þessir þrír kappar eru fallax humrarnir mínir og ég hef verið að spá hvað þurfa þrír svona töffarar stórt búr... stærðirnar á þeim eru sirka svona Gruber=2-2,5cm Hanz=1,5-2cm og Fritz sem er 1-1,5cm... þeir eru í pínu litlu plastbúri núna og er það ekki nema 3 lítrar eða svo... þeir eru þvílíkir karakterar og éta vel, hvort það er keypt fóður eða lambahakk eða rækja þeir hakka þetta allt í sig en mig langar að ná þeim í fulla stærð og var að spá hvort einhver lumaði á einhverjum sniðugum upplýsingum um svona töffara og hvernig er best að hafa búrið og hvað er best að hafa í því??
Hafðu búrið sem stærst og þokkalegan botnflöt á því þannig þeir fái allir sinn felustað.
Regluleg vatnsskipti og hófleg og fjölbreytt fóðrun.
Annars eru þetta eru frekar einfaldar skepnur sem gera ekki miklar kröfur.
já ég var nú bara með hanz og gruber í þessu búri en svo fann ég fritz í stóra búrinu í dag og var bara að setja hann oní fyrir svona 10 mín og þeir eru allir búnir að vera að fljúgast á síðan ekkert smá fyndnir
mínir drápust báðir eftir að ég setti þá í búr með hita í kring um 24° veit ekki hvort að það sé ráð eða eitthvað tilfallandi að hafa hitann aðeins lægri.