Project Barbapabbi
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Project Barbapabbi
Vargur skoraði á mig að reyna að fá gullbarbana mína til að fjölga sér. Ég hafði svosem lengi haft hugmyndir um að reyna það (reyndar með Zebra Daníóa) og var búinn að útvega mér búr og ýmislegt til verksins.
Ég lét verða af þessu núna um páskana. Ég pantaði frostþurrkaða Artemiu hjá Fiskaspjall.is til að gera fiskana pattaralega og fulla af hrognum. Fiskarnir vitlausir í það og fitnuðu hratt (höfðu reyndar áður líka fengið frosna orma). Það virkaði vel.
Hrygningarbúrið setti ég upp með lítilli Fluval dælu sem ég hef átt í mörg ár. Hún er búin að ganga í aðal búrinu í nokkrar vikur svona með ef ég þyrfti á henni að halda í öðru búri tilbúinni með bakteríuflóru. Ég færði hana í hrygningarbúrið, setti í það falskan botn með fínu plastneti og hitara. Ofan á falska botninn fór klípa af javamosa (sem Vargur færði mér).
Hrygningarbúrið með fölskum botn. Hugmyndin er að hrognin detti í gegnum netið áður en fiskarnir ná að éta þau.
Ég valdi par úr gullbarbahópnum að seinnipart 22. apríl og setti í hrygningarbúrið. Þeir stressuðust þessi ósköp upp og misstu nánast allan lit. Ég leyfði þeim að vera í ljósi í búrinu í 1 tíma og myrkvaði svo búrið fyrir nóttina. Morgunin eftir kveikti ég ljósið.
Parið sem ég setti í búrið, hálf litlaust m.v. venjulega.
Þegar ljósið kom á sá ég að annar barbinn hafði einhvernveginn í myrkrinu tekist að troða sér undir falska botninn. Hinn (hrygnan) var en mjög stressuð í felum undir javamosanum. Ég hugsaði með mér að þetta myndi aldrei ganga núna en losaði auðvitað fiskinn og lét þá svo vera. Þeir voru mjög stressaðir og litlausir. 3 tímum síðar fór samt að rofa til hjá þeim og hrygning greinilega í gangi miðað við hve ágengur hængurinn var við hrygnuna og ýtti henni til í javamosanum. Viti menn, þónokkur hrogn mátti sjá undir falska botninum.
Með góðum vilja má sjá hrogn undir netinu (smellið á myndina fyrir stærri útgáfu)
Þegar parið hafði lokið sér af færði ég það aftur í aðalbúrið. Þeir fengu fulla liti á svona 5 mínútum!
Nú 1,5 sólarhring síðar má sjá öðru hverju hreyfingu innan í hrognunum en einnig er eitthvað af ófrjóvguðum hrognum sem eru farin að verða loðin, trúlega v/ svepps. Ég tók loftslöngu og sprautu úr apótekinu og saug þau upp og hennti.
Hreinsidælan gengur enn í búrinu og javamosinn er þar en. Hugmyndin er að dælan nái að halda vatninu góðu og javamosinn nái að drekka í sig lífræn niðurbrotsefni sem gætu eitrað fyrir hrognunum. Trúlega er líka eitthvað af hrongum í honum.
Á morgun eða hinn ætti að draga til tíðinda. Helsta áhyggjuefni mitt núna er fæða fyrir seyðin (ef einhver verða) þegar kviðpokastiginu lýkur. Flestar vefsíður um fjölgun barba og annarra smáfiska virðast sammála um að artemia sé of stór fyrstu dagana fyrir svona seyði og flestir tala um að gefa Infusoria (sem er vatn fullt af stórum einfrumungum, en þetta þarf að brugga/rækta). Soðin eggjarauða virðist vera möguleiki líka og það ætti að vera framkvæmanlegt. Einnig gæti ýmislegt leynst í javamosanum sem þau gætu lifað á.
Ég mun safna myndum af þessu á Picasa vefalbúm á slóðinni http://picasaweb.google.com/hrafnkelle/ ... Barbapabbi.
Ef einhver hefur góð ráð eða ábendingar er það vel þegið.
Að lokum smá bíó.
Ég lét verða af þessu núna um páskana. Ég pantaði frostþurrkaða Artemiu hjá Fiskaspjall.is til að gera fiskana pattaralega og fulla af hrognum. Fiskarnir vitlausir í það og fitnuðu hratt (höfðu reyndar áður líka fengið frosna orma). Það virkaði vel.
Hrygningarbúrið setti ég upp með lítilli Fluval dælu sem ég hef átt í mörg ár. Hún er búin að ganga í aðal búrinu í nokkrar vikur svona með ef ég þyrfti á henni að halda í öðru búri tilbúinni með bakteríuflóru. Ég færði hana í hrygningarbúrið, setti í það falskan botn með fínu plastneti og hitara. Ofan á falska botninn fór klípa af javamosa (sem Vargur færði mér).
Hrygningarbúrið með fölskum botn. Hugmyndin er að hrognin detti í gegnum netið áður en fiskarnir ná að éta þau.
Ég valdi par úr gullbarbahópnum að seinnipart 22. apríl og setti í hrygningarbúrið. Þeir stressuðust þessi ósköp upp og misstu nánast allan lit. Ég leyfði þeim að vera í ljósi í búrinu í 1 tíma og myrkvaði svo búrið fyrir nóttina. Morgunin eftir kveikti ég ljósið.
Parið sem ég setti í búrið, hálf litlaust m.v. venjulega.
Þegar ljósið kom á sá ég að annar barbinn hafði einhvernveginn í myrkrinu tekist að troða sér undir falska botninn. Hinn (hrygnan) var en mjög stressuð í felum undir javamosanum. Ég hugsaði með mér að þetta myndi aldrei ganga núna en losaði auðvitað fiskinn og lét þá svo vera. Þeir voru mjög stressaðir og litlausir. 3 tímum síðar fór samt að rofa til hjá þeim og hrygning greinilega í gangi miðað við hve ágengur hængurinn var við hrygnuna og ýtti henni til í javamosanum. Viti menn, þónokkur hrogn mátti sjá undir falska botninum.
Með góðum vilja má sjá hrogn undir netinu (smellið á myndina fyrir stærri útgáfu)
Þegar parið hafði lokið sér af færði ég það aftur í aðalbúrið. Þeir fengu fulla liti á svona 5 mínútum!
Nú 1,5 sólarhring síðar má sjá öðru hverju hreyfingu innan í hrognunum en einnig er eitthvað af ófrjóvguðum hrognum sem eru farin að verða loðin, trúlega v/ svepps. Ég tók loftslöngu og sprautu úr apótekinu og saug þau upp og hennti.
Hreinsidælan gengur enn í búrinu og javamosinn er þar en. Hugmyndin er að dælan nái að halda vatninu góðu og javamosinn nái að drekka í sig lífræn niðurbrotsefni sem gætu eitrað fyrir hrognunum. Trúlega er líka eitthvað af hrongum í honum.
Á morgun eða hinn ætti að draga til tíðinda. Helsta áhyggjuefni mitt núna er fæða fyrir seyðin (ef einhver verða) þegar kviðpokastiginu lýkur. Flestar vefsíður um fjölgun barba og annarra smáfiska virðast sammála um að artemia sé of stór fyrstu dagana fyrir svona seyði og flestir tala um að gefa Infusoria (sem er vatn fullt af stórum einfrumungum, en þetta þarf að brugga/rækta). Soðin eggjarauða virðist vera möguleiki líka og það ætti að vera framkvæmanlegt. Einnig gæti ýmislegt leynst í javamosanum sem þau gætu lifað á.
Ég mun safna myndum af þessu á Picasa vefalbúm á slóðinni http://picasaweb.google.com/hrafnkelle/ ... Barbapabbi.
Ef einhver hefur góð ráð eða ábendingar er það vel þegið.
Að lokum smá bíó.
Gaman að þessu. ég er ánægður með að þú hafir farið í þetta bras. ég skil ekkert í fólki að reyna ekki að rækta meira, þetta er að mínu mati það skemmtilegasta við hobbyið.
Hvað ertu að hugsa um að gera í fóðurmálum svona fyrst ?
Ef þetta eru fá seiði þá þarf líklega ekki að hafa miklar áhyggjur. Þau nærast á drasli úr mosanum og búrinu sjálfu.
Ef ég þekki þig rétt þá bruggar þú infusoriu í næsta skipti til að prófa það. Eitt sem ég er hrifinn af og er nokkuð flótlegt er bara grænt vatn, þá setur maður bara krukku með fiskabúravatni úr í glugga og þegar það er orðið grænt af þörung þá skellir maður slettu í búrið og seiðin nærast á grugginu.
Hvað ertu að hugsa um að gera í fóðurmálum svona fyrst ?
Ef þetta eru fá seiði þá þarf líklega ekki að hafa miklar áhyggjur. Þau nærast á drasli úr mosanum og búrinu sjálfu.
Ef ég þekki þig rétt þá bruggar þú infusoriu í næsta skipti til að prófa það. Eitt sem ég er hrifinn af og er nokkuð flótlegt er bara grænt vatn, þá setur maður bara krukku með fiskabúravatni úr í glugga og þegar það er orðið grænt af þörung þá skellir maður slettu í búrið og seiðin nærast á grugginu.
-
- Posts: 207
- Joined: 03 Jan 2008, 20:55
- Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára
Vona að það sé í góðu að setja þetta hér inn sá þetta um daginn og án þessa að vera viss er þetta eithvað sem þú getur gefið? Hér
Birgir Örn
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Live Rotifers já en dettur ekki í hug að kaupa það á þessu verði, 7500kr.Birgir Örn wrote:Vona að það sé í góðu að setja þetta hér inn sá þetta um daginn og án þessa að vera viss er þetta eithvað sem þú getur gefið? Hér
Takk samt fyrir ábendinguna.
Þetta er sjálfsagt einhverjir tugir seyða, hef ekki almennilega tilfinningu fyrir því.Vargur wrote: Hvað ertu að hugsa um að gera í fóðurmálum svona fyrst ?
Ef þetta eru fá seiði þá þarf líklega ekki að hafa miklar áhyggjur. Þau nærast á drasli úr mosanum og búrinu sjálfu.
Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig ég næri seyðin. Eggjarauða, grænt vatn eða seyðaduft kemur allt til greina. Er samt ekki sannfærður um þetta seyðaduft, hvort það er nógu fíngert. Ókosturinn við duftið og eggjarauðuna er að það fer að rotna um leið og það kemur í búrið og getur mengað vatnið. Duftið hreinlega veit ég ekki hvort er nógu fíngert.
Næst? Má ég ekki ekki nota það sem er í krukkuni upp í hillu? Ég reyndar er ekki viss um að ég "þori" að nota það. Ég reif gulrót og sauð í vatni í örbylgjuofninum, síaði svo gulræturnar frá og helti svo fiskabúravatni út í. Það er komin einhver skýjaslæða í það og vatnið er gult af gulrótunum. Mér finnst samt að þetta eigi að vera baneitrað og stútfullt af ammóníu.Vargur wrote:
Ef ég þekki þig rétt þá bruggar þú infusoriu í næsta skipti til að prófa það.
Tók nokkrar myndir af seiðunum.
Sé mun á þeim frá því í morgun. Í morgun voru þau glær en hafa nú gulan blæ. Á sumum þeirra sé ég rauðan blett "í hjartastað" sem ég ímynda mér að sé hjartað. Augun eru ótrúlega stór m.v. restina. Augun sjást en ekki heilinn
Seiði á hornkítti
3 systkin
Hér sést guli liturinn vel ásamt "hjartanu"
Sé mun á þeim frá því í morgun. Í morgun voru þau glær en hafa nú gulan blæ. Á sumum þeirra sé ég rauðan blett "í hjartastað" sem ég ímynda mér að sé hjartað. Augun eru ótrúlega stór m.v. restina. Augun sjást en ekki heilinn
Seiði á hornkítti
3 systkin
Hér sést guli liturinn vel ásamt "hjartanu"
Svona eggjadreifarar hrygna venjulega bara útum allt, eru ekkert að pæla í að hrygna í mosa til að sem minnst sé étið.mixer wrote:hrygndu þaaug ekkert í mosan?? mitt par hrygnir nefnileg látlaust en allt er étið um leið og myg langar að reyna að fjölga þeim...
Mér finnst þetta stórskemmtileg tilraun hjá þér Hrafnkell, fylgist spenntur með hvernig gengur að koma þessum kvikindum á legg. Ótrúlega lítil seiðin eins og er, en mér skilst að þetta sé auðveldara eftir að þau verði ca. viku gömul, þá geta þau farið að éta "venjulegan" mat.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Já Canon PowerShoot G9. Ég er mjög ánægður með hana. Þó þetta sé point and shoot vél þá er linsan í henni frábær. Þessar seiðamyndir eru teknar með því að klessa linsunni á glerið á búrinu. Getan til að skila hnífskörpum myndum 1cm frá myndefninu er mögnuð. Hristivörnin gerir kleyft að taka mynd eins og þessa hér að ofan á ISO 80 í hóflegri lýsingu.Vargur wrote:Myndirnar eru væntanlega teknar með canon Ps G9 vélinni ?
Ótrúlega góðar myndir.
Jæja í morgun urðu fyrstu seiðin frísyndandi og flest þeirra urðu það sjálfsagt í dag.
Horft á hluta seiðahópsins gegnum framgler búrsins
Horft á hluta seiðahópsins ofan í vatnið ofanfrá
Ég giska á að það séu um 100 seiði í búrinu en það er ábyggilega +/- 50. Þegar ég slekk á filterdælunni þá koma þau upp í búrið en annars halda þau sig neðarlega, jafnvel undir falska netbotninum. Þau sjást samt vel skjótast um.
Mér skilst að seiði verði frísyndandi (þ.e. hætti að húka á botninum eða einhverju yfirborði) þegar sundmaginn er orðinn þroskaður, þ.e. farinn að halda lofti til að geta stýrt í hvaða hæð þau fljóta. Ég er að ímynda mér að "loftbólan" sem sést inn í öllum seiðunum núna sé sundmaginn.
Seiði á 3ja sólarhring. Takið eftir "loftbólunni" aftan við hausinn. Hugsanlega sundmaginn sem þarf til að geta synt upp í búrið. Berið saman við sambærilega mynd í gær.
Í dag hef ég gefið 2svar örlítin skammt af mat. Í fyrsta skiptið gaf ég ca 10ml af "infusoria" brugginu sem ég minntist á fyrr. Í seinna skiptið gaf ég örlítið af Sera Micron seiðafóðurdufti.
Ég hef tekið eftir á glerinu í seiðabúrinu svo og í aðalbúrinu örlitlum hvítum ormum skríða. Þeir eru ekki margir. Viti maður á hvað á að horfa sér maður þá greinilega hreifa sig. Þeir líkjast helst rispu í glerinu, kannski 2mm á lengd og 0.1mm eða grennri á breidd. Hugsanlega (og vonandi) er um að ræða "Planaria Worms" sem ættu að vera skaðlausir. Þeir eru helst tengdir offóðrun og óhreinu botnlagi. Ég er sjálfsagt ekki sá sparsamasti í fóðrun en alls ekkert úr hófi og vikulega sýg ég rusl úr botninum. Vonandi gera þeir seiðunum ekkert illt og verða bara kosta fæða innan nokkurra daga En ég er að giska á að ég hafi "ræktað" þá í "infusoria" brugginu. Þarf að skoða vel hvort ég finn þá þar og hvort ég eigi að halda mig frá að gefa það.
Nú er spurning um að fara að hugsa fyrir fyrstu vatnsskiptum, eða hvað?
Horft á hluta seiðahópsins gegnum framgler búrsins
Horft á hluta seiðahópsins ofan í vatnið ofanfrá
Ég giska á að það séu um 100 seiði í búrinu en það er ábyggilega +/- 50. Þegar ég slekk á filterdælunni þá koma þau upp í búrið en annars halda þau sig neðarlega, jafnvel undir falska netbotninum. Þau sjást samt vel skjótast um.
Mér skilst að seiði verði frísyndandi (þ.e. hætti að húka á botninum eða einhverju yfirborði) þegar sundmaginn er orðinn þroskaður, þ.e. farinn að halda lofti til að geta stýrt í hvaða hæð þau fljóta. Ég er að ímynda mér að "loftbólan" sem sést inn í öllum seiðunum núna sé sundmaginn.
Seiði á 3ja sólarhring. Takið eftir "loftbólunni" aftan við hausinn. Hugsanlega sundmaginn sem þarf til að geta synt upp í búrið. Berið saman við sambærilega mynd í gær.
Í dag hef ég gefið 2svar örlítin skammt af mat. Í fyrsta skiptið gaf ég ca 10ml af "infusoria" brugginu sem ég minntist á fyrr. Í seinna skiptið gaf ég örlítið af Sera Micron seiðafóðurdufti.
