svo er hann bara farinn að hringsnúast núna.

Ég setti nokkrar lúkur af salti í búrið og sé hvort það hafi nokkuð að segja, annars er það bara toilettið.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

:( ömurlegt
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jamm, honum hríðversnaði eftir að þið fóruð :?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jæja, karlinn drapst fyrir löngu en ég er búin að leggja inn pöntun fyrir öðrum.

Ég ætlaði að nota sumarfríið mitt til að flikka upp á búrið en það er svo mikið að gera hjá mér að ég kemst sennilega ekki í það :?
Ég ætla að reyna í ágúst.

Það sem ég ætla helst að gera er að skipta út mölinni fyrir fínan sand þrátt fyrir að flestir fái mjög leið á honum fljótt.
Amything gaf mér þennan flotta 3D bakgrunn, ég gleymdi alveg að taka mynd af honum ÁÐUR en ég byrjaði að þrífa en hann var alveg svartur af brúnþörungi og það lá við að ég hefði getað sett í fléttur :lol: Ég er búin með round 1 og einn svamp og alla vega einn svampur eftir.
Svo ætla ég að setja einhvern smá gróður, glás og kuðungum og skeljum og svo hugsa ég að ég muni minnka eitthvað grjótið.
Mig langar líka í nýja tunnudælu og aldrei að vita nema það detti "óvart" ein í innkaupakörfuna þegar karlinn lítur undan :P

Ef þið hafið góð og gagnleg ráð fyrir mig áður en ég byrja þá er allt vel þegið (og ég tala nú ekki um ef einhver vill hjálpa mér :lol: ).

Spurning: Hvar er best fyrir mig að fá kítti og hversu lengi þarf það að þorna áður en hægt er að setja í búrið aftur?

*EDIT* Get ég sett eitthvað efni á brúnþörunginn til að drepa hann án þess að skemma bakgrunninn? Eða mun hann drepast ef hann verður þurr í einhvern tíma?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þú verður bara að bjóða okkur Ingu í kaffi einhvern daginn og við reddum þessu með þér :-)
-Andri
695-4495

Image
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

Ásta wrote:Spurning: Hvar er best fyrir mig að fá kítti og hversu lengi þarf það að þorna áður en hægt er að setja í búrið aftur?
er ekki best að nota bara aquarium kítti sérstaklega gert fyrir fiskabúr, þarft bara að hreinsa glerið vel, kostar 600kr í húsasmiðjunni grafarholti allavega, tekur stendur 4 dagar í þornun en ég gaf því 2 daga fyrir það sem ég notaði það í,
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Andri, ég skal meira að segja baka pönnukökur og smyrja á þær rabarbarsultu sem ég er að sjóða núna :D

scalpz, er langt síðan þú gerðir þetta og tollir það vel þrátt fyrir stuttan tíma? (Ég var að vonast eftir styttri tíma)
scalpz
Posts: 90
Joined: 25 Apr 2008, 21:54
Location: Rvk

Post by scalpz »

það er kominn soldill tími já en ég notaði þetta bara til að setja auka gler til að nota sem skiptingu milli vatns og moldar í froskabúri, eflaust ekki mikill þrýstingur á því en eins og er þá virkar þetta fínt
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta þarf að bíða í amk 24-36 tíma til að gott sé. Jafnvel meira þar sem það er ansi mikið álag á kíttið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég var að láta minn 3d bakgrun í í gær kiddi sagði mér að það væri nó að bíða í i sólarhring þetta kemur þrusu vel út hjá mér.
er sko að fara að láta vatn í kvöld.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fólk hefur verið að lenda í því að bakgrunnurinn fljóti upp ef það bíður of stutt.. Þannig að það borgar sig að allavega að bíða lengur en styttra... Og slubba nógu fjandi mikið af silikoni á :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ok takk Keli ég bíð þá til morguns
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég tók allt úr uppeldisbúrinu og færði í þetta búr.
Það eru held ég 6 frontur, 3 ocellatus, 1 golden nugget og 1 blue panthom.
Það varð auðvitað allt crazy í búrinu og allir eru að passa upp á sitt pláss og ekki bætir að brikkarnir eru með seiði enn og aftur og eru því sérlega plássfrekir. Meira að segja bótían á sitt pláss og rekur frá með "harðri hendi".
Fronturnar finna sér vonandi pláss en þetta er bara bráðabirgða, þær eru enn til sölu :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þegar við komum heim úr vikufríi var önnur Ventralis kellan dauð, eða Síldin eins og hún er köllð á þessu heimili :-)
Að auki var einn Multifacius dauður :?
Fiskarnir voru þó fóðraðir á meðan, kannski hafa þeir fengið eitthvað lítið... eða of mikið?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply