Veslast upp / þrífast ekki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Veslast upp / þrífast ekki

Post by jeg »

Jæja þið sem allt vitið!
Tók eftir að önnur sítrónu tetran mín lítur út eins og HIV-sjúklingur og er greinilega ekki að þrífast.
Hvað getur verið að ???
Image
Þetta er sú veika.


Image
þetta er sú heilbrigða.

Það er ekki séns á að veiða hana eins og er því hún fer í felur en sú heilbrigða er ekkert að fela sig.

Eins tók ég eftir að önnur Rauðugga tetran er líka seins og HIV-sjúklingur og náði henni strax.
Já og einn Venursrfiskurinn, náði honum strax og ekkert verið að busla eins og heilbrigður fiskur gerir þegar hann hefur verið veiddur. Eins er hann farinn að missa litinn að hluta.

Vatnsskipin hafa verið 40-50% á 7-10 daga fresti.
Fóðrun ekki mikil yfirleitt 1x á dag og þá lítið sem klárast á 30 sek.

Er búin að veiða upp Venusarfiskinn og Rauðuggatetruna en hinni næ ég ekki og setti sér búr.
En hvað er að gerast ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það versta er að það getur komið margt til greina.
Mér dettur í hug innvortis bakteríusýking.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þannig að það er bara að farga þeim og brosa :)
og vona að það verið ekki fleirri.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Fyrir mína parta ertu að gefa allt of lítið, allavegana 2x á dag og þannig að þeir hafi meira en 30sek til að klára yfirleitt talað um 5 mín, en hver og 1 verður að hafa tilfinningu fyrir því hvað er nóg
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tók ekki einu sinni eftir þessu með fóðrunina, ég verð ð fara að slaka aðeins á hraðlestrinum. :P
Þetta er full lítil gjöf, ég persónulega gef smærri fiskum eins og þessum 2-3x á dag og það sem þeir éta á 1-2 mínútum.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Minn vandi hefur verið fóðrunin en það hefur verið vel fóðrað oftast.
Kannsi of vel ? En ég gef 1x - 2x eftir því hvað ég er um að vera.
Ef ég gef meira verð ég að skipta um vatn á 5-7 daga fresti.
Þess vegna slakaði ég á í fóðrun.
Það er aldrei svelti dagur.

Ég var einmitt að fylgjast með Sítrónu tetruni áðan en hún veirtist varla hafa löngun í mat.
Þannig að innvortis sýking er líkleg.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það kemur stundum fyrir að fiskar sem verða útundan í fóðrun veslast upp og missa viljan. þess vegna er þeim líka hættara við sjúkdómum.
Ég mundi bara farga þessum ræflum og fylgjast með búrinu næstu daga, passa að allir fái að borða, þó hóflega og gera svo einhverjar ráðstafanir ef fleiri fiskar verða slappir.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já einmitt það sem mig grunaði en vildi fá fagmannlega staðfestingu á þessu.
Takk kærlega fyrir svörin.
Post Reply