Ég hef tekið eftir á glerinu í seiðabúrinu svo og í aðalbúrinu örlitlum hvítum ormum skríða. Þeir eru ekki margir. Viti maður á hvað á að horfa sér maður þá greinilega hreifa sig. Þeir líkjast helst rispu í glerinu, kannski 2mm á lengd og 0.1mm eða grennri á breidd. Hugsanlega (og vonandi) er um að ræða "Planaria Worms" sem ættu að vera skaðlausir. Þeir eru helst tengdir offóðrun og óhreinu botnlagi. Ég er sjálfsagt ekki sá sparsamasti í fóðrun en alls ekkert úr hófi og vikulega sýg ég rusl úr botninum. Vonandi gera þeir seiðunum ekkert illt og verða bara kosta fæða innan nokkurra daga En ég er að giska á að ég hafi "ræktað" þá í "infusoria" brugginu. Þarf að skoða vel hvort ég finn þá þar og hvort ég eigi að halda mig frá að gefa það.
Nú er spurning um að fara að hugsa fyrir fyrstu vatnsskiptum, eða hvað?
Gaman að fá fréttir, ég beið spennntur eftir einhverju nýju í þráðinn.
Ég mundi ekki hafa neinar áhyggjur af ormunum, þeir ættu að vera skaðlausir og reyndar fínasta fóður, það getur samt farið í taugarnar á manni að sjá eitthvað svona í búrinu.
Það er kannski óþarflega snemmt að skipta um vatn en þú ert væntanlega með betri tilfinningu fyrir því, það er kannski ráð að skipta um smávegis en þú ert betur settur með "cured" dælu heldur en ef allt hefði verið nýtt í búrinu, þá ætti að vera minni hætta á amoniak sprengju sem er ansi algeng í seiðabúrum.
Hvernig líst þér annars á að vera með dæluna í búrinu, sýnist þér vera hætta á að seiðin sogist í hana ?
Ég mundi ekki hafa neinar áhyggjur af ormunum, þeir ættu að vera skaðlausir og reyndar fínasta fóður, það getur samt farið í taugarnar á manni að sjá eitthvað svona í búrinu.
Það er kannski óþarflega snemmt að skipta um vatn en þú ert væntanlega með betri tilfinningu fyrir því, það er kannski ráð að skipta um smávegis en þú ert betur settur með "cured" dælu heldur en ef allt hefði verið nýtt í búrinu, þá ætti að vera minni hætta á amoniak sprengju sem er ansi algeng í seiðabúrum.
Hvernig líst þér annars á að vera með dæluna í búrinu, sýnist þér vera hætta á að seiðin sogist í hana ?
Nei ekki veruleg. Daginn sem seiðin klöktust út ákvað ég að opna hana og athuga hvort eitthvað af seiðum væru í henni. Ég fann 1 seiði í henni sem reyndist á lífi. Það gæti hafa sogast í hana en alveg eins líklegt er að egg hafi gert það þar sem parið húkti dáldið við dæluna fyrst í upphafi hrygningar.Vargur wrote:Hvernig líst þér annars á að vera með dæluna í búrinu, sýnist þér vera hætta á að seiðin sogist í hana ?
Ég setti nælonsokk yfir inntakið til vonar og vara en ég sé í dag að það er trúlega óþarfi. Ég sé seiði synda nálægt dælunni án vandræða og þegar ég set dæluna í gang eftir fóðrun (slekk mínúturnar undan og á eftir) þá sér maður þau byrja að dragast að henni en synda svo frekar auðveldlega í burtu.
Svo filterdæla í svona seiðabúri ætti að vera í góðu lagi.
Þættinum hefur borist bréf (í einkaskilaboðum). Nöfn eru fjarlægð til að vernda saklausa.
Til að fá þá til að hrygna var ég duglegur að gefa þeim próteinríka fæðu (frostþurkaða artemíu http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3005, vara F025) í nokkra daga áður en ég lét vaða. Ég tók líka hrygnu sem var "feit" og hæng sem var vel rauður á maganum. Ekkert sérstakt annað.
Netið fæst í múrdeild BYKO og heitir að ég held trefjanet. Það er til í tveimur möskvastærðum, blátt sem er aðeins grófara og svo þetta græna. Ég fann ekki það græna fína nema í BYKO í Kópavoginum (Breiddin) en nýja BYKO búðin nálægt IKEA hafði bara það bláa. Ég heftaði það svo á ramma gerðan úr plastlistum sem ég fékk í vinnunni. Það getur vel verið að það dugi að setja netið eitt og sér í búrið án ramma, hafa það þá bara aðeins ríflega innanmálið á búrinu svo það spyrnist út í glerið. Annars eru ýmsar lausnir til að halda því niðri, t.d. steinar á nokkrum stöðum.Mig langaði til að spyrja hvar þú fékkst þetta net og ef það heitir eitthvað sérstakt?
