Hef verið spurð svo oft um þetta um dagana
hvernig maður hreinsi fiskabúra dælur svo ég ákvað að skella
inn smá svona skref fyrir skref leiðbeiningum, þá get ég alltaf bara
bent á þetta og jafnvel aðrir
Það er ALDREI notuð sápa til að þrífa dælur eða neitt
tengt fiskabúrum. Þú notar bara vatn og skrúbb sem keyptur er sérstaklega
í fiskabúra stúss. Gott er að merkja þessi verkfæri ''fiskar'' svo enginn á
heimilinu noti þau fyrir slysni í sápu vinnu.
Mér finnst alltaf gott að eiga nokkrar stærðir af flöskuburstum,
uppþvottabursta og svo skrúbbsvamp.
Takið dæluna úr sambandi, verið með skál tilbúna og setjið dæluna í.
Besta vinnu aðstaðan er við vaskaborðið í eldhúsinu.
Takið hólkinn af sem inniheldur filter efnið
(í tilfellinu á myndinni er það verksmiðjuframleiddur svampur)
Skolið filter efnið mjög vel og kreistið undir vatnsbununni þar
til hættir að koma óhreinindi með vatninu sem kreistist úr.
Skolið einnig hólkinn vel, gott er líka að bursta hann.
Fjarlægið úrtakið af og þrífið vel rörin með flöskubursta af minnstu gerð.
Takið botninn af dælunni
(þann hluta sem filter hólkurinn var festur á)
Þar undir sjáið þið rótorinn sem eru litlir spaðar,
hann þarf að taka úr og fara með flöskubursta ofan í holuna sem hann var í.
Takið framhliðina af, hún er oftast stíf á flestum tegundum dæla.
Farið með flöskubursta í gegnum öll rör sem liggja á henni
og takið af alla smáhluti, á þessari dælu sem myndin sýnir
þurfti t.d. að taka af pinna sem stýrir kraft vatnsins sem dælan dælir.
Setjið dæluna aftur saman, í búrið og stingið í samband
Gangi ykkur vel
Þrif á smáum fiskabúradælum
Moderators: Vargur, Andri Pogo
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
-
- Posts: 160
- Joined: 13 Nov 2006, 19:13
- Location: Akureyri - norðan við á
- Contact: