Iriatherina werneri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Iriatherina werneri
Þar sem ég læt alltaf strákana plata mig fór ég í Fiskó í gær og keypti nýtt búr fyrir Iriatherina werneri.
Ég tók ekki nema 30 l. þar sem ég hef nánast ekkert pláss orðið fyrir fiskabúr og er að auki komin laglega fram úr fjárlögum varðandi fiskakaup (Geir Haarde segir að nú skulum við spara)
Ég mun þó hugsanlega færa þá yfir í stærra búr seinna meir.
Í nýja búrinu er hitari og einhver skrítin dæla sem fylgdi með en þetta er búr frá Tetra.
En.. ég setti búrið upp í gær, notaði vatn úr öðru búri + nýtt vatn. Í botninn fór ljós sandur og svo setti ég rót og smá gróður sem ég ætla að auka við á næstunni.
Skellti svo fiskunum yfir og þeir voru smá trekktir fyrst en voru fljótir að ná sér og eru nú með fagra rauða liti í sér.
Ég nenni ekki að taka myndir núna en stal einni af netinu
Ég tók ekki nema 30 l. þar sem ég hef nánast ekkert pláss orðið fyrir fiskabúr og er að auki komin laglega fram úr fjárlögum varðandi fiskakaup (Geir Haarde segir að nú skulum við spara)
Ég mun þó hugsanlega færa þá yfir í stærra búr seinna meir.
Í nýja búrinu er hitari og einhver skrítin dæla sem fylgdi með en þetta er búr frá Tetra.
En.. ég setti búrið upp í gær, notaði vatn úr öðru búri + nýtt vatn. Í botninn fór ljós sandur og svo setti ég rót og smá gróður sem ég ætla að auka við á næstunni.
Skellti svo fiskunum yfir og þeir voru smá trekktir fyrst en voru fljótir að ná sér og eru nú með fagra rauða liti í sér.
Ég nenni ekki að taka myndir núna en stal einni af netinu
Er þetta svona dæla sem kemur foss úr? Ég hef verið með svoleiðis í seiðabúri og kunni vel við, þægilegur straumur sem kemur úr henni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Ef að þetta er tetra aqua art eða eitthvað álíka þá eru dælurnar mjög fínar, átti eitt svona 60l og var dælan að gera sitt og fannst mér hún rosalega góð.
En annars, rosalega eru þetta flottir fiskar En gangi þér vel með þá. En eru þetta ekki annars fiskarnir úr nano búrinu eða er ég að flaska hrikalega?
En annars, rosalega eru þetta flottir fiskar En gangi þér vel með þá. En eru þetta ekki annars fiskarnir úr nano búrinu eða er ég að flaska hrikalega?
200L Green terror búr
keli, já, það kemur svona notalegur foss úr dælunni. Skemmtilega hljóðlát.
S.B. þetta eru fiskarnir úr nano búrinu. Þó þeir hafi verið sæmilega sprækir hentaði það búr víst ekki, bæði of kalt og of lítið.
Reyndar er þetta 30 l. búr líka fulllítið þó fiskarnir séu svona smáir en ég skipti þegar ég læt litlu fronturnar frá mér.
S.B. þetta eru fiskarnir úr nano búrinu. Þó þeir hafi verið sæmilega sprækir hentaði það búr víst ekki, bæði of kalt og of lítið.
Reyndar er þetta 30 l. búr líka fulllítið þó fiskarnir séu svona smáir en ég skipti þegar ég læt litlu fronturnar frá mér.
Það er farinn að koma smá rauður litúr í sporðinn á 2 kerlum Spurning hvort karlarnir hafi verið svona ljósir í búðinni og verið teknir sem kerlur?
Mér finnst líka bakuggarnir aðeins öðruvísi á kk og kvk, stemmir það? (ég var bara að taka eftir þessu í morgun og hafði ekki tíma til að "spöggúlera" og mikið í því)
Mér finnst líka bakuggarnir aðeins öðruvísi á kk og kvk, stemmir það? (ég var bara að taka eftir þessu í morgun og hafði ekki tíma til að "spöggúlera" og mikið í því)
Ásta wrote:Ég er þá með 4 kk og 1 kvk..
Mig dreplangar auðvitað að fara og kaupa fleiri en var húðskömmuð í gær eins og smákrakki fyrir hroðalega eyðslu (mæli hérmeð að gæludýraverslunareigendur láti koma fram á posunum eitthvað annað en dýra- eða fiska.. svo þetta sjáist ekki á kortayfirlitinu)
Ferð bara í búðina við hliðina á Fiskó og færð posakvittun þar fyrir andvirði fiskana og þeir gera svo upp við hann
Ace Ventura Islandicus