Gerðiru eitthvað sérstakt til að fá þá til að hrygna?
Til að fá þá til að hrygna var ég duglegur að gefa þeim próteinríka fæðu (frostþurkaða artemíu http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=3005, vara F025) í nokkra daga áður en ég lét vaða. Ég tók líka hrygnu sem var "feit" og hæng sem var vel rauður á maganum. Ekkert sérstakt annað.
Ég gleymdi nú að taka fram að þessir fiskar eins og margir eggjadreifarar hrygna við "sólarupprás", þ.e. þegar ljós kemur á. Því passaði ég vel upp á ljós og myrkur áður en kom að hrygningu. Ég hafði fiskana saman í um 1 klst í ljósi og myrkvaði svo búrið algjörlega fyrir hrygningu. Ljós í herberginu sem búrið er í var slökkt og svartur plastpoki settur yfir búrið. Hef lesið frásagnir af því að ljósskíma nái að rugla svona fiska og gerði þetta því svona.Gerðiru eitthvað sérstakt til að fá þá til að hrygna?
Javamosinn í búrinu var líka settur til að hvetja fiskana til dáða. Hef lesið að gullbarbahængurinn ýti hrygnunni í gróður til að hrygna. Ég sá það oft gerast.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Rosalega eru þessi dýr fljót að breytast, eins og með þessa loftbólu sem að kom bara 1-2 dögum seinna
Gaman að sjá hvort að það komist ekki slatti af seiðunum upp örugglega skemmtilegt að fylgjast með þeim stækka.
Eftir hvað marga daga/vikur fara þau að fá á sig einhverja mynd foreldranna?
En hversu stórt búr ertu með þau í?
Gaman að sjá hvort að það komist ekki slatti af seiðunum upp örugglega skemmtilegt að fylgjast með þeim stækka.
Eftir hvað marga daga/vikur fara þau að fá á sig einhverja mynd foreldranna?
En hversu stórt búr ertu með þau í?
200L Green terror búr
Tja, það er góð spurning. Besta svarið er trúlega "meira með hverjum deginum". Tekur trúlega einhverja mánuði að koma þeim í "sölustærð", þ.e. minnsta stærð sem myndi sjást af þeim í fiskabúð.Sirius Black wrote:Eftir hvað marga daga/vikur fara þau að fá á sig einhverja mynd foreldranna?
Búrið sem þú sér á mynd í fyrsta pósti mínum er um 50 lítrar ef það er fullt af vatni. Ég setti svona 2/3 vatn í það.Sirius Black wrote:En hversu stórt búr ertu með þau í?
Nú orðið eru seiðin orðin mjög dugleg að synda um búrið og eru stöðugt á ferðinni. Þau eru í sitt hvorum enda búrsins mikið. Einn hópur þar sem vatnið er rólegast og annar minni hópur við dælustrauminn. Stundum finnst manni þau jafnvel vera að leika sér í straumum. Það er kannski ekkert skrítið, held þessir fiskar séu upprunnir úr á í Kína.
Það er því orðið mjög erfitt að taka myndir af þeim sambærilegar þeim sem ég hef verið að sýna þar sem þau eru stöðugt á ferðinni. Ég þykist þó sjá á myndunum að það sé ljóst að þau borða og meltingin sé komin af stað þar sem ég hef séð græna skellu undir og fyrir framan "loftbóluna" og aftur úr því jafnvel liggja rönd og vera að skila sér út sem úrgangur.
Þau virðast fara mest á ferð á nóttunni. Það er magnað að lýsa í búrið með vasaljósi um nótt. Þá er þetta eins og ekki ósvipað litlu mýflugnageri.
Það er því orðið mjög erfitt að taka myndir af þeim sambærilegar þeim sem ég hef verið að sýna þar sem þau eru stöðugt á ferðinni. Ég þykist þó sjá á myndunum að það sé ljóst að þau borða og meltingin sé komin af stað þar sem ég hef séð græna skellu undir og fyrir framan "loftbóluna" og aftur úr því jafnvel liggja rönd og vera að skila sér út sem úrgangur.
Þau virðast fara mest á ferð á nóttunni. Það er magnað að lýsa í búrið með vasaljósi um nótt. Þá er þetta eins og ekki ósvipað litlu mýflugnageri.
Svosem lítið að frétta. Þetta er eins og ungbarnauppeldi. Krílin stækka, borða, kúka og sofa
Skipti um vatn í gær, ca 50%.
Tók nokkrar myndir áðan.
Ótrúlegt hvað augun virðast vera þroskuð. Monsterfiskar hvað?
Séð undir seiði. Meltingarvegur sést.
Greinilega fullur magi og opinn munnur sést á mynd í fyrsta sinn.
Skipti um vatn í gær, ca 50%.
Tók nokkrar myndir áðan.
Ótrúlegt hvað augun virðast vera þroskuð. Monsterfiskar hvað?
Séð undir seiði. Meltingarvegur sést.
Greinilega fullur magi og opinn munnur sést á mynd í fyrsta sinn.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Það eru sjálfsagt orðin einhver afföll. Ég treysti mér engan veginn til að telja. Ég sé einstaka seiði sem hefur sogast á dæluna/nælonsokkinn.Sirius Black wrote:En eru orðin einhver afföll hjá þér í þessu? Eða lifa allir bara í sátt og samlyndi?
Það þarf sjálfsagt að grisja eftir einhverjar vikur en þá eru seiðin sjálfsagt of lítil til að þola mikla flutninga, eða hvað? Þeir ættu að komast í "sölustærð" á einhverjum mánuðum svo.mixer wrote:hvenar geldurðu að þú farir að losa þig við eitthvað af þessu því ég er til í nokkra.
Takk samt fyrir áhugann. Ef/þegar kemur að því að koma fiskunum út auglýsi ég þá örugglega hér.
Nú er eitthvað undarlegt í gangi í seiðabúrinu. Umtalsverður fjöldi seiða festist á innsogi litlu dælunnar. Ég hef séð 20+ seiði þar föst reglulega en hrist þau öðru hverju laus.
Kannski vatnsskiptin í gær hafi farið illa í þau. Kannski örmagna af því að vera alltaf að berjast við strauminn frá dælunni. Kannski ekki að fá nóg að borða. Kannski of mikið?
Kannski vatnsskiptin í gær hafi farið illa í þau. Kannski örmagna af því að vera alltaf að berjast við strauminn frá dælunni. Kannski ekki að fá nóg að borða. Kannski of mikið?
Þetta er ekki óalgengt með ungseiði barba, geta komið svona dauðakaflar án skiljanlegra ástæðna. Sumir halda að það sé litlum fjölbreytileika í fóðrinu að kenna.. Ég hef persónulega ekki reynslu af því en hef lesið um þetta.Hrafnkell wrote:Nú er eitthvað undarlegt í gangi í seiðabúrinu. Umtalsverður fjöldi seiða festist á innsogi litlu dælunnar. Ég hef séð 20+ seiði þar föst reglulega en hrist þau öðru hverju laus.
Kannski vatnsskiptin í gær hafi farið illa í þau. Kannski örmagna af því að vera alltaf að berjast við strauminn frá dælunni. Kannski ekki að fá nóg að borða. Kannski of mikið?
Hvað ertu að gefa þeim og hvað oft? Er vatnið nokkuð orðið fúlt hjá þeim eða einhverjar miklar sveiflur verið í ph?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég er að gefa Sera Micron í bland við heimabruggaða "infusoriu". Reyndar kannski meira af Microninu. Ég leysi það alltaf fyrst upp í vatni í smá stund og slekk á dælunnu á meðan ég gef.keli wrote:Hvað ertu að gefa þeim og hvað oft? Er vatnið nokkuð orðið fúlt hjá þeim eða einhverjar miklar sveiflur verið í ph?
Íslenskt vatn er jú mjög illa "bufferað", þ.e. lítið af karbonati, lágt KH. Það þarf því lítið til að pH falli. Hef ekki fylgst með pH, rétt ég mæli það á eftir.
Það er þroskuð lítil Fluval 1 dæla í búrinu og skipti um 50% vatns í gær auk þess að það er javamosi í búrinu og nokkrir stönglar "trimmi" á hraðvaxta plöntum úr aðalbúrinu. Þetta ætti að hjálpast til við að halda vatninu góðu, maður veit aldrei.
Last edited by Hrafnkell on 03 Apr 2008, 00:50, edited 1 time in total.